Súkkulaðibitaklattar með heslihnetum og höfrum
Granola með kókosflögum og skógarberjum
1st November 2022
hægðatregða
Hægðatregða og meltingin
28th February 2023
Granola með kókosflögum og skógarberjum
1st November 2022
hægðatregða
Hægðatregða og meltingin
28th February 2023
Show all
Deildu á facebook
Facebook

Súkkulaðibitaklattar með heslihnetum og höfrum

Ég bíð fyrir framan ofninn þegar þessir súkkulaðibitaklattar eru að bakast til þess að passa að þeir verði dúnmjúkir að innan og fallega gylltir og stökkir að utan. Mér finnst nefnilega skipta miklu máli að ofbaka þá ekki.

Þeir taka ekki nema 8 mín í ofninum og útkoman er gjörsamlega sturluð.

Margir sem hafa smakkað þá, horfa á mig og spurja, þetta getur ekki verið hollt?

En jú kæru vinir, þessi uppskrift er án hveitis og unninn hvíts sykurs. Einnig er auðvelt að sleppa mjólkurvörum með því að nota vegan smjör, sem ég t.d. geri.

Hér fyrir neðan er uppskriftin af þessum bragðgóðu smákökum sem ég er að missa mig yfir þessa dagana. Þær eru ekki síðri daginn eftir, eða viku síðar, ef þú nærð að eiga þær til svo lengi. Fullkomnar yfir hátíðirnar eða á uppteknum dögum.



Hneturnar eru ristaðar í ofni í 6-10 mín og síðan afhýddar. Þetta tekur smákökurnar á næsta level.

Lesa einnig:

Uppáhalds konfektið mitt

Jólasmákökurnar mínar

Súkkulaði brownies með möndlusmjörkremi og poppuðu kínóa

Eftir að þið hafið ristað hneturnar, kælið örlítið og takið svo nokkrar hnetur í lófa og nuddið saman. Hýðið ætti að detta af að mestu með því.

Ekki er þörf að fjarlægja allt fullkomlega, eitthvað má vera skilið eftir.

Súkkulaðibitaklattar með heslihnetum og höfrum

Gefur u.þ.b. 14-17 kökur, fer eftir stærð

½ bolli smjör (120 gr) við stofuhita (hefðbundið eða vegan smjör)

¾ bolli hrásykur eða kókospálmasykur (100 gr)

10 dropar stevia 

1 egg

½ tsk vanilludropar

1 1/4 bolli hafrar (100 gr) (tröllahafrar eða venjulegir)

1 bolli möndlumjöl (130g)

1/2 tsk vínsteinslyftiduft

1/2 tsk matarsódi

1/4 tsk salt

100 gr dökkt súkkulaði, smátt skorið

100 gr af heslihnetum, saxaðar

1. Forhitið ofninn við 180 gráður

2. Ristið heslihnetur með því að setja þær á ofnskúffu með bökunarpappír og inní ofn í c.a 6-10 mín. Leyfið að kólna örlítið. Fjarlægið hýðið af hnetunum með því að taka nokkrar upp í einu og nudda saman með lófanum. Allt í góðu ef allt hýðið næst ekki fullkomlega af. Leggið hneturnar án hýðis á skurðarbretti og saxið niður eftir smekk, ég saxaði þær gróflega en einnig má saxa þær smátt. Geymið til hliðar. Einnig er hægt að prófa að nota heslihnetur sem keyptar eru saxaðar en mér finnst það gefa smákökum ákveðna dýpt að rista hneturnar fyrst

3. Setjið smjör og sætuefni í skál og hrærið vel með hrærivél eða handþeytara. Ef gleymist að láta smjörið þiðna við stofuhita þarf aðeins að hræra saman með höndum. Ég notaði vegan smjör en bæði gengur. Bætið egginu við ásamt vanilludropum og þeytið. Bætið við höfrum, möndlumjöli, matarsóda, lyftidufti og salti og hrærið örlítið. Bætið svo við súkkulaði og hesilhnetum undir lokin og hrærið þar til það hefur dreift vel úr sér.

4. Setjið bökunarpappír á ofnplötu og skammtið matskeið af deiginu. Mótið smákökurnar með því að fletja kökurnar út, hafið pláss á milli hverrar því þær munu aðeins dreifa úr sér. Mér þykir best að gera nokkuð stórar kökur eins og klatta en sjálfsagt er hægt að gera smærri kökur og þá gæti þurft að minnka baksturstímann. Hægt er að hafa allar smákökurnar stórar eða minni eftir smekk svo bakist jafnt.

5. Bakið í 8-10 mín. Það getur verið munur á ofnum svo best er að fylgjast vel við fyrsta bakstur og taka þær út þegar þær eru gylltar að utan. Þú gætir haldið að smákökurnar séu ekki nægilega vel bakaðar en ef þær eru örlítið gylltar að utan halda þær áfram að bakast í smá tíma þegar þú tekur þær út. Leyfið smákökunum að kólna í allt að 20 mín og njótið. 

Ég vona að þið prófið og njótið vel!

Látið vita í spjallinu hér að neðan hvernig smakkast.

Ekki gleyma svo að setja like á þessa færslu, deila með á samfélagsmiðlum og tagga @lifdutilfulls á Instagram ef þið prófið svo við getum séð kökurnar ykkar!

Heilsa og hamingja

Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?

Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.

Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *