Grænmetissúpa gegn flensu og kvefi
10 mín súkkulaði brownie
12th February 2024
Árlega blóðprufan
4th March 2024
10 mín súkkulaði brownie
12th February 2024
Árlega blóðprufan
4th March 2024
Show all
Deildu á facebook
Facebook

Grænmetissúpa gegn flensu og kvefi

Ég lá í flensu með kvef og höfuðverk og það eina sem mig langaði í var góð matarmikil grænmetissúpa.

Eins og svo margar uppskriftir hjá mér, verða þær til eftir hreinni löngun eða “cravings”.

Þessi súpa er eitt það dásamlegasta sem hægt er að hugsa sér þegar flensu sækir að, nú eða bara þegar kuldi sækir að og þér langar í eitthvað hlýtt. Súpan er bragð- og matarmikil og það kemur skemmtilega á óvart að það kemur smá sætt bragð frá fennel sem er notað sem er notað í súpuna. 

Fæða sem styður við ónæmiskerfið einkenna súpuna og þar á meðal nota ég túrmerik, engifer, lauk og beinaseyði.

Túrmerik hefur lengi verið notað í lækningaskyni og hefur sérstaka bólgueyðandi eiginleika. Beinaseyði er sérstaklega græðandi fyrir meltingu og læknandi fyrir líkaman. Engifer og laukur rífur í og vinnur á  því að hreinsa upp kerfið og losa um bakteríur.

Lesa einnig:
Hlýlegt vetrarsalat með graskeri, linsubaunum og grænkáli
Fyllt sæt kartafla með hvítlaukssósu
Lax með ristuðum kókosflögum, kartöflum og aspas

Ljósmyndir í eigu Ashley frá Rise shine cook.

Matarmikil grænmetissúpa fyrir kvef og flensu

Uppskriftin er fyrir tvo en auðvelt er að tvöfalda halda. Geymist í ísskáp í allt að 4 dögum eða í frysti í allt að 3 mánuðum.

Vökvi:
1 krukka lambaseyði frá bone and marrow (500 ml)
250-350 ml vatn, fer eftir hversu mikin vökva þið viljið ég nota 250 ml

Grænmetið:
1 væn tsk ghee, sírt smjör frá bone and marrow eða olífuolía
1 sætar eða venjulegar kartöflur, afhýddar og skornar í munnbita
2 nípur, afhýddar og skornar í munnbita eða smátt
4 gulrætur, skolaðar og skornar smátt
½ blaðlaukur, skolaður og skorin smátt
1-2 shallot laukar, skornir smátt
1 tsk engiferrót fersk, skorin smátt (notið meira ef viljið)
½ búnt steinselja, söxuð smátt
2 stór grænkáls lauf, skorið gróflega

Krydd:
1 tsk Túrmerik krydd
1 tsk Oreganó
2 tsk Herbes de provence frá kryddhúsinu, sjá athugasemdir (inniheldur timían, oreganó, fennelfræ, basilikku, rósmarín, lavender, salvíu)
Salt og pipar eftir smekk

Prótein (val):
½-1 dós hvítar baunir (e:butter beans) eða 1 kjúklingabringa eða lambakjöt*


1. Byrjið á að hita pott með smá ghee eða olífuolíu í potti.

2. Bætið út í shallot laukin og sætu kartöflurnar ásamt kryddum. Hrærið í 3-5 mín. Ef það fer að festast í botnin bætið örlítið af lambaseyðinu úti og hrærið.

3. Bætið við rest af grænmeti, fyrir utan grænkálið út í pottin. Hellið svo aðeins af lambaseyði yfir. Hrærið í 3-10 mín. Því lengur sem grænmeti og krydd fá að mallast því bragðmeiri verður súpan.

4. Bætið restinni af lambaseyði og vökva úti ásamt grænkáli. Smakkið til og bætið við kryddum ef vild. Leyfið að malla í 10-20 mín eða þar til grænmeti er fulleldað. Njótið.

Athugasemdir:
Hægt er að nota kjúklinga beinaseyði heimagert eða keypt, nautaseyði frá bone and marrow eða vegan kjúklinga beinaseyði.
Hægt er að nota það grænmeti sem best fæst hverju sinni eða þú hefur mesta löngunina í. T.d er hægt að nota sellerí í staðinn fyrir blaðlauk. Nú ef þér þykir nípur ekki góðar eða þær fást ekki er hægt að nota meira af gulrótum/kartöflum í staðinn. Einnig er hægt að bæta við hvítkáli í súpuna.


Við birtingu þessa bloggs hefur kryddblandan í Herbes de provence breyst og ný blanda komin. Í henni er ekki þá ekki lengur fennel og lavender. Fennel kemur með örlítið sætt bragð sem er sérstaklega gott en þá hægt að kaupa fennel eitt og sér eins og hér og bæta út í ef þess er kosið. 

Þessi súpa gerði aldeilis töfra við flensu- og kvefeinkennin sem ég fann og fór mér að líða betur með hverjum degi.

Mér finnst sérstaklega gott að fá mér ristað brauð með súpunni, ég notaði glútenlaust frá brauðhúsi grímsbæjar með smjöri og soðnum eggjum.

Láttu mig vita í spjallið að neðan hvort þú prófir þessa uppskrift og hvernig smakkast!

Ekki gleyma svo að tagga okkur á Instagram ef þú gerir þér þessa súpu, við elskum að sjá ykkar útfærslur.

Heilsa og hamingja
Júlía

Heilsa og hamingja

Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?

Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.

Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *