Oregano olía gegn flensu
Ólíkar tegundir af magnesíum
10th January 2022
Bolludags-bollur með kókosrjóma
21st February 2022
Ólíkar tegundir af magnesíum
10th January 2022
Bolludags-bollur með kókosrjóma
21st February 2022
Show all
Deildu á facebook
Facebook

Oregano olía gegn flensu

Það virðist sem margir hafa gripið með sér flensu upp á síðkastið, ég sjálf lá niðri með hálsbólgu, kvef og flensu og náðu að hrista það af mér með góðri hvíld, svefni, hreinni fæðu og einhverju sem ég gríp ávallt í – oregano olía!

Oregano olían er talin ein sú besta gegn fyrir kvefi, hálsbólgu eða flensu af hverskonar tagi. 

Í hvert sinn sem ég hef orðið veik, hvort sem það slappleiki eða flensa, nú eða þegar ég fékk Covid-19, missti bragð- og lyktarskyn, fékk flensku-einkenni, lá heima með hita og átti í erfiðleikum með að anda djúpt þá náði organo olían ávallt að hjálp mér við að endurvinna heilsuna á ný. 

Lesa einnig:

7 fæðutegundir sem efla ónæmiskerfið

10 hlutir sem næra líkama og sál á erfiðum tímum

5 mínútna heilsuskot gegn kvefi og pestum

oregano olía

Kostir Oregano olíu

  • Bætir meltingu
  • Drepur bakteríur
  • Er sveppadrepandi og bólgueyðandi
  • Getur stuðlað að lækkun kólesteróls
  • Minnkar verki
  • Hjálpar til við þyngdartap
  • Styður við ónæmiskerfið

Hvernig nota skal Oregano olíu

Mikilvægt er að taka inn oregano olíu sem er ætluð til inntöku. Ekki allar olíur er hægt að innbyrða. Þá eru 2-3 dropar settir undir tungu og látið liggja í 15 sekúndur. Þetta er endurtekið 1-3 yfir daginn þegar þú finnur einkenni veikinda, m.a.hálsbólgu, hellast yfir. Einnig er hægt að setja út í vatn eða/og olíu og drekka. Ég get staðfest að þetta rífur verulega í. Það er hægt að finna oregano olíu í belgjum en hreina olían er talin hafa hraðari og sterkari upptöku. 

Oregano olían fæst t.d í Jurtaapótekinu hjá Kolbrúnu grasalækni eða Heilsuhúsinu.

Fleiri bætiefni sem eru talin efla ónæmiskerfið eru m.a sterkir og góðir góðgerlar, omega 3 fitusýrur, C-vítamín, zink og quercetin. 

Lífstílsbreyting er langtíma-lausnin að sterkara ónæmiskerfi

Ég segi alltaf að bætiefni ættu aldrei að koma í stað hreinnar fæðu, hreyfingar og andlegrar heilsu enda er það undirstaða góðrar heilsu. Bætiefni eru góð til inngrips og nýtir þú þau best þegar líkaminn er regulega hreinsaður og streita, uppsöfnuð eiturefni og ruslfæða fær ekki að setjast að.

Ef þú finnur að líkaminn sé gjarnari á að grípa flensur og brestir hafa komið með aldrinum er það að öllum líkindum merki um að fæðuhreinsun og lífstílsbreyting (mataræði, hugurinn og hreyfing) sé nauðsynleg til að koma þér úr þeim vítahring! 

Heilbrigður lífsstíll hjálpar fólki einnig í átt að hraðara bataferli og sterkara ónæmiskerfi yfir höfuð þ.e. færri flensu- og veikindadagar á árinu. 

Hér koma nokkrar sögur frá flagskiptsþjálfun okkar Nýtt líf og Ný þú, en þar tekur þú allsherjar fæðuhreinsun og endurstillir líkamann og í kjölfarið skapar þú lífsstíll sérsniðin þér. Ef þú hefur hingað til skort úthald í vegferð þinni að lífsstílsbreytingum – er þessi þjálfun það sem þig vantar. Við hjálpum þér að gera breytingu til frambúðar, öðlst þína bestu heilsu og verða hress og flott í ellinni (er það ekki markmið okkar allra!) 

,,Besta fjárfesting sem ég hef tekið í mínu lífi”

Áður en ég hóf þjálfun var ég á mjög slæmum stað. Ég gat ekki hreyft mig og var mjög illa á mig komin andlega og líkamlega, með vefjagigt, ristillinn í klessu og maginn í ólagi. Þátttaka í lífi mínu var orðin takmörkuð út af heilsufari mínu.

Með þjálfun hef ég lést um 9 kg og farin að sofa eins og engill. Verkir í líkamanum hafa minnkað og ég þarf ekki lengur að leggja mig á daginn. Ég er jákvæð alla daga og andleg líðan betri. Hjónabandið hefur orðið sterkara þar sem við erum nú að gera svo miklu meira saman og ekki sakar að heyra hrós frá kunningjum eins og “þú ert stórglæsileg kona, ég ætlaði varla að þekkja þig! – Inga Dóra Jóhannsdóttir, meðlimur Nýtt líf Ný þú.

“Lést um 12 kg, líf mitt miklu auðveldara”

Áður en ég hóf þjálfun var ég búin að berjast lengi við að reyna að léttast og ekkert gekk. Ég hafði prófað alla mögulegu megrunarkúrana en gafst alltaf upp og engin árangur fékkst og ég var orðin verulega hrædd um heilsuna. Með þjálfun hef ég lést um 12 kg, andlega líðan hefur batnað og trú mín að mér takist ætlunarverkið er komið til mín.

Ég er mjög sátt og sé alls ekki eftir að hafa tekið þessa ákvörðun, líðan er svo góð og ég hef öðlast meiri trú á sjálfri mér. Mitt daglega líf hefur orðið miklu auðveldara og ég lít bjartari augum fram á veginn. – Anna Sigríður Arnþórsdóttir, meðlimur Nýtt líf Ný þú.

,,Orkumikil og verð sko hress kerling fyrir 70 ára afmælið mitt”

Áður en ég tók þessa ákvörðun var ég með mikla verki í skrokknum, ég er með slitgigt í baki og hálsi sem leggst á fleiri liði.

Ég ákvað að gefa sjálfri mér það að fara í Lifðu til fulls og verða hress kerling fyrir 70 ára afmælið mitt og hér er ég í dag og minn stærsti ávinningur er meiri orka. Ég hef einnig lést um 6,5 kíló og hreyfing er stígandi hjá mér. Ég hef einnig lært betur á líkama minn með fæðuvali, hvað hefur áhrif á líðan mína og svefnleysi. Ég þarf ekki að taka svefnlyf á hverju kvöldi, í samráði við lífsstílsbreytinguna og lækna mína. Ég er ánægð að hafa fjárfest í sjálfri mér og er viss um að þessi gamli klár heldur áfram fram á við. – Laufey Aðalsteinsdóttir, meðlimur Nýtt líf Ný þú.

Þráir þú að hafa sterkt ónæmiskerfi, góða heilsu og vellíðan, bæði núna og í ellinni?

Heilsan er okkar ríkidæmi! Nýtt líf og Ný þú þjálfunin opnar fyrir skráningu bráðlega og býðst þér að koma á biðlistann hér og kynnast henni betur. Við skráningu færðu einnig sendan leiðarvísi með fyrstu skrefum í átt að bættri heilsu ásamt uppskriftum sem hjálpa þér af stað.

Skráðu þig á biðlistann fyrir Nýtt líf og Ný þú, flaggskips-þjálfun okkar og gefðu sjálfri þér nýja þig árið 2022! 

Láttu svo vita í spjallinu hér að neðan:

Hefur þú prófað oregano olíu?

Hvað finnst þér gott að gera til að fyrirbyggja eða vinna á flensu?

Mundu svo að deila með yfir á samfélagsmiðlum með því að smella hér. Þetta hjálpar okkur að hjálpa fleirum átt að bættri heilsu!

Heilsa og hamingja

Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?

Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.

Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *