Bolludags-bollur með kókosrjóma
Oregano olía gegn flensu
7th February 2022
burn out
Mikilvægi þess að setja sig í forgang og hvernig á að fara að því
25th April 2022
Oregano olía gegn flensu
7th February 2022
burn out
Mikilvægi þess að setja sig í forgang og hvernig á að fara að því
25th April 2022
Show all
Deildu á facebook
Facebook

Bolludags-bollur með kókosrjóma

Núna styttist í Bolludaginn og mér datt því í hug að deila með ykkur uppskriftinni að hollu bollunum sem ég bý alltaf til. 

Bestar finnst mér bollurnar frá henni Sollu hjá Himneskt enda er hún meistari í eldhúsinu þegar kemur að sykurlausum og bragðgóðum sætindum! Bollurnar eru að auki vegan. 

Með bollunum nota ég svo alltaf heimagerða kókosrjómann minn og bæti jafnvel smá dökku súkkulaði við.


Dásamlegar Bolludags-bollur

Gefur um 15 bollur

Bollurnar:

474 ml jurtamjólk

50g kókosolía eða vegan smjör

3 msk hlynsíróp

1 pakki þurrger

1 tsk vanilludropar

600g fínt spelt eða heilhveiti (ég nota spelt)

1/2 tsk sjávarsalt

Súkkulaði:

100 gr dökkt súkkulaði brætt, einnig má bræða saman við 2 tsk af kókosolíu fyrir örlítið mýkra krem.

1. Skerið jurtasmjörið í litla bita og setjið í pott með jurtamjólkinni, hlynsírópinu og vanillu. Hrærið í á meðan smjörið bráðnar, takið af hellunni og kælið svo þessi blanda verði um 37°C.

2. Þegar blandan hefur kólnað niður í 37°C hellið henni í hrærivélaskál, stráið þurrgerinu yfir og látið standa í um 15 mín..

3. Blandið speltinu og saltinu út í og hrærið saman. Látið standa á frekar hlýjum stað með viskastykki yfir skálinni svo það geti hefast í um 20-30 mín.

4. Þar sem þetta deig er klístrað þá finnst okkur gott að nota ískúluskeið til að móta um 15 bollur sem eru settar á bökunarpappír á ofnplötu.

5. Látið bollurnar hefast aftur í svona 20 mín á plötunni áður en þær eru settar í ofninn.

6. Bakast við 190°C í um 20 mínútur. Leyfið að kólna áður en súkkulaðið er sett yfir.

Uppskriftin er frá Sollu hjá Himneskt.

Lesa einnig:
Hreinsandi gulrótarmúffur sem hafa aldrei farið eins hratt!
Páskakonfekt
Vanillubollakökur með hindberjasmjörkremi (vegan og glútenlausar)

Kókosrjómi

Kókosrjómi er afar einfaldur og kom sem bjargvættur eftir að ég breytti um lífstíll, enda er ég mikið fyrir ís og rjóma!

Ein dós kókosmjólk

2 steviudropar með vanillu

1. Kælið kókosmjólkina í ísskáp yfir nóttu. Hellið mestum vökvanum úr dósinni, þar til bara hnausþykki parturinn situr eftir og setjið í matvinnsluvél ásamt steviudropum. Hrærið eins og þið mynduð hræra venjulegan rjóma þar til áferðin minnir á hefðbundinn rjóma.

Að lokum er gott að bræða dökkt súkkulaði í vatnsbaði og setja ofaná bollurnar.

Ef þér líkaði þessi færsla, endilega deildu henni með vinkonu eða öðrum sem þú veist að elskar bollur

Mundu svo að taggaðu okkur á Instagram @lifdutilfulls – við elskum að sjá ykkar útfærslur!

Gleðilegan bolludag elsku vinir.

Heilsa og hamingja

Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?

Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.

Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *