Miðjarðarhafs veisluplatti
Hráfæðis snickers sem allir elska
13th May 2024
Vinsælustu uppskriftirnar 2023 
3rd June 2024
Hráfæðis snickers sem allir elska
13th May 2024
Vinsælustu uppskriftirnar 2023 
3rd June 2024
Show all
Deildu á facebook
Facebook

Miðjarðarhafs veisluplatti

Ég hélt veislu nýlega og gerði svokallaðan Mezze plate eða miðjarðarhafs veisluplatti á góðri íslensku.

Í hnotskurn er þetta platti með falafel, pítubrauði, hummus, grískri jógúrt sósu eða tzatziki, olífum og öðru girnilegu sem auðvelt er fyrir gesti að borða standandi.

Þetta sló ekkert smá í gegn og varð ég að deila þessum snilldar veisluplatta með þér. Það besta er að þessi platti krafðist afar lítillar fyrirhafnar því allt var keypt tilbúið, hversu þægilegt?

Ég bar plattan fram með ávaxtaskál og hráfæðisickers mínu sem ég hafði gert vikuna áður og var klárt í frystinum.

Á plattanum eru fallafel bollur sem eru djúpsteiktar bollur frá miðausturlöndum og aðalinnihaldsefni í þeim eru kjúklingabaunir. Falafel bollurnar sem ég notaði eru frá Anamma og fást í flestum matvöruverslunum eins og Bónus, Hagkaup eða Krónunni.

Hummusinn keypti ég í Costco á sínum tíma, þar sem vöruúrval þar breytist svo hratt myndi ég bara ráðleggja að ef þú ætlar að gera svona platta að skoða innihalds upptalningu hráefna og vera viss um að að ekki sé um að ræða sykur eða óþarfa e-efni.

Þessi veisluplatti er einnig tilvalin fyrir kósý föstudagskvöld, saumaklúbbin eða hvaða tilefni sem er.

Lesa einnig:
Fylltar döðlur
Hráfæðis snickers sem allir elska
Bilað góðir blómkálsvængir með ranch-sósu!

´
Miðjarðarhafs veisluplatti

Tzatziki Grísk jógúrt sósa 
2 bollar grísk jógúrt
1 gúrka afhýdd og skorin afar smátt
2 msk safi úr kreistri límónu
1-2 hvítlauksgeirar, pressaðir (val)
1-2 tsk salt eftir smekk
Fersk mynta, smátt söxuð

Falafel bollur keyptar (Sjá að ofan)
Hummus keyptur (Sjá að ofan)
Feta ostur
Ólífur
Pítu- eða smörbrauð
Gulrætur
Gúrka
Papríka
Tómata

1. Hitið ofn við 180 gráður eða notið airfryer. Eldið falafel bollurnar í 10 mín hvora hlið eða þar til stökkar.

2. Útbúið tzatziki sósuna með því að hræra saman öllum hráefnum saman í skál, geymið í kæli þar til þið berið fram. Fallegt er að skreyta þessa sósu með ferskri myntu.

3. Setjið hummusinn í breiða og grunna skál. Hægt er að skreyta með Sumac kryddi eða papríkukryddi og hella svo aðeins af kaldpressaðri ólífuolíu.

4. Setjið olífur og fetaost í sitthvora skálina eða krukku. 

5. Skolið grænmeti og skerið niður í hæfilega bita fyrir gesti að taka sér á disk og nota til að dýfa í hummus og Tzatziki-sósunni.  

6. Hitið pítu-eða smörbrauð eða berið fram kalt. Skerið í litlar pizzur. Einnig er hægt að bera pítubrauðin fram heil og gestir getað fyllt pítuna. 

7. Raðið þessu síðan á fallegan platta til að bera fram. Njóta.

Láttu vita í athugasemdir að neðan ef þú ert með einhverjar spurningar varðandi plattan og síðast en ekki síst er alltaf gaman að heyra hvernig smakkast!

Til að hjálpa okkur að ná til fleiri, þótti okkur vænt um ef þú myndir deila þessari slóð með vinkonu sem gæti gagnast af!

Taggaðu okkur svo á Instagram @lifdutilfulls ef þú prófar – við elskum að sjá ykkar útfærslur!

Heilsa og hamingja

Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?

Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.

Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *