8 hollar grill uppskriftir
Holl grillsósa
11th July 2023
6 uppskriftir sem losa um bólgur og bjúg
28th August 2023
Holl grillsósa
11th July 2023
6 uppskriftir sem losa um bólgur og bjúg
28th August 2023
Show all
Deildu á facebook
Facebook

8 hollar grill uppskriftir

Ég tók saman saman 8 hollar grill uppskriftir sem við hjá Lifðu til fulls höfum deilt í gegnum árin. Uppskriftir sem fylla líkamann orku og ljóma og smakkast dásamlega.

Það ættu því allir að finna uppskrift við sitt hæfi og hver veit nema þú munir elska þær allar.

 8 hollar grill uppskriftir

Grillað grænmeti

Fljótleg grænmetis grillveisla sem bragðast æðislega ein og sér eða sem meðlæti borið fram með grillmat!
Smelltu hér fyrir uppskrift.

8 hollar grill uppskriftir

Grillaður þorskur

Einstaklega ljúffengur og fljótlegur réttur grillaður þorskur með granateplasalsa fullkomið á sólríkum degi! Smelltu hér fyrir uppskrift.

8 hollar grill uppskriftir

Vegan borgari, “kokteilsósa” og franskar

Þessi borgari er svolítið öðruvísi, brauðið er úr eggaldin sneiðum og kjötið úr sveppum. Útkoman kemur á óvart. Með því eru sætar-kartöflufranskar og “kokteilsósa” sem má hafa sem meðlæti með hvaða grillmat sem er. Smelltu hér til að leika við braðlaukana.

 grill uppskriftir

Sumarsalöt

Salöt eru svo sannerlega ómissandi á sumrin og fullkomið meðlæti með grillmatnum!
Smelltu hér fyrir þrjú af mínum uppáhalds salötum og dressingum.

8 hollar grill uppskriftir

Grillaður lax

Grillaður lax klikkar aldrei og er hann hér matreiddur með kartöflum og aspas. Lax er svo dásamlegur fyrir húð, heilastarfsemi og hormónajafnandi fæða. Smelltu hér fyrir uppskrift.

 hollar grill uppskriftir

Grillsósa

Verður ekki að vera góð sósa með matnum?! Hér er einföld og fljótleg köld grillsósa sem hentar með nær öllum grillmat. Smelltu hér fyrir hollari grillsósu með hvítlauk og dill!

8 hollar grill uppskriftir

Grill pizza

Það er mjög gaman að setja pizzu á grillið og ekki verra ef pizzan er næringarrík og fer vel í maga. Smelltu hér fyrir uppskrift. 

8 hollar grill uppskriftir

Grænmetis borgari

Það er svo þægilegt að setja borgara á grillið. Hér er uppskrift af vegan borgara sem er þægilegt er að gera fyrirfram og frysta til að grípa í! Smelltu hér fyrir uppskrift.

Lesa einnig:
3 sumarkokteilar
Heimagerðir íspinnar fyrir alla fjölskylduna
Afhverju sumarið er besti tíminn að taka heilsuna í gegn

Nú langar mig að heyra frá þér, ef þú hefur prófað eitthvað af þessum uppskriftum, hver er þín uppáhalds? 

Láttu vita í spjallinu hér að neðan!

Mundu síðan að tagga Lifðu til fulls á instagram í story hjá þér eða þegar þú póstar með #lifdutilfulls. Við elskum að sjá ykkar útgáfur af matnum.

Áttu vinkonu sem gæti gagnast af þessari færslu? Deildu þessu bloggi endilega yfir til þess að við getum náð til fleiri og haldið áfram að deila uppskriftum til ykkar.

Heilsa og hamingja

Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?

Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.

Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *