Heimagerðir íspinnar fyrir alla fjölskylduna Kókosjógúrt
Pizza á grillið
Holl pizza á grillið
4th July 2022
vegan samlokur
Þrjár vegan samlokur fyrir ferðalagið
25th July 2022
Pizza á grillið
Holl pizza á grillið
4th July 2022
vegan samlokur
Þrjár vegan samlokur fyrir ferðalagið
25th July 2022
Show all
Deildu á facebook
Facebook

Heimagerðir íspinnar fyrir alla fjölskylduna

íspinnar
íspinnar

Þegar sólin lætur sjá sig á Íslandi getur verið æðislegt að grípa í íspinna, sérstaklega ef þeir henta börnum jafnt og fullorðnum!

Uppskriftin sem ég deili með þér í dag eru heimagerðir íspinnar sem hægt er að njóta á sólríkum dögum, annaðhvort sem hollt millimál eða sektarlausan eftirrétt eftir kvöldmat. Íspinnarnir fara sérlega vel í magann enda eru þeir ríkir af hollri fitu úr kókosmjólkinni, innihalda fá hráefni og öll beint úr náttúrunni. 

Hægt er að stilla sætleikann út frá döðlum, hunangi eða steviu eða sleppa því alfarið og njóta sætleikans frá berjum og bönunum. Einnig er hægt að leika sér með hráefnin og bæta við grænmeti í íspinnana t.d spínati, kúrbít eða blómkáli til að auka næringuna og breyta litnum á íspinnanum. Einnig er hægt að setja próteinduft í berjabústin, fyrir þá sem vilja

Lesa einnig:

Kókosjógúrt með jarðaberjum og banana
Himneskt chai búst með kókosmjólk og berjum 
Ferskur mangó lassi drykkur

íspinnar

Berja-íspinnar

3 bananar, afhýddir og frosnir

5 bollar af berjum c.a 500 gr (ég notaði bláber en einnig má nota jarðaber eða blönduð)

⅔-1 bolli kókosmjólk, full-feit úr dós eða fernu

1-2 Medjool döðlur (eða 2-4 msk hunang eða nokkrir dropar stevia)

Aðferð:

Best er að byrja á því að afhýða og frysta banana kvöldið áður.

1. Skellið hráefnum saman í blandara og hrærið. Það er líka æðislegt að borða þetta svona.

2. Hellið yfir í íspinnaform og frystið í a.m.k. 5 klst. Uppskriftin gefur c.a 6 íspinna en það fer þó eftir stærðinni á íspinnamótinu þínu.  Ég keypti mín form í House doctor fyrir mörgum árum en svona form má minna í mörgum af helstu heimilisvöruverslunum landsins.

Ég vona innilega að þú prófir því þetta er svo einfalt! 

Láttu vita í spjallinu hér að neðan ef þú prófar og hvernig smakkast! Endilega deilið líka á samfélagsmiðlum með því að smella hér.

Heilsa og hamingja,

Lifðu til fulls


 

Heilsa og hamingja

Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?

Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.

Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *