Pumpkin spice latte
Bleikur þeytingur fyrir bleikan október
16th October 2023
Þórdís upplifði mikla orku og losnaði við bjúg með 3 daga hreinsun
13th November 2023
Bleikur þeytingur fyrir bleikan október
16th October 2023
Þórdís upplifði mikla orku og losnaði við bjúg með 3 daga hreinsun
13th November 2023
Show all
Deildu á facebook
Facebook

Pumpkin spice latte

Það er ýmislegt hægt að gera við grasker…þ.m.t. Pumpkin spice latte.

Drykkur sem nýtur mikilla vinsælda á kaffihúsum landsins um þessar mundir, enda mörgum sem þykir hann ómissandi á haustin.

Það er þó ekki hægt að líta fram hjá því að svona drykkir innihalda oftast mikinn sykur og í ljósi þess ákvað ég að útbúa hollari útfærslu af þessum hátíðardrykk og útkoman er alveg himnesk.


Hvað er Pumpkin Spice Latte? 
Pumpkin spice latte eða “graskers-látte” er árstíðabundinn kaffidrykkur sem kemur frá Starbucks í bandaríkjum. í drykknum er m.a expresso skot, sætugjafi, maukað grasker og graskers kryddblanda.

Graskers kryddblandan notuð í drykkin er einmitt talin bólgueyðandi og bætir ónæmiskerfið og meltingu. 

Lesa einnig

Heitt Chaga kakó
Matcha latte
Turmerik latte á tvo vegu


Hollara Pumkin spice latte

2 espressó skot eða 1 bolli (240 ml) svart kaffi

1/2 bolli (120 ml) ósæt möndlu- eða sojamjólk til flóunnar

2 msk maukað grasker úr niðursuðudós 

1 tsk pumpkin spice blanda frá Kryddhúsinu

½  tsk vanilludropar 

2 tsk hlynssíróp 

pumkin spice stráð yfir með sigti eftir smekk

Útgáfa án maukaðu graskers: Hrærið ½-1 tsk pumkin spice kryddblöndu útí espressóskot. Sætið eftir þörf með hlynsírópi eða steviu eftir þörfum. Flóið mjólk og hellið yfir. Stráið kanil eða pumkin spice yfir með sigti eftir smekk.


1. Hrærið saman helming mjólkurnar eða ¼ bolla, maukuðu  graskeri, pumpkin spice kryddum, vanillu og hlynsírópi. Hitið upp í potti, varist þó að sjóða ekki mjólkina. Einnig má hita upp því að setja í kraftmikil blandara og hita upp með núning.

2. Hellið uppá kaffi.

3. Hellið graskersblöndunni yfir kaffið og hrærið örlítið saman.

4. Notið mjólkurflóara (eða písk) til að hita og freyða hinn helming mjólkunar, ¼ bolla. Hellið yfir graskers-kaffið. Stráið yfir meira pumpkin spice. Njótið.

Athugasemdir:

Organic Pumkin puree í dós fæst m.a í Hagkaup frá vörumerkinu Farmers market eða öðrum sérverslunum. Sjá mynd hér af dósinni. Ef þú notar ekki alla dósina strax er hægt að frysta graskersmaukið t.d í klakaboxi. Einnig er hægt að gera pumpkin puree frá grunni með því að afhýða grasker, sjóða það og mauka svo niður.

Pumpkin Spice kryddblandan fæst m.a frá Kryddhúsinu sem finnst í matvörubúðum víða. Sjá mynd hér af umbúðum. Blandan inniheldur kanil, engifer, múskat, allrahanda (= allspice) og negul.

Einnig er hægt að nota 2-6 dropa af steviu og þá minnka hlutfallið af hlynsírópi eða sleppa því alfarið.

Ég vona að uppskriftin komi sér vel í næstu haustlægð.

Hefur þú prófað pumpkin spice latte áður? Hvernig finnst þér um þennan vinsæla drykk? Segðu mér frá í spjallinu að neðan.

Ekki gleyma svo að deilda þessari uppskriftarslóð með vinkonu sem þér þykir vænt um.

Ef þú gerir þér svo þennan drykk taggaðu gjarnan @lifdutilfulls á Instagram því við elskum að sjá ykkar útfærslur.

Heilsa og hamingja

Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?

Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.

Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *