Bestu bætiefnin eftir fertugt (uppfært)
Orkustangir með appelsínusúkkulaði og pistasíuhnetum
19th September 2023
11 ráð fyrir holl og ódýr matarinnkaup
4th October 2023
Orkustangir með appelsínusúkkulaði og pistasíuhnetum
19th September 2023
11 ráð fyrir holl og ódýr matarinnkaup
4th October 2023
Show all
Deildu á facebook
Facebook

Bestu bætiefnin eftir fertugt (uppfært)

Fyrir nokkrum árum skrifaði ég grein í tveimur hlutum um bætiefni fyrir konur eftir fertugt.

Bestu vítamín eftir fertugt
Bestu vítamín eftir fertugt II

Þar sem við erum alltaf að læra meira um þessi mál og rannsóknir sífellt að verða betri og nákvæmari,  langaði mig að koma með uppfærðan lista yfir bætiefni sem eru tilvalin fyrir konur yfir 40 sem vilja eldast eins og gott vín. 

Fjölvítamín

Þar sem næringarþörf líkamans getur breyst með árunum, getur komið sér vel að taka fjölvítamín til þess að tryggja að líkamin fái áfram alla næringuna sem hann þarf. Þessi fæðubótarefni innihalda yfirleitt úrval af vítamínum og steinefnum sem styðja við beinheilsu, ónæmiskerfið, orkuefnaskipti og almenna vellíðan, og hjálpa til við að viðhalda góðri heilsu. 

Fjölvítamín fást víða í dag og hægt að taka inn sérvalin fyrir konur.

Omega 3

Omega 3 fitusýrur eru nauðsynlegar fyrir okkur öll og spilar lykilhlutverk í starfsemi heila og hjarta og getur einnig dregið úr bólgum, liðverkjum og húðvandamálum. Omega 3 er sérstaklega mikilvægt þar sem það hjálpar okkur að vinna gegn aldurstengdum kvillum eins og aukinni hættu á hjartasjúkdómum og hrörnun heilans. Það mýkir upp húðina og stuðlar að fitubrennslu (sérstaklega um kvið).

Dropi er íslenskt fæðubótarefni úr kaldpressuðum íslenskum þorski sem er meiriháttar uppspretta af omega 3 og viðbætt með A- og D-vítamíni. 

D-vítamín

D-vítamín er lífsnauðsynlegt og spilar lykilhlutverk í upptöku á öðrum næringarefnum. D-vítamín hefur áhrif á ónæmiskerfi, blóð-, æða-, vöðva-, og taugakerfi og talið sporna fyrir ýmsum aldurstengdum heilsukvillum eins og sykursýki og hjartasjúkdómum.

D-vítamín er oft viðbætt í fjölvítamínblöndur eða omega-3 blöndur. Annars er hægt að taka það sér í töflu eða dropaformi.

Magnesíum

Eitt af því sem magnesíum gerir fyrir okkur er að jafna blóðþrýstinginn, sem er sérstaklega mikilvægt fyrir konur yfir fertugt þar sem þær eru í áhættuhópi fyrir of háan blóðþrýsting. Ef þú upplifir mikið af bólgum eða streitu getur magnesíum einnig verið frábært bætiefni, þar sem magnesíum kemur á jafnvægi og hjálpar að stjórna streitu hormónum. Magnesíum styður einnig við upptöku líkamans á kalsíum og spilar lykilhlutverk í heilbrigðri vöðva-, tauga- og hjartastarfsemi.

Það eru til margar tegundir af magnesíum sem má sjá hér í þessari grein.

Kollagen

Kollagen er gott fyrir liðina og húðina, einnig hjálpar það til við að halda orku í hámarki. Þegar konur eldast minnkar náttúruleg kollagen framleiðsla líkamans, sem getur stuðlað að hrukkum, lafandi húð og óþægindum í liðum. Kollagen uppbót getur hjálpað til við að stuðla að teygjanleika húðarinnar, raka og gefur unglegra útlit. Að auki getur hlutverk kollagens við að styðja við heilbrigði liðanna minnkað stífleika og önnur óþægindi sem stundum fylgja öldrun. 

Kollagen frá Feel Iceland er unnið úr íslenskum fiskiroði og nota ég daglega. Er það fáanlegt í bæði duft formi og töfluformi.

Resveratrol 

Resveratrol og lipósýra er þekkt fyrir andoxunareiginleika sína, sem hjálpa til við að berjast gegn oxunarálagi og bólgu í tengslum við öldrun. Jákvæð áhrif Resveratrols á hjarta- og æðastarfsemi, er sérstaklega viðeigandi þegar kemur að því að eldast vel. Að auki benda sumar rannsóknir til þess að resveratrol hjálpi til við að viðhalda heilastarfsemi og stuðla að langlífi. 

Nokkrar hágæða afurðir af Reseveratrol fást hjá heilsubarinn.

Lipósýra

Lípósýra gagnast okkur vegna þess að sama hversu hollt þú borðar, þá getur verið erfitt að halda jafnvægi á oxunar-/andoxunarefnum. Lípósýra gerir við skemmdar frumur og er eitt mikilvægasta öldrunar- og bólgueyðandi andoxunarefni sem þú getur innbyrt – eða borið á húðina þína. Lipósýra getur einnig verndað beinin þín þegar þú eldist og heldur frumunum þínum viðkvæmum fyrir insúlíni svo að blóðsykurinn þinn hækki ekki.  

Lipósýra fæst m.a hjá heilsubarinn í góðum gæðum.

Lesa einnig:
Losaðu þig við bólgur og bjúg
Svona lítur hreinsunardagurinn minn út
6 fæður til að borða yfir breytingarskeiðið

Hvaða bætiefni ert þú að taka inn til þess að eldast á besta mögulega hátt? Deildu þeim með okkur hér fyrir neðan!

Mundu svo að deila þessu á Facebook svo vinir þínir geti nýtt sér þennan fróðleik 🙂 

Fyrir frekari ráð og innblástur fylgdu okkur á Facebook og Instagram.  

Heilsa og hamingja

Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?

Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.

Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *