Fæðutegundir sem auka kynhvötina náttúrulega | Lifðu til Fulls
Túrmerik latte á tvo vegu
4th November 2019
Óttastu að þyngjast yfir hátíðirnar? Lestu þetta…
26th November 2019
Túrmerik latte á tvo vegu
4th November 2019
Óttastu að þyngjast yfir hátíðirnar? Lestu þetta…
26th November 2019
Show all
Deildu á facebook
Facebook

Fæðutegundir sem auka kynhvötina

Langar þig að læra meira um þær fæðutegundir sem auka kynhvötina náttúrulega?  Hér koma nokkrar öflugar og gómsætar hugmyndir sem kveikja á ástarbálinu! 

fæðutegundir sem auka kynhvötina

Dökkt lífrænt súkkulaði

Fólk hefur borðað súkkulaði á ýmsa vegu síðan árið 450 f.Kr. Súkkulaði var oft bendlað við guði, talið vera algjört undrameðal og var notað við ýmsum kvillum. 

Í súkkulaði er efnið trýptófan, sem er eitt grunnefnanna í serótóníni sem tengist kynferðislegri örvun. Annað efni sem leynist í súkkulaði er phenylethylamine, örvandi efni sem losnar úr læðingi þegar fólk verður ástfangið.

Ég elska Vivani súkkulaðið sem fæst í Heilsuhúsinu og Nettó, þau eru með fjölbreytt úrval og margar tegundir sætaðar með kókossykri. Einnig er ég mjög hrifin af súkkulaði frá Balance sem er sætað með steviu og fæst í Nettó.

Lesa einnig:
Súkkulaðisjeik með fudge-sósu!
Heitt Chaga Kakó
Súkkulaði brownies með möndlusmjörskremi og poppuðu kínóa

Macaduft

Maca rótin er ættuð frá Perú og er þekktust fyrir að hafa orkugefandi og hormónajafnandi áhrif. Rannsóknir hafa sýnt að maca getur aukið kynhvöt hjá bæði konum og körlum.

Ef þú ætlar að prófa maca mæli ég með því að velja gelatíniserað maca. Sjálf nota ég aðeins gelatíniserað maca duft þar sem það meltist betur, en sem barn glímdi ég við Iðruólgu (IBS) sem lýsir sér með meltingarkrömpum og hægðatregðu daglega. Ég hef því aldrei getað þolað maca fyrr en ég prófaði gelatíniserað maca. Ég nota þetta hér sem fæst í netversluninni yogi.is. Ég set macaduftið oft útí búst, t.d. þessa grænu orkubombu sem er fullkomin til að byrja vikuna!

fæðutegundir sem auka kynhvötina

Kakósmjör

Fitan úr kakóbauninni, sem ilmar eins og súkkulaði, er leynivopnið í svefnherberginu en einnig í eftirréttina. 

David Wolfe talar mikið um lækningarmátt kakógerðar og hef ég sótt nokkra fyrirlestra með honum um slíkt. Eitt sinn hlustaði ég á hann útskýra hvernig kakósmjör getur haft kynörvandi áhrif á konur. Hann hvatt konur í salnum til að bera á sig kakósmjör til að kynda undir karlinum þegar hann kæmi heim úr vinnu. Hann greip í hendina á mér og bað mig að standa upp fyrir sýnikennslu! 

Ég roðnaði auðvitað eins og rautt epli enda fullur salur af flottu fólki en þetta fæ ég fyrir að vilja endilega sitja á fremsta bekk.

Ég hef notað kakósmjör frá Raw Chocolate Company sem mér finnst æði, það hef ég fengið í Heilsuhúsinu og Nettó. Ég set líka stundum aðeins af kakósmjöri í heita chaga-kakó mitt (sjá hér).  Einnig hef ég fundið kakósmjör-varasalva frá versluninni Mamma Veit Best.


Ginkgo jurtin

Halló náttúruleg lausn við stinningarvanda og getuleysi karla!

Gingko Bilopa er þekktust fyrir góð áhrif á æðakerfi og blóðstreymi, minni, einbeitingu og úthald. Það hefur gagnast mörgum við mígreni og haft góð áhrif á hand og fótkulda.

Konur geta einnig haft gott af Ginko Bilopa þar sem það eykur blóðflæði, slakar á vöðvum og er talið geta létt lundina.

Ég mæli með þessum hér frá Solary sem fæst í Heilsuhúsinu

Ég vona að greinin hafi vakið upp forvitni þína og þínum heittelskaða, en ég hef beðið lengi eftir því að deila þessari grein með ykkur. Endilega deildu með vinum á Facebook og Instagram!

Heilsa og hamingja

Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?

Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.

Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *