Magnesíum drykkurinn sem slær á sykurþörf og bætir svefn!
5 mínútna heilsuskot gegn kvefi og pestum
26th August 2019
Orkulaus? Fáðu þér Miami-smoothieskálina
12th September 2019
5 mínútna heilsuskot gegn kvefi og pestum
26th August 2019
Orkulaus? Fáðu þér Miami-smoothieskálina
12th September 2019
Show all
Deildu á facebook
Facebook

Magnesíum drykkurinn sem slær á sykurþörf og bætir svefn!

Magnesíum er eitthvað sem við ættum öll að innbyrgða á hverjum degi til þess að viðhalda hamingju kroppsins.

Hér deili ég með ykkur kvöld drykknum mínum sem gerir kraftaverk fyrir þá sem glíma við svefnvandamál eða eru gjarnir að ráfa um í eldhúsinu leitandi að snarli eftir kvöldmat! Höfum við ekki annars öll verið þar?

Drykkurinn veitir slakandi áhrif ásamt því að hafa mjög jákvæð áhrif á liðina og taugakerfið.

Lestu áfram til þess að vita hvernig ég blanda þessa himnasendingu!


Drykkurinn er

  • einfaldur
  • fljótlegur
  • frábær til að slá á sykurlöngun
  • dásamlega bragðgóður

 

magnesíum

Í drykkinn nota ég magnesíumrík hráefni eins og brasilíuhnetur, hörfræ og banana.

Að neyta nóg af magnesíum hefur hjálpað mér að bæta svefninn til muna, dregur verulega úr sykurlönguninni og hjálpar líkama mínum að ná endurheimt eftir æfingar. Þar að auki heldur magnesíum meltingunni minni í góðu standi!

Ég fékk innblásturinn af þessum drykk frá henni dásamlegu Luice hjá Green Kitchen Stories. Hún kallar drykkinn“Good night smoothie” eða “Góða nótt drykkinn”.

En nóg um það! Við skulum vinda okkur í uppskriftina.

Lesa einnig:
7 einfaldir hlutir sem slá á sykurþörf
Heitt Chaga Kakó
Matcha Orka í tveimur útgáfum

magnesíum

Byrjið á því að leggja hnetur í bleyti um morguninn eða kvöldið áður.  Byrjið á að skola af hnetum í sigti. Við ferlið að leggja í bleyti og skola af með fersku vatni losnar um ensymhindranir í hnetum sem eykur upptöku þeirra. Í einföldu máli þýðir það að þær verða betri fyrir meltinguna og næringarefni sem og prótein verða auðveldari fyrir líkamann að vinna úr.

Setjið svo öll hráefnin (sjá uppskrift neðar) í könnuna og hrærið, ég bætti við smá artic tyme sem er róandi jurt (sem hefur einnig góð áhrif á tíðahringinn) og það kom ekkert smá vel út. Íslenskt og hreint.


Magnesíum drykkur

¼ bolli brasilíuhnetur og 1 bolli vatn (sjá athugasemdir)
1 bolli vatn
½ banani
¼-1/2 tsk kanil
¼ tsk vanilladuft eða 2-3 vanilludropar
1 tsk hörfræ
1-2  msk kókospálmanektar síróp frá Biona
¼ -1/s tsk arctic thyme frá Íslensk hollusta (róandi jurt)

Um morguninn eða daginn áður:
Leggið brasilíuhnetur í bleyti.

1.  Skolið af brasilíuhnetum í sigti. Setjið hnetur og vatn í blandara og vinnið í brasilíumjólk.

2.  Setjið rest af hráefnum í blandara og vinnið þar til silkimjúkt. Smakkið til og bætið við meira af sætu eða kryddum eftir smekk.

3.  Drekkið fyrir ljúfan og djúpan nætursvefn.

Athugasemdir:
* Einnig má nota 1 og ½ bolla af möndlumjólk í stað brasilíuhneta og vatns.
* Það má sleppa artic thyme. 

Heilsa og hamingja

Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?

Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.

Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *