Árlega blóðprufan
Grænmetissúpa gegn flensu og kvefi
19th February 2024
Hár blóðþrýstingur: Einkenni og hvað er til ráða?
11th March 2024
Grænmetissúpa gegn flensu og kvefi
19th February 2024
Hár blóðþrýstingur: Einkenni og hvað er til ráða?
11th March 2024
Show all
Deildu á facebook
Facebook

Árlega blóðprufan

Woman doctor nutritionist hands in white shirt with omega 3, vitamin D capsules with green vegan food. The doctor prescribes a prescription for medicines and vitamins at clinic, healthy food and treatment

Á hverju ári eða jafnvel oftar fer ég í blóðprufu til að kanna stöðu líkamans.

Ég deildi því með ykkur á samfélagsmiðlum um daginn og fékk mikið að  jákvæðum viðbrögðum og spurningum svo mér datt í hug að deila hér hvað ég læt mæla og hvernig það hjálpar mér að styðja enn frekar við heilsuna.

Enda þykir mér árleg skoðun vera eitthvað sem við öll ættum að gera.


Af hverju að fara í blóðprufu?

Alveg eins og við förum með bílinn okkar í skoðun, ættum við að láta skoða líkaman okkar. 

Niðurstöður blóðrannsókna segja okkur fyrst og fremst hvar líkaminn okkar er staddur, hvað er í lagi og hvað þarf sérstaka athygli. Niðurstöðurnar hjálpa okkur einnig að taka ákvarðanir um breytingar í mataræði og bætiefnum sem mun aðstoða okkur að ná hámarks heilsu.

Mikilvægt er að taka fram að blóðprufur á sérstökum hormónum eins og skjaldkirtli eða fæðuóþol eru ekki alltaf nægilega marktækar og því mikilvægt að fara í ítarlegri rannsóknir sem gefa nákvæmari mælingu á slíku.

Hvernig á að óska eftir blóðprufu?

Óskað er eftir blóðprufu hjá heimilislækni eða öðrum lækni. 


Það sem ég læt mæla á hverju ári:

Það er mismunandi hversu ítarlega mælingu ég fer í á hverju ári og miðast það við þær áherslur ég er með hverju sinni í heilsunni en þó eru alltaf ákveðin atriði sem óska eftir að séu mæld og þau eru eftirfarandi:

B-12 
Járn
D-vítamín
Steinefni þ.a.m natríum, kalium, kalsíum, magnesíum
Skjaldkirtill
Helstu hormón (þetta er einstaklingsbundið ef þú ert t.d að vilja verða ólétt eða ert á breytingaskeiði þá væri áherslur breytilegar en læknir getur bent á)
Fleiri þættir sem mælist gjarnan í almennri blóðrannsókn má sjá hér.

Lesa einnig:
6 fæður til að borða yfir breytingaskeiðið
Bestu bætiefnin eftir fertugt (uppfært)
Hægðatregða og meltingin

Afhverju ég læt mæla þessi vítamín og þætti ?

B – 12: er eitt af mikilvægustu vítamínum sem líkaminn þarf á að halda.  B-12 vítamín er helst að finna í dýraafurðum, þar af leiðandi ef viðkomandi er á grænmetisfæðu getur verið mikilvægt að mæla stöðu B – 12 vítamíns í líkamanum, sérstaklega ef það er ekki tekið inn í bætiefna formi. Talið er að B-12 vítamínskortur sé 30% hjá þeim sem borða dýra­af­urðir og um 60% hjá þeim sem eru græn­met­isæt­ur eða veg­an.  Dæmi um einkenni vegna skorts á B12 vítamíni geta meðal annars verið þreyta, þróttleysi, náladofi, fölur húðlitur, minnistap, meltingartruflanir og fleira.

Járn: Járn er að finna ýmist í rauðu kjöti, rauðvíni og fleiri fæðutegundum. Konur eru líklegri til að glíma við járnskort en karlar. Algengasta einkenni járnskorts er þreyta. Lestu meira um járnskort hér.

D-vítamín: D-vítamín er ríkt í sólarljósinu. Lestu meira um D-vítamínskort hér.

Steinefni: Steinefni gegna mikilvægu hlutverki í margþættri líkamsstarfsemi. Þau styðja t.d við heilbrigða afeitrun líkamans og stjórn á sykurlöngun svo eitthvað sé nefnt. 

Ítarlegri rannsóknir

Hægt er að fara í margar aðrar rannsóknir sem gefa mun ítarlegri niðurstöður. Stundum er slíkt mikilvægt, til að komast að rót heilsubrest og hef ég sótt nokkrar rannsóknir í gegnum árin. 

Slíkar rannsóknir geta verið kostnaðarsamar en á sama tíma hugsa ég ávallt, það er líka kostnaðarsamt að lifa í blindni og vita ekki hver orsök ójafnvægis er í líkamanum. 

Í þeim tilfellum þegar um ræðir ítarlegri rannsóknir er mælt með að vinna með fagaðila til að úrvinnsla á niðurstöðum sé auðskiljanleg, svo þú fáir áætlun um framhaldið og eftirfylgnina sem þú þarft. Þær rannsóknir sem ég hef fyrsta flokks reynslu af sjálf og hef farið í gegnum og gagnaðist mér eru m.a eftirfarandi:

  • Hársýni til að sjá ítarlega stöðu á steinefnum eða á ensku Hair mineral analysis þá sendar út til Bandaríkjanna t.d. Í mínu tilfelli kom í ljós á ákveðnum tíma gríðarlegur skortur sem var eftir mikið streitu- og álags tímabil í lífi mínu.
  • Hár, þvag- og hægðasýni hjá Nordics labs, sýnin eru send til Kaupmannahafnar í Danmörku. Í mínu tilfelli var Nordics labs eina sem gat skýrt áratugalangt hormónaójafnvægi, eitthvað sem engin læknir á íslandi gat bent mér á.

Fleiri aðilar hérlendis bjóða vissulega upp á allskyns heilsufarsmælingar. Þær hef ég þó ekki farið í gegnum sjálf eða kynnt mér nægilega vel til að getað mælt með.  Ef ég geri svo í framtíðinni og kemst að einhverju sem mér finnst um muna, mun ég þó klárlega uppfæra þetta blogg.

Einstaklingsmiðuð nálgun á heilsuna

Eftir að hafa hjálpað þúsundum kvenna í núna meira en áratug veit ég að það er ekki það sem fjölmiðlar segja okkur sem skiptir mestu máli hvað heilsuna varðar heldur er það þegar við lærum inn á okkar eigin líkama.

Það er þess vegna sem við bjóðum upp á 3-6 mánaða einkastuðning með heilsumarkþjálfa og næringar- og lífstílsráðgjafa þar sem þú mótar þitt lífsstílsplan, skapa breyttar venjur sem þú heldur svo út og byrjar þannig að sjá árangurinn sem þú þráir áreynslulaust. Engar öfgar. 

Þar byrjum við á að fá ítarlega heilsusögu ásamt niðurstöður blóðrannsókna ef þess er þörf. Þetta gefur okkur innsýn inn í þau bætiefni, mataræði og hreyfing sem henta og gert er sérsniðið plan sem unnið er svo eftir. 

Til að komast að því hvernig slík heilsumarkþjálfun virkar bjóðum við í takmarkaðan tíma upp á ókeypis 15 mín símtöl án bindingar til að fara yfir heilsu þína.

Símtalið mun hjálpa þér að fá skýrleika á næstu skrefum og innsýn inn í hvernig heilsumarkþjálfun hefur aðstoðað aðra í svipuðum sporum. Takmarkaðir komast að hverju sinni til að gæta aðhalds.


Fáðu ókeypis símtal um heilsu þína strax í dag.

 Ath. takmarkaðir tímar í boði. Ef engin tími birtist hafðu samband við studningur@lifdutilfulls.is

Nú langar mig að heyra frá þér…

Ferð þú í blóðprufur árlega? Hvernig ákvarðar þú þína bætiefna inntöku? 

Hlakka til að kafa dýpra með þér í spjallið að neðan…

Ekki gleyma svo að deila þessari grein yfir ef þér þótti hún áhugaverð og senda á vinkonu sem gæti þurft á henni að halda!

Fyrir fleiri uppskriftir og ráð að hollum lífsstíll vertu viss um að fylgja okkur á Facebook og Instagram ef þú hefur ekki nú þegar!

Heilsa og hamingja

Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?

Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.

Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *