Laus störf

Aðstoðarmanneskja með áherslu á samfélagsmiðla og tækniuppsetningar

Starfshlutfall 80-100%

Aðstoðarmanneskja

Við erum að leita af aðstoðarmanneskju til að hjálpa okkur með samfélagsmiðla og tækni- uppsetningar.

Viðkomandi myndi hafa umsjón með tölvupóst-herferðum og hugbúnaðarlausnum eins og :

 • Infusionsoft (keap)
 • Wordpress
 • Leadpages
 • Facebook ads
 • Instagram
 • Excel og Word (eða Pages og Keynote ef notað er Apple),
 • Canva

Þú þarf ekki að kunna á allan þennan hugbúnað, við munum þjálfa og kenna á hann.

Við erum að leita af manneskju sem er nákvæm, óhrædd við að læra á ný forrit, hugsar í lausnum og á auðvelt með að vinna sjálfstætt.

Góð íslensku- og enskukunnátta í rituðu og skrifuðu máli er skylda og kostur ef viðkomandi eigi gott með að setja saman stutta og grípandi texta fyrri samfélagsmiðla.

Við erum að leita af manneskju sem er nákvæm, óhrædd við að læra á ný forrit, hugsar í lausnum og á auðvelt með að vinna sjálfstætt.

Góð íslensku- og ensku kunnátta í rituðu og skrifuðu máli er skylda og kostur ef viðkomandi eigi gott með að setja saman stutta og grípandi texta fyrri samfélagsmiðla.

Aðrar ástæður fyrir því að þú sért rétt í starfið eru ef þú ert jákvæð og vilt vinna heiman frá þér.

Umsækjendur þurfa að eiga tölvu og síma og fer vinna og þjálfun fram í þeim forritum sem notuð eru innan Lifðu til Fulls. Umsækjendur eru beðnir að fylla út umsóknina sem fylgir hér að neðan og senda inn ferilskrá sem allra fyrst. Þjálfun á starfið hefst ef allt gengur að óskum í janúar.

Hvað munt þú gera í starfinu?

 • Umsjón með Wordpress heimasíðu, uppsetning á bloggum og breytingum á síðunni í samvinnu við framenda-forritara.
 • Hanna og setja upp lendingarsíður, skráningarform og vinna létta myndvinnslu
 • Tryggja að heimasíða og lendingarsíður séu að ná hámarks árangri.
 • Prófarkalesa íslenska texta
 • Léttar þýðingar frá íslensku í ensku, og öfugt.
 • Utan umhald og uppsetning á net fyrirlestrum og tækniumhverfi þeirra
 • Umsjón með Facebook auglýsinga og kostnaðaráæltana
 • Utan umhald á efni fyrir Facebook Like síðu og Instagram
 • Prófa og fullreyna allt áður en það er sett á vefsíðuna eða sent út í netpósti

Þú ert EKKI kjörin ef þú:

 • Býrð erlendis
 • Ert í námi
 • Leitar eftir hefðbundu starfi á skrifstofu
 • Getur ekki unnið á kvöld eða helgar

Þú ert kjörin ef þú ert:

 • Áræðanleg og ábyrgðarfull
 • Sýnir frumkvæði
 • Skýr í samskiptum
 • Markmiðadrifin
 • Vinaleg
 • Með gott auga fyrir smáatriðum og gæðum
 • Höndlar streitu og þéttar tímaáætlanir vel
 • Þarfnast ekki handleiðslu
 • Elskar að læra
 • Getur hrint nýjum hugmyndum fljótt í framkvæmd
 • Ekki bundin við 9 til 5 vinnutíma-viðhorf og ert tilbúin að klára hluti þegar þarf
 • Með góða tölvu- og tæknikunnáttu og hæfni til að læra fljótt á ný forrit
 • Auga fyrir réttri stafsetninga- eða málfræði

Starfið er að meðaltali 8 klst á dag milli 9 og 17 alla virka daga eða 80-100% stöðu heimanfrá.

Umsækjendur þurfa að eiga tölvu og síma og fer vinna og þjálfun fram í þeim forritum sem notuð eru innan Lifðu til Fulls. Umsækjendur eru beðnir að fylla út umsóknina sem fylgir hér að neðan og senda inn ferilskrá sem allra fyrst. Þjálfun á starfið hefst ef allt gengur að óskum í janúar.