Mikilvægi þess að setja sig í forgang og hvernig á að fara að því
smákökur
Bolludags-bollur með kókosrjóma
21st febrúar 2022
3 skálar fyrir sumarið
16th maí 2022
Show all

Mikilvægi þess að setja sig í forgang og hvernig á að fara að því

burn out

Finnst þér erfitt að finna tíma til þess að hugsa um þig?

Áttu auðvelt með að setja þig á pásu þegar það er álag í vinnunni eða aðrir í kringum þig biðja um aðstoð? Ef svo er, eru góðar líkur á því að þú hefur sitt þig aftast í forgangsröðina og að þú glímir við eða stefnir í kulnun.

Í dag langar mig að deila með þér afleiðingum þess að lifa eftir slíkri forgangsröðun og hvernig hægt er að snúa henni við og gefa sér tíma fyrir sig sjálfa.

Lesa einnig:

Hár blóðþrýstingur: Einkenni og hvað er til ráða?

Áföll og áhrif á heilsu okkar með Dr. Don Wood

Hugaræfing sem hjálpar þér að brjótast úr gömlu fari

Vanræksla á eigin geðheilsu leiðir oft til kulnunar

Konur eru vanar því að bera ábyrgð, hugsa um börnin, elda matinn og standast kröfur í vinnunni. Þetta leiðir til gríðarlegrar ábyrgðar á okkur sjálfar, jafnvel ómeðvitað

Það sem t.d oft gerist er að mæður gleyma að hugsa um sig sjálfar eftir barneignir. Ást þeirra til barnanna er svo sterk og heimur þeirra snýst um þau. Hægt og rólega týna þær sjálfri sér og bæði andleg og líkamleg heilsa fer að hraka.

Það er því ekki undarlegt að talið er að einn af hverjum tveimur konum glíma við eða munu enda í kulnun.

Áhættur slæmrar forgangsröðunnar

Að vera aftast á eigin forgangslista og lenda í kulnun getur leitt til bæði skammtímakvilla, eins og síþreytu, depurðar, reiði, pirrings, svefnleysis, streitu, aukningu á matarlyst, einbeitingarskorts og erfiðleika að afkasta í vinnu.

Einnig getur kulnun leitt til stærri kvilla, eins og hækkandi blóðþrýstings, liðverkja, hjartavandamála og fleiri lífsstílstengdasjúkdóma og vandamála. 

Margir sem lenda í kulnun neyðast til þess að taka nokkra mánuði, jafnvel nokkur ár, til þess að vinna úr því

Mikilvægt er því að leiðrétta þessa forgangsröðun áður en hún leiðir til slíkra vandamála.

Kostir þess að setja sig í forgang

Þegar maður setur sig sjálfan í forgang í eigin lífi leggur maður meiri tíma í eigin heilsu, bæði andlega og líkamlega. Maður gefur sér tíma í að borða mat sem lætur manni líða vel, stundar líkamsrækt sem manni þykir skemmtileg og eyðir frítímanum sínum í áhugamál eða ástríður af einhverskonar tagi. 

Í kjölfarið er maður léttari, ánægðari og hamingjusamari. Maður hefur meiri þolinmæði og er í betri tengingu við eigin tilfinningar. Maður er vel hvíldur og afslappaður. 

Og þegar líkamleg og andleg heilsa er í slíku jafnvægi er maður mun tilbúnari til þess að takast á við móðurhlutverkið, fjölskyldu- og heimilislífið. Rifrildum fækkar og hlátursköstin aukast. Matartíminn snýst um ánægjulegar stundir þar sem fjölskyldan nýtur þess að eyða tímanum saman í stað þess að matnum sé fleygt á borðið af stressuðum og þreyttum foreldrum.

Ef þér líður vel, ert hamingjusöm og heilbrigð, þá fyrst getur þú byrjað að láta öðrum líða vel.

Góðu fréttirnar eru að þær að það er hægt að snúa forgangsröðun og þar með kulnun við. Og hefst það með einfaldri hugarfarsbreytingu

Slík hugarfarsbreyting er mjög einföld en hún snýr að því að gera eigin heilsu að nauðsyn en ekki vali. Að huga að heilsunni þarf að vera partur af daglegu lífi en ekki einhvað sem þú  bara hugsar um ef tími gefst. 

Hugsaðu um það – hve oft gefst í alvörunni tími til þess að huga að sjálfum sér? 

Daglegt líf er fullt af skyldum og verkefnum og ef eigin heilsa er ekki í forgang mun aldrei gefast tími til þess að huga að henni.

Hvernig stendur á því að þér gefst tími til þess að huga að eldamennsku, yfirvinnu yfir álagstíma, áhugamálum barnanna og heimilisverkum? 

Vegna þess að þau verk eru ofarlega á þínum forgangslista og nauðsynlegur partur af þínu lífi. 

Endurstilling á hugarfari snýr því um að bæta þér sjálfri og eigin heilsu efst á listann yfir nauðsynleg atriði í þínu daglegu og svo sinnir þú öllu hinu sem skyldi. 

Algeng mistök eru að halda að með því að setja heilsu þínu sem helsta forgangin taki það gífurlegan tíma af þér, að hugsa um þig þarf ekki að taka allan daginn og er hægt að koma á einföldum og fljótlegum venjum sem passa uppá þig fyrst.

Nauðsynlegt að þá næst að skapa sér nýtt jafnvægi á milli þess að sinna heilsunni og daglegum skyldum. 

Þá er mikilvægt að vinna ekki einungis í mataræðinu heldur einnig hugarfari, streitulosun og hreyfingum enda helst þetta allt í hendur. 

Allar breytingar eru óþægilegar fyrst og nauðsynlegt er að hafa góðan stuðning til að hjálpa þér að breyta hugsanamynstrinu og gefast ekki upp undan álagi þegar á reynir. Gömul hugsanamynstur vilja oft endurtaka sig ef enginn er að fylgja manni eftir og hjálpa manni að búa til nýtt mynstur í staðinn.

Þetta er akkúrat það sem við gerum með okkar flaggskipsþjálfun Nýtt líf og Ný þú, 4 mánaða þjálfun sem hófst síðasta miðvikudag. Núna er því allra síðasti séns til þess að skrá sig. Skráning er aðeins árlega og því mikilvægt að tryggja þér þáttöku sem fyrst.

Í Nýtt líf og Ný þú leiði ég þig skref fyrir skref að lífsstíl sem gefur þér vellíðan, sátt í eigin skinni og jafnvægi! Sú þjálfun er sniðin að konum sem hafa keyrt sig út og vilja setja heilsuna í forgang, aðeins er opið fyrir skráningar einu sinni á ári eins og er. Sjá árangur frá nokkrum þessara kvenna hér.

Maturinn í þjálfun hafði mjög góð áhrif á mig og er ég búin að léttast um 8kg, hef miklu meiri orku og þarf ekki að sofa eins mikið, er einnig laus við verki og bjúg. Svo er ég miklu glaðari því mér líður betur og gaman að kíkja í spegilinn! Það er svo miklu auðveldara að komast í gegnum daginn vegna aukinnar orku og ekki svona svakalega þreytt á kvöldin. Ég er svo himinlifandi yfir að hafa sett mig í fyrsta sæti og náð þessum árangri og hugsa þetta til lengri tíma litið, líðanin nú þegar og svo lífsgæðin þegar ég horfi fram á veginn. Ég er ótrúlega ánægð að hafa stokkið um borð í lestina.“ – Aðalheiður Hjelm

Karen kom inn í Nýtt líf og Ný þú þjálfun eftir að hafa upplifað mikil einkenni streitu og kulnunar og var komin á þann stað að hún virkilega þurfti stuðning til þess að taka heilsuna almennilega í gegn. Þjálfunin breytti hugarfari Karenar svo sannarlega til hins betra, hún léttist, öðlaðist aukna orku og miklu betri svefn og er hún því mjög sátt við þá ákvörðun sína að hafa skráð sig í þjálfun.

Ásrún var á þeim stað áður en hún hóf þjálfun að hún var orkulítil og búin að keyra sig út í vinnu. Hún svaf illa og upplifði svitakóf og fleiri vandamál. Eftir þjálfun upplifir hún sig glaðari, einbeittari og sefur betur. Hún vaknar betur á morgnanna og tilbúin í daginn! Ásrún náði að léttast um 5-7 kg og velur betri og hollari kost fyrir fjölskylduna. Hún eldar hollari mat og er skipulagðari og undirbúnari þegar kemur að matarræði.

Ef þetta talar til þín, elsku vinkona, mæli ég með að að tryggja þér strax eitt af síðustu ókeypis 15 mín símtal sem bjóðast þar sem farið er yfir heilsu þína og útskýrt þau skref sem við tökum sem leiða þig að árangri!

Taktu af skarið, settu þig í forgang og byrjaðu betra líf. Þú átt það skilið!

Skrifaðu mér í spjallið að neðan

Hvar ert þú á eigin forgangslista?

Ef greinin vakti athygli þína máttu endilega deila með á Facebook og sérstaklega til vinkonu sem gæti átt við þennan vanda að stríða.

Heilsa og hamingja

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.