Hátíðarleg karamelluostakaka
Þórdís upplifði mikla orku og losnaði við bjúg með 3 daga hreinsun
13th November 2023
Guðbjörg er 7 kílóum léttari, hefur meira sjálfstraust og líður betur
8th January 2024
Þórdís upplifði mikla orku og losnaði við bjúg með 3 daga hreinsun
13th November 2023
Guðbjörg er 7 kílóum léttari, hefur meira sjálfstraust og líður betur
8th January 2024
Show all
Deildu á facebook
Facebook

Hátíðarleg karamelluostakaka

Hvernig lýst þér á Karamelluostaköku sem hátíðarkökuna í ár? 

Hún er syndsamlega góð, saðsöm og hægt að njóta hennar með hreinni samvisku enda er hún án glútens, mjólkur- og hvítan sykurs.

Karamellufyllingin er mild, létt og örlítið loftkennd þannig að hún bráðnar alveg hreint uppí munninum. Karamellukrem fer svo ofaná og stökkur botn neðst.  Það gerist ekki betra…

Uppskriftin er frá Þórdísi sem er með bloggið og instagrammið Grænkerar, þar sem hún deilir vegan uppskriftum. Þórdís tók þótt hjá okkur í 3 daga hráæfðis hreinsunin og hægt er að lesa um árangur hennar hér.

Við vorum svo heppin að fá hana til að vera með eina gesta uppskrift hjá okkur fyrir jólin og þessi ómótstæðilega Karamelluostakaka varð fyrir valinu, enda er hún algjör draumur og fullkomin sem eftirréttur á jólunum, í fjölskydluboðinu annað í jólum eða eftirréttur á áramótum! 

Lesa einnig:
Súkkulaði brownies með möndlusmjörkremi og poppuðu kínóa
Súkkulaðibitaklattar með heslíhnetum og höfrum
Jóla súkkulaði trufflur með lakkrís

Hátíðleg karmelluostakaka

Botn:
1 dl pekanhnetur
2 dl möndlur
6 ferskar döðlur, muna að taka steinana úr
2 tsk kókosolía, bragð- og lyktarlaus
salt

Fylling:
3 dl kasjúhnetur
8 ferskar döðlur, muna að taka steinana úr
1/2 dl hlynsýróp, má vera minna ef vill
1 dl kókosolía
1 dl rjómaostur, t.d. Oatly smurosturinn
2 dl kókosmjólk í dós, þykki hlutinn
1 tsk vanilludropar
1 tsk sítrónusafi
salt
3 dl vatn
1 tsk agar-agar duft

Karamellukrem:
1/2 dl hlynsíróp
1/2 dl kókossykur eða hrásykur
1/2 dl kókosolía
1,5 dl kókosmjólk í dós, þykki hlutinn
1 tsk vanilludropar
salt

Kvöldið áður: Kælið kókosmjólkina en þá skilur hún sig og þykki hlutinn situr efst en þunnkenndur vökvi neðst.

1. Byrjið á að gera botninn. Setjið hneturnar í matvinnsluvél og blandið þar til þær eru nokkuð fínmalaðar. Bætið döðlum, kókosolíu og salti út í og blandið þar til deigið festist saman. Leggið smjörpappír í botninn á hringlaga smelluformi. Þrýstið deiginu vel niður í formið svo það þeki allan botninn. Geymið botninn í kæli meðan fyllingin er útbúin.

2. Næst er það karamellufyllingin. Setjið vatn og agar-agar-duft í pott og hitið að suðu. Setjið hin hráefnin í matvinnsluvél og blandið þar til silkimjúkt. Þetta getur tekið nokkrar mínútur. Hellið næst agar-agar-blöndunni út í og blandið áfram í smástund. Hellið fyllingunni yfir botninn og geymið í kæli meðan karamellukremið er útbúið.

3. Svo er það Karamellukremið. Setjið öll hráefnin í pott og sjóðið í um 10-15 mín þar til karamellan hefur dökknað og þykknað. Gott er að setja örlítið af karamellunni í glas og inn í frysti til að athuga hversu stíf hún er orðin. Smyrjið karamellu- kreminu yfir fyllinguna og skreytið að vild, ég notaði saxaðar pekanhnetur.

Ef þér líkaði þessi færsla, endilega deildu henni með vinkonu eða öðrum sem þú heldur að muni gagnast.

Mundu svo að taggaðu okkur á Instagram @lifdutilfulls – við elskum að sjá ykkar útfærslur!

Heilsa og hamingja

Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?

Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.

Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *