10 mín súkkulaði brownie
Heitt chaga kakó
9th February 2024
Grænmetissúpa gegn flensu og kvefi
19th February 2024
Heitt chaga kakó
9th February 2024
Grænmetissúpa gegn flensu og kvefi
19th February 2024
Show all
Deildu á facebook
Facebook

10 mín súkkulaði brownie

Hvað er betra en heit brownie súkkulaðikaka sem er fullkomlega mjúk í miðju og örlítið stökk að utan…toppuð með uppáhalds vanillu ísnum þínum og ferskum jarðaberjum ?

Þessi uppskrift er öðruvísi en hefðbundin brownie þar sem allt er sett í pönnu og eldað á hellunni á innan við 10 mín…hversu einfalt?!

Uppskriftin er án hvíts sykurs, hveitis, glúteins og mjólkurafurða. Fyrir þá sem eru vegan er auðvelt að skipta út egginu fyrir hörfræ eggi, sjá athugasemdir.


Súkkulaði brownie á pönnu

1 bolli eða 25 gr malað haframjöl

25 gr 70% lífrænt súkkulaði

1 egg

50 ml jurtamjólk að eigin vali t.d kókosmjólk eða möndlumjólk

1 msk eða 20 gr möndlu- eða hnetusmjör 

35 gr kókossykur 

½ tsk vínsteinslyftiduft 

¼ tsk gæða salt 

1 msk kókosolía, fyrir pönnuna 

Ofaná: saxað súkkulaði eða súkkulaðibitar og handfylli af valhnetum, smátt saxað


1. Setjið allt í blandara nema kókosolíu, súkkulaðibita og valhneturnar.

2. Blandið helmingin  af súkkulaðibitunum og valhnetunum saman við og geymið rest til að skreyta kökuna þegar hún hefur verið elduð.

3. Hitið olíu á pönnu. Setjið alla blönduna út í og ​​eldið í 6 mínútur við lágan hita, setjið lok á, slökkvið og látið standa í 2 mínútur með loki.

4. Kveikjið aftur undir með meðalhita í 5 mínútur eða skemur – allt eftir því hvernig þér finnst best að borða brownie (annaðhvort smá blaut í miðjunni eða fullbökuð).

Lesa einnig:
Svartbauna brownie úr sykuráskorun!
Ekta súkkulaði brownie úr bókinni
Súkkulaði brownies með möndlusmjörkremi og poppuðu kínóa

Athugasemdir:

Einnig er hægt að elda þessa brownie í ofni ef þess er kosið í eldföstu móti, munið að smyrja mótið áður en deigið fer í. Eldið við 180 gráður í c.a 22-30 mín, tímalengd fer eftir hversu fulleldað þú vilt að kakan sé.Skiptið út egginu fyrir 1 hörfræ eggi fyrir vegan valkost með því að blanda saman 1 msk af möluðum hörfræjum samanvið 3 msk af sjóðandi vatni. Leyfið að standa í 5-10 mín áður en þið notið.

Ekki gleyma að deila þessari ljúffengu uppskrift með vinkonu eða öðrum sem þú heldur að muni gagnast.

Taggaðu lifdutilfulls á instagram með þína útfærslu ef þú gerir. Við elskum að sjá!

Fyrir fleiri uppskriftir og ráð að hollum lífstíll vertu viss um að fyglja okkur á Facebook og Instagram.

Heilsa og hamingja

Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?

Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.

Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *