Vinsælustu uppskriftirnar 2023 
Miðjarðarhafs veisluplatti
29th May 2024
Vinsælustu bloggin 2023
13th June 2024
Miðjarðarhafs veisluplatti
29th May 2024
Vinsælustu bloggin 2023
13th June 2024
Show all
Deildu á facebook
Facebook

Vinsælustu uppskriftirnar 2023 

Ég ákvað að taka saman 8 vinsælustu uppskriftirnar frá því í fyrra. Mér datt í hug að þetta gæti verið skemmtileg leið til að rifja upp árið og mögulega leynast uppskriftir sem fóru fram hjá þér í fyrra.


6 uppskriftir sem losa um bólgur og bjúg

6 gómsætar uppskriftir sem draga úr bólgum og bjúg á náttúrulegan hátt. Þessar uppskriftir styðja að auki við heilbrigt ónæmiskerfi, náttúrulega útgeislun og geta aukið orkuna svo um munar. Smelltu hér til að skoða uppskriftirnar.


8 hollar grill uppskriftir

Síðasta sumar deildi ég með ykkur þessum 8 girnilegu og hollu grill uppskriftum. Þetta eru svo sannarlega uppskriftir sem fylla líkamann orku og ljóma og smakkast dásamlega. Smelltu hér til að skoða uppskriftirnar.

Lax með ristuðum kókosflögum, kartöflum og aspas

Þessi uppskrift er ein af mínum uppáhalds enda er hún holl, fljótleg og einföld og tekur litla fyrirhöfn.
Lax inniheldur holla fitu sem styður við hormón, heilastarfsemi og húðina. Smelltu hér til að skoða uppskrift.


Hollari grillsósa

Hin fullkomna sumargrillsósa. Þessi uppskrift er ofur einföld, bragðgóð og fljótleg sem þú getur gert hvar sem er, í náttúrunni eða heima í eldhúsinu áður en þú leggur af stað í ferðalagið. Smelltu hér til að skoða uppskrift.

Orkustangir með appelsínusúkkulaði og pistasíuhnetum

Orkustangirnar eru með sannkallaðri orku-fæðu þær eru próteinríkar og fullkomlega sætar. Fullkomnar til að eiga í frystinum til að geta kippa einni orkustöng með sér í nesti eða fá sér eina með kaffinu seinnipartinn. Smelltu hér fyrir uppskrift.

Lesa einnig:
Chiagrautur með himneskum chai kókosrjóma
Vegan lasagna úr 5 hráefnum
Berjabúst fyrir breytingaskeiðið

Hátíðarleg karamelluostakaka

Þessi ostakaka er syndsamlega góð, saðsöm og hægt að njóta hennar með hreinni samvisku enda er hún án glútens, mjólkur- og hvítan sykurs. Smelltu hér fyrir uppskrift að þessari dásamlegu ostaköku sem þú einfaldlega verður að prófa.

-.

Bleikur þeytingur fyrir bleikan október

Í tilefni af bleikum Október deildi ég með ykkur bleikum drottningarlegum þeytingi með fæðutegundum sem styðja við heilsu kvenna og eru talin vera fyrirbyggjandi gegn krabbameini. Hann er einnig stútfullur af andoxunarefnum og færir þér ferskleikann beint í æð og ekki má gleyma að hann er dásamlegur á bragðið. Smelltu hér fyrir uppskrift.

Pumpkin spice latte

Á haustin eða köldum vor degi er Pumpkin spice latte alveg ómissandi. Ég útbjó holla útfærslu af þessum hátíðardrykk og útkoman er alveg himnesk. Smelltu hér fyrir uppskrift af þessu dásamlega holla Pumpkin spice latte.


Nú langar mig að heyra frá þér, ef þú hefur prófað eitthvað af þessum uppskriftum, hver er þín uppáhalds? 

Láttu vita í spjallinu hér að neðan!

Mundu síðan að tagga Lifðu til fulls á instagram í story hjá þér eða þegar þú póstar með #lifdutilfulls. Við elskum að sjá ykkar útgáfur af matnum.

Áttu vinkonu sem gæti gagnast af þessari færslu? Deildu þessu bloggi endilega yfir til þess að við getum náð til fleiri og haldið áfram að deila uppskriftum til ykkar.

Heilsa og hamingja

Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?

Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.

Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *