Hæ og velkomin á vefsíðu Lifðu til Fulls

Ef þú vilt öðlast lífsstíl sem gefur þér meiri orku, algjöra vellíðan og sátt í eigin skinni, þá ertu á réttum stað!

Ég hjálpa þér að fyllast orku, komast í þitt besta form og líða betur í eigin líkama en nokkru sinni fyrr, með fljótlegum og ómótstæðilegum mat og lífsstíl sem hentar þér. Allt án þess að svelta líkamann, fara í megrun eða sitja eftir með einhæfa fæðu.

Mín saga

Á yngri árum þurfti ég aldrei að hafa áhyggjur af þyngdinni en var hins vegar alltaf fyrst til að ná mér í flensur. Ég greindist einnig ung með iðraólgu (IBS) sem lýsti sér í meltingaróþægindum og sífelldri magakveisu. Þetta voru kvillar sem ég hafði lært að lifa með og taldi mig þurfa að búa við það sem eftir væri.

Um tvítugsaldurinn fór ég að þyngjast, en það var alveg nýtt fyrir mér. Ég var ekki sátt við aukakílóin og vissi ekki hvert ég ætti að snúa mér. Ég hafði alla tíð stundað einhverja líkamsrækt en tók hana af mun meiri alvöru en áður og fikraði mig áfram í ýmsum kúrum. Þetta voru yfirleitt gríðarlega ströng prógrömm sem skildu ekki eftir mikið svigrúm til þess að njóta mataræðisins.

Ég entist samt í þessu í stuttan tíma fyrir brúðkaupið mitt og náði að gifta mig með „six-pack“ í kjól sem þurfti að þrengja tvisvar sinnum áður en stóri dagurinn rann upp. Fljótlega eftir það rann upp fyrir mér að þetta líferni var alls ekki að henta mér og ég hreinlega gafst upp á því. Það var alls ekki spennandi að vera stöðulega að neita mér um mat sem mér þótti góður og að vera með mataræðið og kílóin stöðugt á heilanum og á sama tíma að vera glíma við gífurlega sykurlöngun.

Það var svo sumarið 2010 sem ég vaknaði til lífsins, ef svo má segja, og gerði mér grein fyrir því að fleiri kvillar en ég hafði tölu á voru farnir að hrjá mig. Ég var komin með liðverki og fótaverki, sem orsakaði að ég þurfti að minnka bæði hlaup og skokk. Líkaminn var farinn að kalla á mikinn svefn, eða allt að 9-12 tíma á sólarhring. Ég greindist með PCOS (fjölblöðrueggjastokkaheilkenni). Í mínu tilfelli fylgdu óreglulegar blæðingar, hárlos og svitaköst á nóttunni. Ofan á allt þetta kom í ljós að ég var með latan skjaldkirtil sem hafði m.a. hægari brennslu og enn meira orkuleysi í för með sér.

Þetta var algjört sjokk og ég sá fram á að ef ég gerði ekki eitthvað róttækt í mínum málum myndi ástandið einungis fara versnandi. Ég áttaði mig á að ég ein væri ábyrg fyrir heilsu minni og líðan og vissi að þetta var alls ekki lífið sem ég vildi lifa.

Næstu vikurnar á eftir rannsakaði ég allt sem ég komst yfir um heilsu og heilnæman lífsstíl og varð algjörlega heltekin! Ég skráði mig í skóla sem heitir IIN (Institute of Integrative Nutrition) og uppgötvaði fljótt að þetta væri ástríða mín! Sjá grein hér þar sem ég skrifaði um námið fyrir áhugasama. (Ef þú hefur áhuga á náminu getur þú alltaf sent mér línu með spurningar eða upplýsingar um afslátt sem ég fæ)

Þegar ég var komin áleiðis í menntun minni sannfærðist ég um að áhrifaríkasta leiðin til að ná bata væri með hreinsandi og plönturíku mataræði. Ég uppgötvaði að líkami minn var í raun fullur af eiturefnum sem voru að öllum líkindum að orsaka orkuleysi, vanlíðan og ýmsa heilsukvilla ásamt aukakílóum. Ég ákvað því að einbeita mér að hinum nýja lífsstíl og eftir það varð ekki aftur snúið.

Ég ætlaði varla að trúa umbreytingunni sem varð eftir að ég breytti um lífsstíl. Líkaminn varð allur frískari og ég hafði aldrei fundið fyrir eins mikilli orku! Verkir í liðum og fótum hurfu ásamt iðraólgunni (IBS) sem ég hafði greinst með sem barn. Auk þess léttist ég og komst í sátt við líkama minn og þyngd án þess að hafa fyrir því.

Ég upplifði einnig nokkuð sem var alveg nýtt fyrir mér; löngun mín í sykur og óhollustu var horfin og ég fór ósjálfrátt að sækja í þessa nýju fæðu, og það var vægast sagt dásamleg tilfinning. Eftir örfáar vikur var ég laus við alla fyrri kvilla. Svitaköst á nóttunni heyrðu sögunni til, ég gat hreyft mig án þess að finna til og tók hlaupaskóna fram á ný. Ég var hætt að verða fyrst til að fá flensur. Húðin ljómaði og mér hafði hreinlega aldrei liðið eins vel eða litið jafn vel út!

Ég sá með eigin augum hvað mikill kraftur var fólgin í mataræðinu og smá saman fór ég að elska matinn minn og líkama minn.

Árið 2012 ákvað ég að nýta allt sem ég hafði lært til að hjálpa öðrum að breyta lífsstíl sínum og stofnaði Lifðu Til Fulls heilsumarkþjálfun (www.lifdutilfulls.is). Hver yndislegi einstaklingurinn á fætur öðrum upplifði árangur og sagði frá því hvernig nýi lífsstíllinn hefði breytt lífi sínu til hins betra. Orkan jókst, verkir minnkuðu eða hurfu, svefninn var betri og vellíðan jókst í alla staði. Það sem kom þó flestum á óvart var hversu góður og einfaldur maturinn var og að allir á heimilinu, jafnvel hinir matvöndu, gátu borðað hann með bestu lyst. Loksins var auðvelt að segja skilið við sykurpúkann, upplifa seddu og njóta matarins án þess að fá samviskubit. Auk þess fóru aukakílóin, sem margir höfðu átt í ströggli með, að fjúka án fyrirhafnar og líkaminn komst í betra jafnvægi.

Í framhaldinu lærði ég svo líka markþjálfun enda þykir mér hugarfarið skipta öllu þegar kemur að því að breyta einhverju til langs tíma og kveðja óheilbrigt samband sem við getum átt við mataræði og líkamann. Hugarfarið er ómissandi hluti af lífsstílsþjálfun Nýtt Líf Ný Þú sem er haldin einu sinni til tvisvar á ári.

Þar sem ég nýt þess að vera stöðulega að læra eitthvað nýtt og fæ ekki nóg af öllu sem við kemur heilsusamlegu líferni þá fór ég síðan nýlega út til Kaliforníu í hráfæðisskóla til að læra hráfæðiskokkinn. Ég hreinlega elska að vera í eldhúsinu að prófa mig áfram í matargerðinni og að skapa nýjar uppskriftir.

Fyrir nokkrum árum byrjaði ég að halda ókeypis 14 daga sykurlausar áskoranir sem yfir 20.000 manns hafa tekið þátt í hverju sinni og er ég alltaf svo þakklát þegar ég heyri sögur fólks um hvernig það hjálpað fólki í átt að betra líferni.

Ég vona að heimasíðan leiði eitthvað gott af sér til þín, hér eru nokkrar leiðir sem þú getur farið til að byrja skoða.

Taktu fyrstu skrefin að lífi þínu til fulls

1.  Sóttu ókeypis uppáhalds sætinda uppskriftir mínar og byrjaðu að njóta sætinda setkarlaust og án sykurs með því að smella hér.

2. Komdu brennslunni af stað og auktu orkuna með 5 daga matarhreinsun. Fáðu fullbúinn matseðil fyrir einn dag í hreinsun ásamt stuttu hreinsunarprófi hér ókeypis.

3. Skapaðu lífsstíl með Nýtt líf Ný þú 4 mánaða þjálfun og taktu 5 sannprófuð skref að varanlegu þyngdartapi, orku og vellíðan með stuðning sem kemur þér alla leið. Vertu fyrst/ur til að vita þegar næsta þjálfun hefst með því að skrá þig hér.

Uppskriftabók Lifðu til fulls

Eitt það skemmtilegasta sem ég geri er að búa til uppskriftir sem eru ekki bara heilsusamlegar heldur einnig það bragðgóðar og girnilegar að fólk hugsar með sér „getur þetta í alvörunni verið hollt?!””

Uppskriftabókin mín “Lifðu til fulls; yfir 100 ómóstæðilegar og einfaldar uppskriftir fyrir orku og ljóma” er komin í bókabúðir. Ég hef verið rúm 4 ár að safna efni í bókina og prófaði allar uppskriftirnar á fólki sem borðar bæði sykur og „venjulegan” mat reglulega. Allar uppskriftir eru plöntumiðaðar, lausar við sykur, glútein og mjólkurvörur og henta þeim sem eru vegan, en einnig er sérkafli með kjöt- og fiskréttum. Sjá meira um bókina hér.

Þegar ég opna fyrir þjálfun, þróa nýjar uppskriftir eða uppgötva einfaldlega eitthvað sem ég tel þig þurfa að vita af, þá fá fréttabréfa áskrifendur mínir fréttirnar allra fyrstir.

Ég er gift besta vini mínum til rúmra 8 ára og ástin vex dag frá degi, ég er skipulagsfrík, elska ferðalög og að vera úti í náttúrunni, syng gjarnan í eldhúsinu og á alltaf til nokkrar tegundir af dökku lífrænu súkkulaði. (sykurlaust að sjálfsögðu!)

Ég skrifa vikulegu fréttabréfin eða greinar til fréttamiðla oftast yfir grænum drykk á meðan aðra daga nýt ég þess að breyta eldhúsinu heima í stúdíó fyrir myndatöku eða myndbandagerð sem við birtum víða.

Ég elska grænkál og borða það nánast daglega. Ég nýt þess að sökkva mér ofan í nördalegar staðreyndir um fæðutegundir sem hagnast líkamanum og hvernig hægt er að viðhalda ungleika og hamingju.

Hér er ég með David Wolfe, einum af kennurum mínum og Sollu hráfæðissnillingi okkar Íslendinga.

Heilsumarkþjálfunarnám mitt Ég fæ gjarnan fyrirspurnir um námið mitt og finnst aldrei leiðinlegt að finna áhugann fyrir því enda var heilsumarkþjálfun hjá IIN upphafið að því starfi sem ég sinni í dag. Hér má sjá grein þar sem ég skrifaðu betur um námið og sækja ókeypis rafbók og sýnikennslu frá skólanum. Sem fulltrúi skólans get ég gefið afslátt á námsgjöldum svo ekki hika við að hafa samband eða nálgast frekari upplýsingar.

Bio-Júlíu Júlía Magnúsdóttir er heilsumarkþjálfi, næringar- og lífsstílsráðgjafi, hráfæðiskokkur, markþjálfi og stofnandi og eigandi Lifðu til Fulls heilsumarkþjálfunnar. Júlía hefur bakgrunn í viðskiptum og hagfræði og er útskrifuð sem heilsumarkþjálfi og jafnframt næringar- og lífsstílsráðgjafi frá Institute of Integrative Nutrition með vottorðum frá American Associate of Drugless Practitioners. Ásamt því er Júlía markþjálfi frá TCM (Transformation Coach Certification). Hún sótti nám í hráfæðiskokkinum hjá Mattew Kenney Culinary.

Júlía er einnig útskrifuð úr Digestive Intensive frá Holistic Nutrition Lab þar sem áhersla er lögð á heildræna lækningu meltingarkerfisins. Samhliða menntun sinni hefur hún sótt ýmis námskeið og lesið sér til af fremstu læknum og næringarfræðingum og má þar nefna m.a. David Wolfe, Dr. Joseph Mercola, Kimberly Snyder, Matthew Kenney o.m.fl. Júlía, ásamt þeim sem hún vinnur með, er dæmigert tilfelli um hvernig hægt er að gera heilbrigði að áægjulegum lífsstíl og að fyllast orku og sjálfsöryggi ásamt því að viðhalda æskuljómanum..