Holl grillsósa
Allt um Chia fræ
30th May 2023
8 hollar grill uppskriftir
17th July 2023
Allt um Chia fræ
30th May 2023
8 hollar grill uppskriftir
17th July 2023
Show all
Deildu á facebook
Facebook

Holl grillsósa

Hér kemur hin fullkomna sumar grillsósa. Nú þegar margir eru að ferðast um landið hvort sem það er í útilegu eða í sumarbústað datt mér í hug að deila með ykkur hvernig hægt er að skipta út hinni týpísku grillsósu fyrir hollari kost enda þykir mörgum ómissandi að hafa sósu með grillmatnum. 

Þessi uppskrift er ofur einföld, bragðgóð og fljótleg sem þú getur gert hvar sem er, í náttúrunni eða heima í eldhúsinu áður en þú leggur af stað í ferðalagið.

Margir eru mjög hrifnir af hvítlauksgrillsósu, þessi grillsósa er með hvítlauk og dill sem er fullkomin blanda. Að nota ferskan dill mun taka sósuna uppá annað stig, en þurkkað dill er mjög gott líka ef það er ekki við hendi. 

Fyrir þá sem eru ekki hrifin af dill er hægt að sleppa því alfarið eða setja dass af svörtum pipar útá fyrir hvítlauks og piparsósu, sem er ekki verra.

Sósan er góð með öllum grillmat, hvort sem það sé grænmeti, kartöflur, fiskur eða hreint íslenskt kjöt. Sósan er jafnframt án mjólkurafurða sem hentar þeim sem eru með mjólkuróþol eða vegan.

Lesa einnig:
Ferksir sumarkokteilar
Fyllt sæt kartafla með hvítlaukssóu
Vegan burger með “kokteilsósu” og sætkartöflufrönskum

Hollari Grillsósa

Uppskrift fyrir rúmlega 6.

½ dolla vegan mæjó t.d frá hellmanns  (miðað við hálfa 270 gr dollu eða rúmlega ½ bolli)

½ dolla vegan sýrður rjómi t.d frá oatly (miðað við hálfa 200 gr dollu eða 6 vænar msk)

1-2 hvítlauksgeirar 

1 msk sítrónusafi 

1 tsk hvítlaukssalt 

1 msk dill, ferskt eða þurrkað

1. Hrærið saman vegan mæjó og vegan sýrðan rjóma. Sniðugt að hræra bara beint í krukkuna..

2. Pressið hvítlauk útí eða skerið mjög smátt og bætið útí blönduna.

3. Kreistið sítrónu útí eða notið sítrónusafa. Ef þú átt ekki sítrónu eða sítrónusafa er í lagi að nota vatn í staðinn til að þynna sósuna aðeins. Bætið við meira af sítrónusafa eða/og vatni eftir þörf.

4. Bætið útí hvítlaukssalti og dill eftir smekk. Ef þú villt extra mikið dill bragð má nota ferskt dill.  Hrærið vel og berið strax fram eða geymið í kæli til að viðhalda ferskleika.

Athugasemdir:

Sósan hér er gerð með það í huga að deila með ykkur ofureinfaldri og fljótlegri sósu sem er í hollari kantinum og með hráefnum sem fást í öllum matvöruverslunum.  Hellmanns majóness inniheldur örlítið af hvítum syrki og því fyrir enn hreinni valkost er hægt að gera heimagert vegan mæjó eða kaupa tilbúið vegan majónessi sem er án sykurs eða agave.

Hollusta ætti alls ekki að vera tímafrek eða flókin og vona ég að þessi sósa gefi þér innblástur í hollt sósu sumar!

Láttu vita í spjallinu að neðan hvernig smakkast, við elskum að heyra frá ykkur.

Taggðu Lifðu til fulls á Instagram í ferðalagi þínu ef þú prófar annaðhvort í story eða notið #lifdutilfulls þegar þið póstið.

Ekki gleyma svo að senda þessa uppskrift á vinkonu/vin sem elskar góða grillsósu. Það hjálpar okkur að ná til fleiri og halda áfram að senda girnilegar uppskrifitir.

Heilsa og hamingja

Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?

Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.

Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *