Matcha orka í tveimur útgáfum
Ertu að brenna út? 3 skref sem setja heilsuna aftur í forgang
28th August 2018
Bryndís léttist um 13kg og fann sjálfstraustið
11th September 2018
Ertu að brenna út? 3 skref sem setja heilsuna aftur í forgang
28th August 2018
Bryndís léttist um 13kg og fann sjálfstraustið
11th September 2018
Show all
Deildu á facebook
Facebook

Matcha orka í tveimur útgáfum

Ég er með algjört æði fyrir matcha!

Ef þú glímir við orkuleysi eða streitu er matcha te-ið eitthvað sem þú vilt kynna þér betur!

Ég deili með þér matcha í tveimur útgáfum í dag. Bæði Heitt Matcha latte og Karmellu Matcha fyrir þessa daga þegar þig langar að gera vel við þig!

Næringarríkir drykkir eins þessir eru tilvaldnir til að koma þér af stað í breyttu mataræði og er það einmitt það sem meðlimir sem byrja í Frískari og orkumeiri á 30 dögum eru byrjaðir að gera! Lokað hefur verið fyrir skráningar en þú getur skráð þig á biðlista hér!

Matcha er japanskt grænt te í duftformi og gríðarlega ríkt af andoxunarefnum.  Matcha er sagt kvíðastillandi, bólgueyðandi og eflandi fyrir orku, einbeitingu og brennslu.

matcha

Ég verð að játa að ég var aldrei hrifin af matcha áður fyrr en ég fór síðan að virkilega að fikra mig áfram með teið og úr urðu þessar uppskriftir. Það verður að vera einhver sæta til staðar og nota ég hlynsíróp í stað sykurs. Sjálfsagt er að nota stevíu eða kókospálmanektar í staðinn, en það eru báðir góðir staðgenglar sykurs og hækka blóðsykurinn síður.

Ég nota matcha sett með bambus písk og skeið frá energy matcha. Einnig má nota hefðbundna skál og písk til að blanda, þó fylgir ákveðin stemmning að nota ekta matcha sett.

Afar einfalt er að gera matcha. Byrjað er á því að sjóða vatn og hræra matcha duftið samanvið ásamt hlynsírópi

matcha

Næst er kókosmjólk (flóuð) og hellt yfir.

matcha

Hér má listamaðurinn í okkur öllum koma fram og hægt að leika sér með munstur.

matcha

Matcha latte í tveimur útgáfum

4 innihaldsefni og 5 mínútur í undirbúning! Hið fullkomna orkuskot í morgunsárið!

Heitt Matcha latte

½ tsk matchaduft

1 msk heitt vatn

2 msk hlynsíróp

1 bolli kókosmjólk hituð (ég nota frá coop en einnig má nota kasjúhnetumjólk frá rebelkitchen, bæði fæst í nettó)

Karamellulatte:

½ tsk maca (ég nota frá rainforest sem fæst í nettó)

½ tsk lucuma

½ tsk vanilludropar

10-15 dropar stevia með karamellubragði frá good good brand

1 tsk MCT olía

1. Byrjið á að sjóða vatn.

2. Hrærið næst ½ tsk af matcha dufti samanvið 1 msk af heitu vatninu þangað til blandan er kekkjalaus. Bætið hlynsírópi við og ef þið ætlið að gera karamellulatte má bæta því við hér. Einnig má nota hefðbundinn písk til að blanda.

3. Flóið kókosmjólkina í potti. Einnig er hægt að nota mjókurflóunarkönnu sem fylgir espressó vélum eða nota mjólkurfreyðara ef þið viljið sérstaklega fallega og mikla froðu.  

4. Hellið matcha duftinu í bolla og flóuðu kókosmjólkinni yfir.

Ég vona að þið njótið og ekki gleyma að tagga @lifdutilfulls á Instagram ef þú prófar uppskriftina og deila á Facebook ef þú elskar þetta jafn mikið og ég og þetta er nýja orkuskotið þitt!

 

Heilsa og hamingja

Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?

Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.

Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *