Túrmerik latte á tvo vegu
Við erum 7 ára! Afmælistilboð og árangurssögur
29th October 2019
Borðaðu þetta til að auka kynhvötina
11th November 2019
Show all

Túrmerik latte á tvo vegu

Deildu á facebook

Á vetrarmorgni er ekkert betra en að hlýja sér undir teppi með heitan drykk. 

Ég hef verið að gera mér þetta túrmeriklatte, því ég drekk ekki kaffi (og drykkurinn er aðeins of ljúffengur!)

Túrmeriklatte-ið er bólgueyðandi og gott til að halda flensu burt enda hefur túrmerik verið notað í lækningarskyni í mörg ár.

Drykkurinn er koffínlaus og því hægt að njóta hans bæði á morgnana og kvöldin. Ég útfærði drykkinn líka sem íslatte fyrir þá sem eru ekki hrifnir af heitum drykkjum (eins og maðurinn minn og mágkona) og kemur hann skemmtilega á óvart!

Ég mæli því með að prófa bæði!

Þessi latte er..

  • fljótlegur
  • úr fáum hráefnum
  • rjómkenndur og seðjandi
  • sætur

 

Í drykkinn nota ég lífrænt túrmerikduft.  Ég byrja á að hita mjólkina í potti eða Vitamix blandara.

 

Næst hræri ég saman túrmerik, sætunni, svörtum pipar og kókosolíu. En svartur pipar eykur upptöku líkamans á túrmerik. Kókosolían vinnur sem fituforði og veitir því langvarandi seddu.

Svo er það þitt val hvort þú berð drykkinn fram sem heitan drykk (mín útgáfa) eða hressandi og kaldan latte drykk (útgáfa mannsins míns).

Kaldur latte finnst mér betri seinnipart dags eða eftir líkamsræktartíma í heitum sal eins og hot yoga! 

Túrmerik latte 

Einföld útgáfa:
1 ½ bolli haframjólk eða kókosmjólk (sjá athugasemdir)
½ tsk túrmerik duft (sját athugasemdir)
1 msk hunang eða 1 msk kókossykur
klípa af svörtum pipar
1 tsk kókosolía (eða notið MCT duft)

Fyrir kryddaða útgáfu bætið við:
engifer á hnífsoddi
kanil á hnífsoddi
negul á hnífsoddi

1. Hitið mjólk í potti í nokkrar mínútur. Bætið við hráefnum og hrærið með písk þar til kekkjalaust. Einnig er hægt að setja hráefni í blandara ef þið eruð ekki að ná að hræra þessu nægilega vel saman.

2. Smakkið til og kannið hvort þið viljið meiri sætu.

3. Ef þið viljið bera fram heitt, notið mjólkurfreyðara til að flóa efsta lagið á mjólkinni. Þetta er val en gefur fallega áferð. 

4. Ef þið viljið gera íslatté, setjið klaka í glas og hellið drykknum yfir.

Athugasemdir:

*Kókosmjólkin mun gefa rjómkenndari latte og verður auðveldara að flóa. Ég nota kókosmjólk frá Koko í fernu og haframjólkin frá Ecomil er í miklu uppáhaldi. Bæði fæst í Nettó.

*Ef þið eigið Vitamix blandara má setja öll hráefni í blandara og stilla hann á súpu/heita drykki stillingu og leyfa blandaranum þannig að hita drykkinn fyrir þig. Bætið við kókosolíu undir lokin.

*Ég nota túrmerikduft frá Sonnetor heilsu, lífrænt og frábært.

*Prófið ykkur áfram með tilbúna blöndu frá Vivolife fyrir enn fljótlegri útgáfu. Eingöngu þarf að bæta við vökva og hita.

*Drykkurinn geymist vel í kæli.

 

Hvort ert þú meira fyrir, kalda eða heita drykki? Hefur þú prófað túrmerik?

Láttu vita í spjallið að neðan. 

Munið svo að deila kærleikanum yfir á Facebook og ef þið búið þennan til taggið @lifdutilfulls á Instagram, ég elska að sjá myndir frá ykkur.

 

Vellíðan og aukin orka – net fyrirlestur

Komdu á ókeypis fyrirlestur sem ég er að halda 20. nóvember kl. 20:00 og lærðu 3 skref að streitulausum og orkuríkum hátíðum!

Skráning var að opna og plássin fara hratt!

Með því að koma færðu einföld og sannreynd skref sem þú getur strax hafist handa á, uppskrift sem dregur úr sykurlöngun, próf sem tekur mið af heilsunni, næstu skref í breyttum lífsstíl og margt margt fleira! Takmörkuð pláss í boði!

Heilsa og hamingja,

2 Comments

  1. Stella Adalsteinsdottir says:

    Er að fá mér þennan notalega og góða drykk. ???? Takk fyrir! Stella A

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *