Lifðu til Fulls uppskriftabókin

Yfir 100 ómótstæðilegar og einfaldar uppskriftir fyrir orku og ljóma

Tryggðu þér eintak hér í vefverslun eða frá verslunum Eymundsson, Mál og Menningu, Nettó, Hagkaup og fleiri stöðum.

Að breyta mataræðinu er án efa það besta sem ég hef gert fyrir mína heilsu. Aukakíló og verkir hurfu og líkaminn fylltist orku og vellíðan á hverjum degi og þegar ég komst að því hvað hollustan gat verið bragðgóð var ekki aftur snúið.

Uppskriftirnar henta annríku líferni og er bókinni ætlað að einfalda þér leiðina að bættum lífsstíl og færa þér ljóma og hamingju með hverjum bita. Mataræðið hentar allri fjölskyldunni og er hreint og plöntumiðað ásamt sérkafla með kjötréttum. Bókin er sykur og glúteinlaus og hentar vel þeim sem eru vegan. bókinni finnur þú m.a. dásamlega morgunverði, millimál, hollar útfærslur af vinsælum skyndibitum, Mexíkóréttum og sektarlausum sætindum ásamt ýmsum fróðleik, eins og hvernig skipta má út sykri og hvað ætti að eiga í búrskápinn..

"Júlíu hefur tekist að sameina einfaldar og næringarríkar uppskriftir af girnilegum mat. Hlakkaðu til að fletta bókinni og elda uppúr henni eða fá innblástur þegar þú ert í stuði til að skapa" Solla Eiríks á Gló

"Maturinn hennar Júlíu fyllir mann orku, gleði og krafti. Uppskriftirnar eru einfaldar og fljótlegar sem gerir auðvelt að hefja breytan lífsstíl Ég elska þessa bók! " Yesmine Olssen, höfundur og sjónvarpskokkur

"Ein fallegasta bók sem ég hef séð! Uppskriftirnar eru allar svo girnilegar og spennandi" Ebba Guðný, höfundur og sjónvarpskokkur

"Bókin hennar Júlíu inniheldur fjölda fallegra og hollra uppskrifta sem geta stuðlað að bættri heilsu.." Ragnar Freyr Ingvarsson, Læknirinn í eldhúsinu

Uppskriftabókin mín er því miður uppseld þú getur skráð þig á biðlista hér að neðan og verið með þeim fyrstu að fá tilkynningu ef bókin fer í endurprent.

1 bók á aðeins 3.990 kr (fullt verð 5.990 kr)

 

Sendingarkostnaður bætist við á næstu síðu

3 bækur á aðeins 9.990 kr (fullt verð 17.970 kr)

 

Sendingarkostnaður bætist við á næstu síðu


Uppskriftabókin inniheldur yfir 100 uppskriftir sem gefa orku og ljóma.  Ef þig langar til að líða vel í eigin skinni þá mæli ég hiklaust með að þú fylgir uppskriftunum í þessari bók. Ég hef gert það síðustu 10 mánuði og líðanin er svo miklu betri. Liðverkirnir eru horfnir og aukakílóin farin, 7 kíló fóru á fyrstu tveimur mánuðunum og hafa haldist af síðan. Það er bara svo gaman að finna hvað matur skiptir líkamann miklu máli. Maturinn er fjölbreyttur og ég er aldrei svöng.

Katrín Björg


  Maturinn í þessari bók er hreint æðislegur. Eftir að hafa fylgt þessu mataræði í tæpar þrjár vikur leið mér alveg yndislega, ég sef betur, er hætt að svitna á nóttunni, bakverkurinn er nærri horfinn þannig að ég get hreyft mig miklu meira og svo náði ég af mér 18 kílóum. Ég er sátt og glöð með mitt nýja líf og sjálfa mig. Uppskriftirnar eru einfaldar og gaman að fara eftir þeim! Ef þú kaupir þér eina bók í ár láttu það vera þessa.

Marta Klein


  Ég var í algjörri sykurneyslu, alltaf orkulaus og þung á mér en með því að fylgja uppskriftum Júlíu er þessi löngun farin og ég elska matinn! Líkaminn verður orkumeiri og léttari með hverjum bita og það kom mér á óvart hvað er í raun auðvelt að tileinka sér þetta nýja mataræði. Bókin hjálpar mér að læra að sneiða framhjá sykri og hugsa vel um sjálfa mig

Viktoría Birgisdóttir


  Mataruppskriftir frá Júlíu hafa hjálpað mér við að að breyta matarvenjum mínum og hafa betri stjórn á blóðsykrinum. Ég hef lést, mér líður dásamlega og í raun hefur mér sjaldan liðið betur!

Ásta Björg Guðmundsdóttir


  Með uppskriftum frá Júlíu hef ég bætt lífsgæði mín mikið. Ég hef tapað 10 kílóum og grætt í staðinn mikla vellíðan og öðlast trú á sjálfa mig. Ég hef loksins náð að koma reglu á mataræðið mitt. Í dag nota ég nánast eingöngu þessar uppskriftir.

Lára Ólafsdóttir


  Ég er mikill matgæðingur og nammigrís. Aldrei hefði ég trúað því að ég myndi geta hætt að borða sælgæti en núna langar mig ekki einu sinni í það þótt það sé fyrir framan mig. Það er meira að segja hægt að búa til „nammi“ sem er mjög hollt. Allar girnilegu mataruppskriftirnar og nammið virka fyrir alla fjölskylduna. Auk þess hef ég lést um 10 kíló, bara með því að taka til í mataræði mínu. Bókin hefur eitthvað fyrir alla.

Vala Ólöf Jónasdóttir