Heitt chaga kakó
Mikilvægi D-vítamíns fyrir andlega og líkamlega heilsu
29th January 2024
10 mín súkkulaði brownie
12th February 2024
Mikilvægi D-vítamíns fyrir andlega og líkamlega heilsu
29th January 2024
10 mín súkkulaði brownie
12th February 2024
Show all
Deildu á facebook
Facebook

Heitt chaga kakó

Chaga Kakó er frábær náttúruleg leið til þess að koma kerfinu í jafnvægi, auka sköpunargleði, efla meltingu og orku.

Hér langar mig að deila með ykkur hollari leið til þess að njóta súkkulaðis og auka þannig vellíðan með chaga kakói.

Hvað er Chaga ?

Margir eru eflaust að velta því fyrir sér hvað Changa er. Chaga er sveppur sem vex á birkitrjám, m.a. í Alaska, Síberíu og á fleiri köldum stöðum. Chaga, ásamt öðrum læknandi sveppum (þ.a.m. reishi, og lions mane ) er adaptógen. Adaptógen í hnotskurn þýðir að hann vinnur á því sem líkaminn þarfnast hverju sinni.

Chaga er talinn stuðla að langlífi og styrkir ónæmiskerfið, getur lækkað blóðsykur, dregið úr bólgum og vinnur á kvíða. Sveppurinn hefur einnig verið notaður í lækningartilgangi í áratugi til að vinna á sykursýki, lifra-og hjartasjúkdómum og öðrum kvillum. 

Chaga kakó


Hvernig á að nota chaga?

Mikilvægt er að virkja (activate) chaga fyrir notkun. Þetta á við alla læknandi sveppi. Þá er heitu vatn einfaldlega hellt yfir duftið en þetta bætir upptöku þess.

Vinsælt er að drekka chaga sem drykk, í kakó, sem kaffi eða te. Þó vinsældir þess séu að aukast núna er þetta samt aldagömul aðferð sem var mikið notast við í bæði fyrri og seinni heimstyrjöld! Hér er einföld chaga uppskrift sem ég vona að þú prófir.

Eitt ráð sem ég geri ef ég vill setja chaga útí kaldan búst er að setja ¼ bolla af sjóðandi vatni yfir chagaduftið í bolla og kæla yfir nótt eða í smá stund áður en ég sett útí búst.


Lesa einnig:
Magnesíum drykkurinn sem slær á sykurþörf og bætir svefn
Streita og magnesíum
Túrmerik latte á tvo vegu

chaga kakó


Chaga heitt kakó


1 lítil poki chagaduft frá Foursigmatic
1 ½ bolli sykurlaus möndlumjólk eða önnur jurtamjólk
1 msk kakóduft
1 msk kókospálmanektar frá Biona eða kókosykur
1 tsk kókosolía
¼ tsk kanill
¼ tsk vanilludropar

1. Byrjið á því að sjóða vatn í katli. Hellið ½ bolla af sjóðandi vatni yfir chagaduftið.

2. Hitið möndlumjólk í potti.

3. Hrærið öllu saman í blandara. Bætið við meira af kakó og sætu eftir smekk.

Athugasemdir:

Einnig er hægt að nota aðra tegund af sveppadufti frá Foursigmatic ef chagaduftið fæst ekki. Fleiri staðir þar sem sveppaduft hefur fengist er t.d fra vivolife sem fæst í netverslun yogi.is, Systrasamfélagið eða hjá Önnurósu- eða kolbrúnu grasalækni.

Kókospálmanektarinn sem vísað er í fæst í nettó og heilsuhúsinu sem dæmi.

Láttu vita í spjallinu að neðan, hefur þú prófað chaga?
Vekur þetta áhuga að gera hollt chaga kakó?

Hlakka mikið til að heyra frá þér!

Heilsa og hamingja

Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?

Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.

Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!

4 Comments

 1. guðbjört ásdís says:

  Mer list vel a þennan svepp Þarf að profa hann

 2. Vilborg Hjartardóttir says:

  Hef áhuga á að kynna mér og prófa chaga sveppinn. Hvar er best að fá hann.
  Kv. Vilborg

  • Þjónustufulltrúi says:

   Mæli algjörlega með honum! 😉 Hann fæst á veganbudin.is frá merki sem heitir foursignamtic 🙂

   kv. Katrín

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *