Hvernig skal geyma græna drykki til seinni tíma
Grænn drykkur
Skref fyrir skref að góðum grænum drykk!
23rd September 2014
heilsumarkþjálfi
Af hverju ég varð heilsumarkþjálfi
7th October 2014
Grænn drykkur
Skref fyrir skref að góðum grænum drykk!
23rd September 2014
heilsumarkþjálfi
Af hverju ég varð heilsumarkþjálfi
7th October 2014
Show all
Deildu á facebook
Facebook

Hvernig skal geyma græna drykki til seinni tíma

Grænir drykkir

Ótrúlega oft er ég spurð að því hvort hægt sé að geyma drykki til seinni tíma.

Öll eigum við annríkt og þegar eitthvað er bara tilbúið í ísskápnum sem auðvelt er að grípa í tryggjum við að við veljum frekar hollari fæðukostinn en óhollari.

Eitt af því sem ég hjálpa konum að gera í þjálfun er að gera heilbrigði að lífsstíl og fyrst og fremst gera hann sem auðveldastan og aðgengilegan.

Svo í dag langar mig að deila með þér hvernig þú getur geymt græna drykkinn þinn.

Mér finnst alltaf best þegar ég fæ mér ferskan boozt en stundum hef ég bara ekki tíma! Því það er mun betra fyrir þig að fá þér grænan drykk eða safa sem þú hefur geymt í ísskápnum yfir nóttina heldur en að grípa þér cherrios skál eða beyglu í flýti um morguninn.

Venjulega geymast boozt drykkir lengur en safar. Þumalputtareglan er sú að safi úr safavél geymist í 12 tíma með aðferðinni hér að neðan, á meðan boozt drykkur úr blandara geymist í 24 tíma. Notaðu síðan bara augun og nefið – ef það lyktar illa eða er farið að taka á sig dökk brúnan lit, ekki drekka hann.

 

Screenshot 2014-09-28 13.02.39

 

 

Hvernig geyma skal drykki (eða safa) þar til síðar:

1. Útbúðu tvöfaldan skammt eða meira svo þú hafir alltaf hollan og fljótlegan valkost sem bíður eftir þér í ísskápnum. Þú færð þér einn núna og hinn seinna.

2. Geymdu drykkinn í íláti úr gleri með loftþéttu loki. Fylltu drykkinn alveg upp að topp í ílátinu til þess að koma í veg fyrir að loft verði á milli loks og innihalds. Loftið oxar næringarefnin í drykknum þínum (oxun dregur úr næringarefnunum í drykknum, sem gerir það að verkum að hann verður ekki eins næringaríkur).

3. Lokaðu ílátinu vel og vandlega og geymdu í ísskápnum.

4. Frystu boozt drykkinn þinn. Eitthvað sem hægt er að gera er að fyrsta drykkinn og taka hann þá út kvöldið áður en þú neytir hans. Bónus: Bættu við sítrónusafa í drykkinn þinn eða safa. Auka C-vítamínið mun hjálpa til við að fyrirbyggja oxun og sítrónusafinn getur virkað sem náttúrulegt varðveisluefni svo safinn geymist ferskari lengur.

5. Bónus skref: frystu græna drykkinn fyrir seinna í vikunni 😉 þá er auðvelt að taka hann út úr ísskápnum og neyta daginn eftir.

 

Grænir drykkir eru frískandi, orkugefandi og saðsamir og geta hjálpað til að slökkva á sykurþörfinni.

Þessi græni drykkur frá okkur er meiriháttar, prófaðu að gera hann og útbúðu síðan fyrir seinni tíma — þú mun ekki sjá eftir því

 

En nú langar mig að heyra frá þér.

Hvað af þessum hollráðum ætlar þú að prófa næst þegar þú gerir grænan og góðan drykk? Og hvað af þeim ert þú kannski nú þegar að gera í dag?

Umræðan gerist í spjallinu hér að neðan, skildu eftir skilaboð að neðan

Ég er þá farin að gera mér einn góðan og grænan

 

Heilsa og hamingja

Júlía heilsumarkþjálfi

 

Þekkirðu vínkonu sem á annríkt og drekkur græna drykki? segðu henni frá þessum hollráðum með því að deila á facebook.

Heilsa og hamingja

Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?

Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.

Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!

4 Comments

  1. Helen Gunnarsd. says:

    Sæl ég er á maillistanum þínum en kannast samt ekki við að hafa fengið rafbókina hjá þér . Værir þú til í að senda mér græjuna 🙂
    Með kveðju.
    hellagunn@internet.is

  2. Borgný Gunnarsdóttr says:

    Ég reyni að gera mér grænan drykk á hverjum morgni. Til að flýta fyrir hef ég tekið allt til kvöldið áður. Ég legg fræin sem ég ætla að nota í bleyti, annað hvort í vatn, kókosvatn eða annað í krukku sem ég loka og set í ísskápinn. Allt annað sem á að fara í drykkinn skér ég gróft og set í plastpoka og set hann á undirskál/disk og inn í ísskáp. Þá er svo fljótlegt og auðvelt að losa úr poka og hella úr krukku og blanda. Fyrst var ég að setja allt í box, en pokinn er auðveldari, þar fer ekkert út úr.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *