Hægðatregða og meltingin
Súkkulaðibitaklattar með heslihnetum og höfrum
5th December 2022
10 lausnir við hægðatregðu
7th March 2023
Súkkulaðibitaklattar með heslihnetum og höfrum
5th December 2022
10 lausnir við hægðatregðu
7th March 2023
Show all
Deildu á facebook
Facebook

Hægðatregða og meltingin

hægðatregða

Glímir þú við hægðatregðu?

Ert melting þín innan heilbrigða marka?

Hér að neðan tel ég upp einkenni hægðartregðu og hver orsök hennar eru en einnig hvað einkennir heilbrigða meltingu og hvernig hægt er að koma henni í heilbrigðara ástand.

Þið sem þekkið mína sögu vitið að ég glímdi við iðruólgu (IBS) sem barn og þar af leiðandi gátu mínar hægðir t.d. verið annan hvern dag eða engar í 5 daga.

Það var svo í raun ekki fyrr en nokkrum árum síðar, þegar ég breytti mínum lífsstíl og náði þar með að halda einkennum iðrubólgunnar í algjöru lágmarki, að ég upplifði hvernig heilbrigð meltinga á að vera og áttaði mig á því hvað hægðatregðan sem fylgdi iðruólgunni hafði mikil áhrif á heilsu mína og líðan. 

Sjálf hefði ég því viljað fá þessar upplýsingar sem ég miðla með ykkur í dag þegar ég var að hefja mitt ferðalag og vona ég að það hjálpi þér að átta þig betur á stöðu meltingar þinnar betur.

xf

Lesa einnig:

5 ráð til að efla meltingu og brennslu á 48 klst

Meltingagerlar sem hjálpa við bólgur og hægðatregðu

5 ráð við bjúg, uppþembu og meltingaróþægindum

Mikilvægi góðrar meltingar

Það er sagt að meltingin sé grunnur að góðri heilsu og því ætti umtal um meltingu eða fjölda klósettferða hjá okkur ekki að vera neitt feymnismál.

Meltingin sér til þess að næra líkamann. Þessi næringarefni næra allar frumur, kynda líkamann okkar fyrir orku og efnaskiptum, gera við og halda bólgum í skefjum, viðhalda heilbrigðri þyngd og veita hvarfefni hormóna, taugaboðefna og annarra sameinda. Sjúkdómar getað einnig byrjað útfrá meltingarójafnvægi.

Við viljum því að meltingin okkar sé góð og sjái til þess að úrgangur losni nátturulega úr líkamanum.

Hvernig veistu að þú sért með hægðatregðu?

Eftirfarandi eru einkenni hægðatregðu:

  • Færri en þrjár hægðir á viku.
  • Lekkjulegar eða harðar hægðir og/eða niðurgangur.
  • Áreynsla við að hafa hægðir.
  • Finnst eins og það sé stífla í endaþarmi sem kemur í veg fyrir hægðir.
  • Líður eins og þú getir ekki tæmt hægðirnar alveg.

Þeir sem glíma við hægðatregðu geta einnig upplifað bólgur, bjúg, einbeitingaskort, heilaþoku, minnisleysi, andlega depurð, pirrings, mikla streitu ofl.

Ef þú hefur ekki haft hægðir í þrjár vikur eða lengur er ráðlagt að leita til læknis til að komast að undirliggjandi vandamáli.

Hvernig veistu að þú sért með heilbrigða meltingu?

Eftirfarandi eru einkenni heilbrigðar meltingar:

  • Hægðir frá 1-3 á dag upp að þrisvar í viku er eðlilegt.
  • Sléttar og þéttar hægðir
  • Sársaukalausar hægðir sem fara auðveldlega í gegn.
  • Ekki of mikil uppþemba eða vindgangur. 
  • Að þurfa fara á klósettið 30-72 klst frá máltíð.

Önnur merki um að meltingin sé góð er jöfn orka yfir daginn, hugurinn skýr og eðlileg streituviðbrögð.

Skref til þess að losna við hægðatregðu

Ef þú glímir við hægðatregðu og/eða vilt bæta meltinguna er fyrsta skrefið að átta sig á orsökinni. Hún getur verið ólík hjá okkur öllum. Eitthvað sem virkar fyrir mig virkar ekki endilega eins vel fyrir þig.

Helstu orsakir hægðatregðu eru m.a

  • Að borða ekki nægar trefjar, sem finnast í ávöxtum, grænmeti og korni.
  • Að drekka ekki nægan vökva.
  • Að hreyfa sig ekki nóg og eyða of miklum tíma sitjandi eða liggjandi.
  • Að hunsa löngunina til þess að fara á klósettið.
  • Breyting á mataræðinu eða daglegu lífi. T.d útlandaferðir eða önnur breyting.
  • Streita og álag.

Eftir að þú áttar þig á hugsanlegri orsök er auðveldara að vinna úr því. 

Segjum sem svo að þú drekkir ekki nóg af vatni yfir daginn, þá getur þú sett þér það markmið að drekka tvo lítra á dag. 

Ef þú ert gjörn á að sitja lengi við tölvu , getur þú sett þér markmið að standa upp á 2 klst fresti í 5-10 mín og ganga aðeins um eða fara alltaf í stutta göngu eftir að þú ert búin að borða. 

Ef þú ert gjörn að borða undir streitu og álagi, settu þér markmið að borða ávallt í ró og næði svo melting geti sinnt sínu hlutverki sem best.

Einnig getur þú kynnt þér þessi 5 ráð sem örva meltinguna í greininni hér.

Langtímalausnin liggur í breyttum lífsstíll

Ef þú glímir við hægðatregðu, sykurlöngun, orkuleysi og/eða aukakíló gæti það bent til þess að líkaminn þurfi á smá hreinsun að halda. Slík breyting getur mýkt hægðir og losað um það sem situr fast, aukið brennslu og gefið líkamanum ákveðna endurræsingu ef svo má segja.

Slík hreinsun þarf ekki að vera kvalarfull heldur getur þú upplifað hana södd og sæl allan tíman.

Aðeins núna býðst þér að koma á ókeypis fyrirlestur með mér til þess að læra nánar um hreinsandi fæðu og þau 3 skref sem koma meltingu í lag, minnka bjúg, vindgang og uppþemu og fríska rækilega upp á kroppinn! 

Hreinsandi fæða – ókeypis fyrirlestur!

Látið vita í spjallinu hér að neðan ef þessi grein vakti áhuga ykkar og hvort ykkur fyndist gagnlegt að fræðast næst um fæðu sem sérstaklega getur fyrirbyggt og unnið úr hægðatregðu.

Ekki gleyma að smella á læk á þessari færslu og deila áfram á samfélagsmiðlum. 

Heilsa og hamingja

Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?

Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.

Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *