5 ráð við bjúg, uppþembu og meltingaróþægindum
vegan samlokur
Þrjár vegan samlokur fyrir ferðalagið
25th July 2022
grænmetisborgara á grillið
Gerðu þinn eigin grænmetisborgara
8th August 2022
vegan samlokur
Þrjár vegan samlokur fyrir ferðalagið
25th July 2022
grænmetisborgara á grillið
Gerðu þinn eigin grænmetisborgara
8th August 2022
Show all
Deildu á facebook
Facebook

5 ráð við bjúg, uppþembu og meltingaróþægindum

uppþembu

Flestir telja það eðlilegt að glíma við bjúg og uppþembu. Það er það ekki! 

Uppþemba er einkenni þess að meltingarkerfið sé ekki að starfa eins vel og það ætti að gera. 

Það er eðlilegt að finna fyrir vindgang og uppþembu annað slagið en ef við finnum fyrir reglulegum meltingaróþægindum, þá verðum við að veita því athygli.  

Meltingarkerfið tengist heila-, tauga-, ónæmis- og hormónakerfi líkamans beint. Ef þú ert stöðugt uppblásin, með hægðatregðu, kviðverki, vindgang eða niðurgang þá hefur það bein áhrif á bæði andlega og líkamlega líðan hjá þér. 

Hér eru fimm einfaldir hlutir sem við getum gert daglega til að bæta meltinguna og draga úr uppþembu. 

Lesa einnig:

5 ráð til að efla meltingu og brennslu á 48 klst

Meltingagerlar sem hjálpa við bólgur og hægðatregðu

Candida og sykur

Heitt te

Heit te eru frábær leið til að draga úr uppþembu, bjúg og bæta meltingu.

Byrjaðu daginn á bolla af heitu vatni með kreistri sítrónu og/eða fersku engiferi. Heitt vatn, engifer og sítróna styðja við meltinguna. Ef þú átt rólega stund yfir tebollanum getur þetta einnig hjálpað þér að hefja ekki daginn í stressi. Önnur te sem geta bætt meltinguna eru myntute, grænt te sem og mörg jurtate.   

Tyggðu matinn

Meltingin byrjar í munninum. Þegar við tyggjum matinn ekki nógu vel þá lendir það á maganum, en það getur leitt til uppþembu, vindgangs og bakflæðis, svo eitthvað sé nefnt. Þú vilt gera meltinguna eins auðvelda og mögulegt er með því að mylja matinn vel. 

Það er best að borða í sitjandi stöðu og tyggja vandlega, miðaðu við að tyggja hvern bita allt að 30 sinnum. Það tekur smá tíma að venjast þessu (ég er enn að vinna í því).

Eldað grænmeti 

Skortur á trefjum í fæðunni er ein orsök meltingaróþæginda eins og uppþemdu. Grænmeti inniheldur trefjar sem hjálpa meltingu og er létt og gott í magann. Það getur þó verið erfitt fyrir meltinguna að vinna úr hráu grænmeti, sérstaklega ef meltingarkerfið er viðkvæmt fyrir. 

Ef þú upplifir mikinn vindgang eftir að hafa borðað hrátt grænmeti, sérstaklega grænmeti úr krossblómaætt eins og brokkolí, blómkál eða rósakál, prófaðu þá að gufusjóða það, steikja það á pönnu eða borða súrkál með því. Því mýkra, því auðveldara er fyrir meltingarkerfið að vinna úr grænmetinu. 

uppþembu

Drekktu vatn, en ekki þamba

Vatn hjálpar til við að brjóta niður fæðuna sem stuðlar að betri meltingu og mýkir einnig hægðirnar. Hafðu sem reglu að drekka vatn jafnt og þétt yfir daginn, og að forðast að drekka vatn of hratt svo líkaminn ráði betur við það.

Miðaðu við að drekka 2-3 lítra yfir daginn. Ég hef t.d þá reglu að drekka a.m.k einn vatnsbrúsa (c.a 750 ml) fyrir hádegi og annan eftir hádegi aukalega við aðra vökva þann dag. Kaffi, te með koffíni eins og grænt, svart eða hvít te og gosdrykkir teljast ekki sem vatn. Koffín veldur þorsta og vökvatapi. 

Streita

Uppþemba er ekki alltaf afleiðing af því sem við látum ofan í okkur, hún getur líka verið afleiðing streitu. Þegar við borðum stressuð eða í “fight or flight” gírnum, framleiðir líkaminn mikið cortisol og hægir eða slekkur á meltingunni svo hann geti einbeitt sér að stressinu. Ímyndaðu þér þá áhrifin sem stöðug streita hefur á meltinguna, það getur ekki verið gott. 

Góður svefn, hreyfing eða hugleiðsla geta hjálpað við að draga úr streitu. Taktu nokkra djúpa andardrætti þegar þú finnur fyrir örum hjartslætti yfir daginn eða áður en þú borðar til að róa taugakerfið og þar með bæta getu líkamans til að melta fæðuna almennilega. 

Lausnin liggur í lífsstílnum 

Lausnin til þess að koma í veg fyrir vindgang, uppþembu eða önnur meltingaróþægindi liggur í því að hámarka virkni meltingarinnar og viðhalda heilbrigðri þarmaflóru daglega, ekki bara þegar við finnum til.

Til þess að gera slíkt getur verið gott að byrja á ákveðni fæðuhreinsun sem kemur meltingu í lag og í kjölfarið hefja lífstílsbreytingu sem styður við þarmaflóruna.

Nú býðst þér að koma á ókeypis fyrirlestur með mér til þess að læra nánar um fæðuhreinsun og þau 3 skref sem koma meltingu í lag, minnka bjúg, vindgang og uppþemu og fríska rækilega upp á kroppinn! 

Skrefin sem þú lærir eru sannreynd á þúsundum kvenna og geta hjálpað þér að vinna úr sykurlöngun, auka orkuna, bæta andlega líðan og hefja lífstílsbreytingu eða taka hana lengra.

Betri heilsa er handan við hornið og hún byrjar með ókeypis fyrirlestri!

Glímir þú við uppþemdu reglulega? Hvernig hjálpuðu þessi ráð þér í dag?

Segðu mér það endilega hér í spjallinu fyrir neðan!

Ekki gleyma svo að deila færslunni með vinum þínum á Facebook, sérstaklega þeim sem glíma við meltingarvandamál, þrot, bjúg eða uppþemu. Og að fylgja okkur á Instagram

Okkur þykir óendanlega vænt um að heyra frá ykkur og styðja áfram að bættri heilsu!

Heilsa og hamingja

Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?

Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.

Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *