Af hverju ég varð heilsumarkþjálfi
Grænir drykkir
Hvernig skal geyma græna drykki til seinni tíma
30th September 2014
hollráð að heilsu
Vertu sykurlaus í október með okkur!
14th October 2014
Grænir drykkir
Hvernig skal geyma græna drykki til seinni tíma
30th September 2014
hollráð að heilsu
Vertu sykurlaus í október með okkur!
14th October 2014
Show all
Deildu á facebook
Facebook

Af hverju ég varð heilsumarkþjálfi

heilsumarkþjálfi

Ég skrifa til þín í dag ef þú hefur áhuga á heilsu og vellíðan og vilt læra meira um heildræna næringu, eða þekkir einhvern sem gæti haft haft áhuga á slíku.

Ferðalag mitt að því starfi sem ég nýt þess að stunda í dag byrjaði allt með brennandi ástríðu fyrir heilsu, skilningi á eigin líkama og náttúrulegri lausn á eigin heilsukvillum.

IIN heilsumarkþjálfunarnámið hafði frábær áhrif á líf mitt og mér finnst það vera mín skylda að deila því með þér. Fleiri heilsumarkþjálfar og fólk meðvitað um eigin heilsu gerir heiminn einfaldlega að betri stað, þannig að í dag vil ég deila með þér minni sögu og segja þér aðeins frá skólanum. 

 

Saga mín að heilsumarkþjálfun…

Frá því að ég var ung stelpa þjáðist ég af IBS (iðrabólgu) sem lýsti sér sem meltingaróþægindi og reglulegir magakrampar. Seinna meir greindist ég með alls konar fæðuóþol og hormóna ójafnvægi sem orsakaði óþægindi eins og liðverki, húðþurrk, líflaust hár og þyngdarstöðnun. Ég vissi ekkert hvað ég gæti gert til þess að losna undan þessum óþægindum.

Svo ég byrjaði að vinna svolítið í sjálfri mér og ég áttaði mig fljótt á því að mataræðið, umhverfið, líðan og allir þættir í mínu lífi höfðu áhrif á heilsu mína.

Þrátt fyrir að vera komin áleiðis með þessa vinnu var ég langt frá því að vera komin á þann stað sem ég hafði óskað mér. Mig þyrsti í að læra meira um heilsu og næringu og á þessum tíma tók ég eftir því hvað það var mér eðlislægt að segja öðrum frá heilsu og hvað þau gætu gert fyrir heilsuna. 

Ég tók því af skarið með ólýsanlegum áhuga fyrir heilsufræðum og setti mér það markmið að prófa allt sem ég lærði á sjálfri mér svo ég gæti staðið örugg þegar ég hjálpaði öðrum því ég virkilega trúi að;

“þekking án reynslu sé enskis nýt”

 media

 

Um skólann, The Institute for Integrative Nutrition® 

Markmið IIN er að bæta heilsu og hamingju með því að hafa áhrif á allan heiminn. Hvort sem þú hefur áhuga á að læra um heilsu og næringu fyrir sjálfan þig eða til þess að hefja nýjan starfsframa, eða jafnvel breyta heiminum. Þá mun IIN hjálpa þér við að breyta lífi þínu og ná þínum markmiðum. 

Integrative Nutrition er eini næringarskólinn sem tengir saman allar hinar mismunandi kenningar um mataræði og veitir alhliða kennslu í þjálfunaraðferðum og rekstri. Skólinn fer yfir 150 mismunandi matarkúra og blandar saman tækni og tólum til að undirbúa þig fyrir ráðgjöf og viðskiptarekstur. Þeirra einstaka heimspeki að heildrænni nálgun hvetur nemendur til þess að skoða samböndin, starfsframann, hreyfinguna og andlegu næringuna hjá sér til þess að byggja upp góða heilsu. Námið er í dag kennt sem fjarnám og tekur eitt ár.

Menntun mín hefur veitt mér mikla þekkingu á heildrænni næringu, heilsumarkþjálfun/heilsuþjálfun og mikilvægi forvarna. Þessa þekkingu og reynslu nýti ég mér þegar ég hjápa öðrum að breyttum matarvenjum og lífsstílsbreytingu til langframa.

 

Veldu INTEGRATIVE NUTRITION og lærðu af næringarsérfræðingunum. 

Þú munt læra af þeim bestu í heiminum og öðlast djúpan skilning á mismunandi sviðum innan heilsufræða. Kennararnir eru leiðandi á sínu sviði sem læknar, PhDs, vísindamenn og einstaklingar sem standa framarlega á sínum vettvangi. 

Þeir eru meðal helstu sérfræðinga á sviði heilsu og vellíðunar, þar á meðal eru Dr. Andrew Weil, Geneen Roth, Dr. David Katz, Dr. John Douillard, Dr. Mark Hyman og David Wolfe auk margra fleiri.

 

Fyrir hverja er námið

Ef þú finnur fyrir löngun í breytingu í starfi eða viðbót við núverandi starf gæti þetta verið eitthvað fyrir þig. Kona sem ég þekki byrjaði í náminu til gamans, en hún starfaði sem kírópraktor og vildi bæta þessu við hjá sér. 

Ég, ásamt teymi af þremur sem deila sömu ástríðu, njótum þess að hjálpa konum og körlum að meiri orku, léttari líkama og að fá þá lífsstílsbreytingu sem þau geta notið til fulls í sínum líkama. 

Möguleikarnir eru margir og ekki endilega þeir sömu fyrir okkur öll, sköpunargáfa þín fær hér ráðið.

 

Viltu vita meira?

IIN námið hefst 20. október og þar næst í janúar.  Ég byrjaði mitt nám í október og fannst það góður tími til að byrja. Ég á huggulegar minningar af því að sitja inni í kalda veðrinu með kennsluefni fyrir framan mig.

Þú getur kynnt þér nánar hvað felst í menntun minni með því að skoða þetta vefskeið frá hinum virtu sérfræðingum Integrative Nutrition í næringar- og heilsuráðgjöf.

Hér má sækja kennsluáæltun skólans.

Hér má sækja IIN bókina ókeypis  ( andvirði 1800 kr )

 

Sendu mér endilega póst á  studningur@lifdutilfulls.is  fyrir afslátt af skólagjöldunum sem ég get boðið þér ef þú hefur áhuga á að byrja. 🙂

 

Ert þú sú sem vínkonur leita til fyrir hollráð um heilsuna? ert þú að leita eftir nýjum eða breyttum starfsframa eða færðu innblástur af sögunni minni og langar að læra meira? Segðu okkur frá í spjallborðinu eða sendu okkur línu á  studningur@lifdutilfulls.is

 

Eigðu heilbrigða viku

Heilsa og hamingja

Júlía heilsumarkþjálfi

Heilsa og hamingja

Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?

Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.

Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *