Ólíkar tegundir af magnesíum
Svona lítur hreinsunardagurinn minn út
19th December 2021
Oregano olía gegn flensu
7th February 2022
Svona lítur hreinsunardagurinn minn út
19th December 2021
Oregano olía gegn flensu
7th February 2022
Show all
Deildu á facebook
Facebook

Ólíkar tegundir af magnesíum

Vissir þú að það eru til margar ólíkar tegundir af magnesíum og hver þeirra þjónar mismunandi tilgangi í líkamanum?

Það er því ekki sama hvaða magnesíum þú kaupir út í búð.

Magnesíum er lífsnauðsynlegt steinefni og stuðlar að slökun í vöðvum og taugakerfi, endurheimt vöðva, bættum svefni og betri meltingu, minni sykurþörf, blóðsykursjafnvægi og vinnur með orkuvinnslu líkama og beina.

Magnesíum eyðist úr líkamanum með þvagi af völdum streitu og einnig líkamlegu álagi, þess vegna þurfa þeir sem glíma við streitu eða þjálfa mikið að vera sérstaklega á varðbergi gagnvart magnesíumskorti.

Hér fyrir neðan hef ég sett saman helstu tegundir af magnesíum og upplýsingar um notkun og neyslu hvers og eins svo þú getur áttað þig betur á því hvaða tegund hentar þér best..

Lesa einnig:

Magnesíum drykkurinn sem slær á sykurþörf og bætir svefn!
Streita og magnesíum
Magnesíum og súkkulaðilöngun

Ólíkar tegundir af magnesíum sem eru fáanlegar víða

Citrate

Góð virkni og auðveld upptaka.

Hjálpar við hægðatregðu og getur verið hægðarlosandi.

Getur hjálpað gegn sinadrætti og fótapirring og endurheimt vöðva.

Bætir svefn og róar taugakerfið.

Ódýrari kostur en þó góður. 

Tekið á kvöldin í duft eða töfluformi, yfirleitt fyrir svefn. Flestir þekkja Magnesíum citrate sem Slökun/Calm sem fæst m.a. í apótekum.

Hydróxið (Oxide)

Hjálpar við hægðatregðu enda nokkuð hægðarlosandi, gæti framkallað niðurgang.

Getur verið ertandi í maga fyrir þá sem eru viðkvæmir.

Getur fyrirbyggt brjóstsviða og sláð á einkenni bakflæðis.

Ódýrari kostur

Oft selt gegn lyfseðli t.d ef um magasár eða mikil hæðgatregða er að ræða. Við hægðatregðu er þó yfirleitt ráðlagt að prófa citrate fyrst og ef það dugar ekki, prófað hydroxíð.

Tekið á kvöldin í töfluformi.

Threonate

Talin með hröðustu virkni til heila

Gott fyrir taugakerfið, bætir minni og einbeitingu.

Hefur ekki hægðalosandi áhrif.

Virkar vel á sykurþörf

Dýrari kostur

3 hylki tekin daglega, tvö um miðjan dag og eitt 2 klst fyrir svefn. Fæst undir merki Dr.mercola.

Glycinate

Góð og auðveld upptaka.

Styður við endurheimt vöðva og er slakandi

Hefur ekki hægðalosandi áhrif

Öruggt og flestir þola vel.

Hylki tekið yfir daginn eða fyrir svefn.

Aðrar tegundir sem eru þó ekki eins auðfáanlegar

Malate

Vinnur gegn þreytu og orkuleysi

Vinsælt hjá íþróttafólki

Vinnur gegn vöðvaþreytu, sinadráttum og fótapirring

Gott gegn vefjagigt

Hjálpar fólki sem glímir við langvarandi þreytu.

Yfirleitt hylki sem tekið er samkvæmt ráðleggingum umbúða.

Taurate

Frábært fyrir hjarta- og æðakerfi

Ráðlagt fyrir þá sem hafa háan blóðþrýsting, hafa fengið hjartaáfall eða eru í áhættihópi fyrir hjartasjúkdóma

Erfitt að fá á íslandi.

Hylki tekið samkvæmt ráðleggingum umbúða.

Ekki var farið yfir allar tegundir magnesíum hér að ofan heldur einungis þær helstu.

Mín rútína með magnesíum

Ég finn gríðarlega mikin mun á mér þegar ég tek inn magnesíum og þegar ég geri það ekki og því hefur þessi rútína hér að neðan virkað vel fyrir mig. Mikilvægt er að muna að þegar ég deili minni rútínu þýðir ekki að hún virki fyrir þig en ég hvet þig til þess að nota hana sem innblástur til að finna þína eigin og prófa þig áfram. Við erum öll misnæm og með ólíka þörf fyrir magnesíum.


Daglega tek ég annaðhvort L-Threonate, frá dr mercola eða Magnesíum bylting að degi til í töfluformi. Magnesíum bylting er í raun samblanda af 7 mismunandi tegundum af magnesíum.. Þetta tvennt stuðlar m.a. að bættri einbeitingu, vinnur á sykurþörf, minnkar fótapirring, endurheimtar vöðva og hefur ekki hægðalosandi áhrif.

Fyrir algjöra slökun, betri svefn og enn frekari endurheimt á vöðvum tek ég 1-2 í viku eða sjaldnar Magnesíum slökun sem er magnesíum citrate, tekið í duftformi að kvöldi til. Mikilvægt er að taka ekki of mikið annars getur það haft mjög hægðalosandi áhrif.

Lærðu um magnesíumríka fæðu sem vinnur gegn sykurþörf, streitu og síþreytu og minnkar verki

Komdu á ókeypis fyrirlesturinn minn á netinu –“3 einföld skref sem halda sykurlöngun burt, brenna fitu náttúrulega og tvöfalda orkuna!” til læra meira!

Með því að skrá þig færðu einnig..

  • 3 skrefa formúlu mína til að losna við sykurlöngun…án þess að mega aldrei aftur borða nammi
  • Hvaða sætugjafa á að nota og hverja EKKI
  • Algengustu mistökin í breyttum lífsstíl sem geta leitt okkur í fitugildru
  • 5 orkuríkar fæðutegundir sem slá á sykurlöngun nær samstundis mínum sem er skotheld vörn gegn sykurlöngun
  • Uppskrift af drykk sem er skotheldur gegn sykurlöngun

Smelltu hér til að skrá þig á ókeypis net-fyrirlesturinn.

Láttu mig vita í spjallinu hér: hvaða magnesíum tekur þú inn? hvað vakti áhuga þinn við þessa grein?

Ekki gleyma svo að deila með vinum og fjölskyldu á Facebook eða Instagram, sérstakega ef þú átt vinkonu sem tekur inn magnesíum!

Heilsa og hamingja

Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?

Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.

Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *