3 sumarsalöt og dressingar sem þú verður að prófa!
4th July 2017Truflaður vegan súkkulaðisjeik með fudge sósu
1st August 20173 sumarsalöt og dressingar sem þú verður að prófa!
4th July 2017Truflaður vegan súkkulaðisjeik með fudge sósu
1st August 2017–
Þegar sólin rís fer ég í algjört grillstuð. Mér þykir svo gaman að grilla mismunandi grænmeti og nota kryddjurtir til að fegra og bragðbæta.
–
–
Hér kemur einföld og afar fljótleg grænmetis-grillveisla sem þú verður að prófa í næstu grillveislu. Grænmetisrétturinn bragðast æðislega einn og sér eða sem meðlæti borið fram með hvaða grillmat sem er.
–
–
Grænmetis grillveisla
1 kúrbítur
1 eggaldin
2-3 gulrætur
1 rauð papríka
1 rauðlaukur
4-6 sveppir
1 msk olífuolía
1 tsk papríkukrydd
1 tsk hrár kókospálmanektar/hlynsíróp (val)
pipar og salt eftir smekk
–
Borið fram með:
Ferskri steinselju
Kasjúhnetudressingu úr Lifðu til fulls bókinni eða vegan fetaosti
–
1. Hitið grillið.
2. Skerið gulrætur í strimla og sjóðið í saltvatni í 2-3 mín eða þar til þær eru orðnar mjúkar.
3. Skerið á meðan kúrbít, eggaldin, papríku, sveppi, raðið á grillbakka og bætið svo gulrótum við.
4. Hrærið kryddum og olíu saman. Penslið grænmetið með olíublöndunni og setjið grillbakka á grillið.
5. Grillið í 15 mín eða þar til eldað í gegn. Snúið þó grænmetinu við eftir helming eldunartímans. Mér finnst gott að bera fram grænmetisveisluna með ferskri steinselju og kasjúhnetudressingu úr Lifðu til fulls bókinni. Gott eitt og sér eða með hvaða grillmat sem er.
–
Ég vona sannarlega að þú prófir grænmetisveisluna! Hún er tilvalin leið að fá litla sem stóra til þess að borða meira grænmeti í sumar.
Láttu vita í spjallinu að neðan hvernig smakkast.
Deildu svo endilega á Facebook.
Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?
Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.
Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!
1 Comment
Hæ hæ. Hef grillað mikið af grænmeti í sumar. Ég hins vegar set allt niður skorna grænmetið í stóra skál og set olíuna og kryddið yfir í skálinni. Blanda svo allt vel með hreinum höndum eða skeið og Hrólfi síðan á grillbakkann. Þetta er fljótlegra en penslunin.