Þrjár vegan samlokur fyrir ferðalagið
íspinnar
Heimagerðir íspinnar fyrir alla fjölskylduna
11th July 2022
uppþembu
5 ráð við bjúg, uppþembu og meltingaróþægindum
1st August 2022
íspinnar
Heimagerðir íspinnar fyrir alla fjölskylduna
11th July 2022
uppþembu
5 ráð við bjúg, uppþembu og meltingaróþægindum
1st August 2022
Show all
Deildu á facebook
Facebook

Þrjár vegan samlokur fyrir ferðalagið

vegan samlokur

Það er svo skemmtilegt að kíkja út fyrir bæjarmörkin á sumrin. Hvort sem um er að ræða tjaldútilegu yfir heila helgi eða einungis stutta lautaferð þá er fátt skemmtilegra en að setjast í grasið í íslenskri náttúru, hlusta á fuglana syngja og snæða á góðu nesti. Þá er líka tilvalið að vera með nokkrar vegan samlokur í nesti til þess að koma í veg fyrir hungur og orkuleysi.

Góð leið til þess að geyma samlokur er að vefja henni í bökunarpappír en það kemur í veg fyrir að samlokan blotni við geymslu.

Hér fyrir neðan eru þrjár uppskriftir að samlokum fyrir ferðalagið, tvær fyrir fullorðna og ein fyrir börnin.

Lesa einnig:

Grænmetis- grillveisla í sumar!
Hugmyndir að morgunmat í útileguna
Kókosjógúrt með ananas, granóla og ferskri myntu

Samloka með kjúklingabaunasalati og spírum

Ég veit ekki til þess að nokkur önnur samloka hafi slegið eins vel í gegn og þessi enda er hún einföld, fljótleg, bragðmikil og saðsöm

Kjúklingabaunirnar og spírurnar innihalda gott plöntuprótein. Spírur eru sérlega næringarríkar, draga úr bólgum og efla meltingu og ónæmiskerfið.

Maðurinn minn ætlaði sko ekki að borða samloku með spírum! Ég fékk hann samt til að smakka á endanum og endaði hann með að klára alla samlokuna. Ekki dæma samsetninguna fyrr en þú smakkar. Hún er fullkomin að okkar mati.

Ef þú tekur þessa með þér í langan bíltúr er betra að hafa salatið klárt í íláti sem þú ferðast með og raðar svo á samlokuna þegar þú ert orðin svöng. Þá er safinn úr salatinu ekki að bleyta brauðið meira en þarf. Einnig er hægt að setja salatið á hrökkbrauð.

Kjúklingabaunasalat

1 dós kjúklingabaunir (400gr t.d frá Biona), vökvinn tekinn frá og skolaðar

1 sellerístöngull

3-5 gulrætur, rifnar

½ rauð eða græn paprika, smátt skorin

4-5 súrar gúrkur (t.d. frá Biona)

3-4 msk vegan majónes

1 tsk dijon sinnep eða sætt sinnep (t.d frá Biona)

3-4 msk sólblómafræ (t.d frá Sólgæti)

Lúka af fersku basil

Lúka af dill eða steinselju

Salt og pipar

Samlokan

1 súrdeigsbrauð

Vegan majónes eða geitaostur

Lífrænt epli, þunnt skorið

Rausnarleg lúka blaðlauksspírur eða alfalfa spírur

1 avókadó, þunnt skorið (val)

Klettasalat (val)

1. Setjið kjúklingabaunir í skál og stappið örlítið með gaffli eða kartöflustappara. Einnig er hægt að setja þetta í matvinnsluvél og púsla örlítið (hræra örlítið með pulse takkanum). Varist að stappa of mikið.

2. Skerið grænmetið og kryddjurtir smátt og rífið gulrætur. Einnig er hægt að rífa gulrætur í matvinnsluvél. Bætið öllum innihaldsefnunum í skálina með kjúklingabaununum og hrærið saman eða stappið með kartöflustappara.

3. Ristið brauðið (val)

4. Smyrjið brauðsneiðarnar með majónesi eða geitaosti, setjið baunasalatið á, eplasneiðar, avokádó, spírur og klettasalat. Njótið.

Þessi uppskrift dugar í fjórar rausnarlega samlokur. Salatið geymist ferskt í kæli í 4 daga.

Djúsí BLT samloka

BLT stendur fyrir beikon, kál og tómata sem er klassísk samloka í Bandaríkjunum.  Þessi loka er vegan útfærsla af þeirri sömu en þú útbýrð beikonið úr eggaldin með góðum kryddum.

Ég byrja á því að krydda eggaldin vel og grilla. Næst raða ég veglegri smyrju af osti, basíliku og þykkri sneið af safaríkum tómati.

Mér þykir best að nota stóra íslenska tómata og leyfa þeim að þroskast við stofuhita til að ná sem mesta safa frá honum.

Þessi samsetning er algjörlega klikkuð! Samlokan er góð bæði hituð og köld.


Kryddað eggaldin:

1 eggaldin, skorið í strimla

3 hvítlaukar saxaðir

2 msk olífuolía

1 sítróna kreist

2 tsk paprika

2 tsk kóríander

1 tsk chiliduft

Salt og pipar

Samlokan:

Lífrænt súrdeigsbrauð

Daiya ostur í sneiðum eða vegan smurostur  (geitaost eða mozzarella ef ekki vegan)

Fersk basilíka

Rauðlaukur

1 tómatur

Klettasalat

1. Skerið eggaldin í strimla. Hrærið saman hráefnum í  kryddblönduna og veltið eggaldininu upp úr því.

2. Grillið eða steikið á pönnu í 5-7 mín eða þar til eggaldinið er orðið mjúkt (fyrir enn fljótlegri samloku má sleppa eggaldin).

3. Grillið súrdeigsbrauðið eða ristið örlítið.

4. Smyrjið brauðið með osti. Raðið á aðra sneiðina: ferskri basilíku, tómatsneiðum, rauðlauk, grilluðu eggaldin og klettasalati.

5. Best er að grilla samlokuna örlítið í samlokugrilli en samlokan er einnig góð köld. Bæði er betra.

Hnetusmjör og sulta (barnvæn)

Maðurinn minn elskar góða PJ samloku, peanut butter and jelly, eða á íslensku hnetusmjör og sulta. Þess vegna get ég engan vegin sagt að þessi samloka sé eingöngu fyrir börn, en vissulega er hún barnvæn. 

Yfirleitt er viðbættur sykur í keyptu hnetusmjöri og keyptri sultu og því lykilatriði að vanda valið.

 Sultan sem finnst víða í  löngum mjóum krukkum er t.d. sykurlaus. Einnig eru sultur frá good good sætaðar með steviu og því sykurlausar. Hnetusmjör er oft með viðbættum sykri, passið að kaupa lífrænan kost og um að gera að prófa “cruncy” hnetusmjör til að taka samlokuna á næsta stig.

Samlokan er borin fram köld eða heit og fer það eftir smekk hvers og eins. Manninum mínum finnst t.d gott að  rista brauðið áður en hann smyr samlokuna en einnig er hægt að smyrja samlokuna og hita á grilli, pönnu eða samlokugrilli ef þess er kosið.

Samlokan:

2 brauðsneiðar, t.d súrdeigsbrauð eða gróft brauð

2 msk hnetusmjör

1 tsk hunang (val)

1 msk sykurlaus sulta

1. Ristaðu brauðið örlítið ef þess er kosið

2. Smyrðu eina brauðsneiðina með 2 vænum matskeiðum af hnetusmjör og örlítið af hunangi. Smyrðu síðan lag af sultu þar yfir eða á hina brauðsneiðina og leggðu brauðin saman. 

3. Skerðu samlokuna í tvennt og njóttu.

Vonandi gátu þessar uppskriftir hjálpað þér að undirbúa næstu útilegu eða lautarferð!  Látið mig vita í spjallinu hér að neðan hvernig smakkaðist.

Ekki gleyma að deila færslunni hér á Facebook, það hjálpar okkur hjá Lifðu til fulls að dreifa heilsunni áfram! 

Og ef þú ferð í lautarferð og tekur girnilega samloku með þér taggaðu þá okkur á Instagram!

Heilsa og hamingja

Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?

Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.

Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *