Áföll og áhrif á heilsu okkar með Dr. Don Wood
10 hlutir sem næra líkama og sál á erfiðum tímum
4th August 2020
Mín persónulega reynsla við að vinna úr áföllum
25th August 2020
10 hlutir sem næra líkama og sál á erfiðum tímum
4th August 2020
Mín persónulega reynsla við að vinna úr áföllum
25th August 2020
Show all

Áföll og áhrif á heilsu okkar með Dr. Don Wood

Vissir þú að líkamlegri verkir, þunglyndi og streita getur átt uppruna sinn í tilfinningum og áföllum úr bernsku sem ekki hefur verið unnið úr?

Það er einmitt það sem vinur minn, Dr. Don Wood ætlar að deila með okkur í dag. Við höfum öll lent í áfalli af einhverju tagi og það getur mótað upplifanir og lífsgæði okkar.

Ég kynntist Dr. Don Wood fyrir rúmlega ári síðan á ráðstefnu í San Diego þar sem mér gafst tækifæri á að vinna með honum persónulega og eftir það hef ég lesið bókina hans, tekið þátt í þjálfun hans og er í dag mikill aðdáandi! 

Síðan þá hefur mig langað að fá hann í smá spjall á bloggið okkar hjá Lifðu til fulls og er svo ánægð að geta deilt þessu viðtali með ykkur í dag!

Fyrir fólk sem þekkir ekki til þín og starfs þíns, hver er Dr. Don Wood og hver er bakgrunnur þinn?

Ég er upphaflega frá Toronto, Kanada en fjölskylda mín flutti til Bandaríkjanna fyrir tæpum 30 árum. Áður en ég flutti til Bandaríkjanna vann ég í fjármála geiranum en eftir að við fluttum til Bandaríkjanna byrjuðum við að vinna með fjölskyldum í neyð í gegnum samtök sem við stofnuðum sem aðstoða við leit og björgun týndra barna. Samtökin unnu einnig að öryggisvörnum, í gegnum myndskilríkja og fingrafara-forrit sem við stjórnuðum á landsvísu og dreifðum til yfir 40 landa um allan heim. Sú reynsla leiddi til þess að fjölskylda mín byrjaði að leita leiða til að stækka við okkur og við ákváðum að bæta við aðstoð fyrir fólk sem lent hefur í áföllum. Ég lauk doktorsprófi í klínískri ráðgjöf og uppgötvaði að þegar við getum læknað sálræn áföll er virkni einstaklings á hærra stigi. Það var innblásturinn fyrir „The Inspired Performance Institute” (Innblásinn-árangur stofnunin). Við þjónustum stofnanir sem hjálpa hermönnum, sjúkraliðum, slökkviliði, lögreglu, neyðarlæknum og fórnarlömbum kynferðislegs ofbeldis og þeim sem hafa t.d. sigrast á brjóstakrabbameini.

Hvað varð til þess að þú fóst að rannsaka áföll og áhrif þeirra á fólk í daglegu lífi? Hvernig komstu að þínum niðurstöðum?

Helsta hvatning mín voru eiginkona mín og dóttir. Báðar höfðu lent í áföllum sem börn og ég sá daglega áhrif þess á þær. Einnig sáum við hve margir þurftu á hjálp að halda og sáum marga sem glímdu enn við afleiðingar áfalla sinna, jafnvel þótt þeir væru að fá einhverskonar hjálp, þar á meðal dóttir mín.

Glíma allir við áföll á einn eða annan hátt?

Algjörlega. Það eru ekki aðeins alvarleg áföll sem hafa áhrif á huga okkar, það sem ég vísa til sem „tilfinningaleg áreiti“ hefur einnig áhrif. Þetta eru atburðir sem geta virst léttvægir miðað við alvarleg áföll en geta haft veruleg áhrif á okkur.

Hér má sjá Dr. Wood halda fyrirlestur

Hvað eru einkenni eða merki sem birtast í okkar daglega lífi sem gætu sagt til um að áföll í fortíð hafi áhrif á heilsu okkar, sambönd og/eða starfsferil?

Ef þú lest allar sjálfshjálparbækurnar þarna úti munu þær benda þér á að stunda núvitund; lifa í núinu til þess að njóta friðsældar í lífinu. Það er hinsvegar erfitt ef hugur þinn heldur áfram að fara í gegnum fyrri áföll eða upplifanir sem voru sársaukafullar eða erfiðar á einhvern hátt. Ég bið fólk að segja mér hvort það upplifi einhverjar sérstakar tilfinningar, uppnám eða geðshræringu þegar það hugsar um atburði frá fortíð sinni. Það sem ég útskýri er þetta, ef þú hefur tilfinningar, geðhræringu eða ert í uppnámi, þá kallar hugurinn á aðgerð/framkvæmd. Hvaða aðgerð er möguleg varðandi atburð sem gerðist þegar þú varst barn? Þetta er galli, villuboð. Þessi upplýsinga-lykkja hefur áhrif á getu þína til að vera til staðar í núinu, sem hefur truflandi áhrif á heilsu, starfsferil og sambönd.

Hvaða aðferðir notarðu til þess að hjálpa fólki að vinna í gegnum áföll sín?

„Innblásinn-árangur” þjálfunin (e. The Inspired Performance Program, TIPP) er sértæk tækni sem kemur til vegna þúsunda klukkustunda þróunar. Ég kynnti mér margar mismunandi aðferðir og sá nokkrar sem voru áhrifaríkar og aðrar sem voru það ekki. Ég fínpússaði það sem ég sá að virkaði og sameinaði nokkrar af þessum aðferðum í mína eigin nýjungaraðferð.

Eru þessar aðferðir öruggar fyrir alla, sama hversu alvarleg áföll maður hefur upplifað? Jafnvel fyrir fólk með mikinn kvíða, þunglyndi og áfallastreitu-röskun?

Aðferðin er fullkomlega örugg fyrir lang flesta. Ef einhver þjáist af alvarlegum geðrænum kvillum eins og geðklofa, myndi ég ekki mæla með því að sá einstaklingur notaði þessa tækni án þess að fagmaður viðkomandi geðrænum kvilla sé viðstaddur.


Er nauðsynlegt að vinna í gegnum hvert og eitt áfall og fyrir sig?

Nei, þetta er eitt það besta við þjálfun okkar. Við leggjum áherslu á tvo til þrjá atburði og þá er hugurinn fær um að beita þessum nýju aðferðum á aðra atburði. Við þurfum líka ekki að fara í hvert smáatriði, umræða um áfallið er ekki meira en tveggja til þriggja mínútna löng, aðeins er farið í aðalatriði.

Hversu langan tíma tekur það að lækna áföllin? Hversu fljótt getur fólk séð árangur?

Meirihluti vinnunnar gerist í einni fjögurra tíma lotu. Eftir lotuna hlustar viðkomandi á upptökur næstu 28 daga sem heldur áfram að uppfæra og styrkja það sem unnið var með í lotunni.

Hvaða árangri má búast við í tengslum við heilsu og vellíðan, eftir að hafa unnið í gegnum fyrri áföll? Getur þú gefið okkur dæmi af einstaklingum sem hafa tekið þátt og hver árangurinn var?

Rebekah Gregory hafði verið viðstödd sprengingu í Boston maraþoninu og þjáðist af áfallastreitu-röskun í fimm ár eftir það. Hún fékk martraðir á hverri nóttu í þessi fimm ár. Eftir að fjögurra tíma lotu okkar lauk hefur hún læknast af áfallastreitu-röskuninni og sömuleiðis martröðunum. Árangurssögu hennar má finna á vefsíðu okkar. Marko Cheseto keppti um íþróttastyrk í maraþonhlaupi í háskóla en lenti í slysi og missti tvo útlimi. Hann hóf að hlaupa á gervifótum og var að keppa með góðum árangri þegar þjálfarar hans sögðust hafa gert allt sem í þeirra valdi var og engin frekari framför möguleg þrátt fyrir aukna þjálfun hans. Þeir lögðu til að hann færi í gegnum þjálfunina okkar og níu dögum eftir fjögurra tíma lotuna tók hann 15 sekúndur á mílu af tíma sínum í keppni. Nokkrum mánuðum síðar hljóp hann í Boston maraþoninu 2019 og sló heimsmet fatlaðra íþróttamanna. Þremur mánuðum eftir það hljóp hann í Chicago maraþoninu, braut hann sitt eigið heimsmet um fimm mínútur og fékk samning hjá Nike. Michelle Sill sigraðist á 17 ára eiturlyfjafíkn og er búin að vera edrú í 18 mánuði. Michelle hefur endurheimt sambandið við fjölskyldu sína og fékk aftur forræði yfir átta ára dóttur sinni. Það eru margar svipaðar árangurssögur á vefsíðunni okkar. 


Hér má sjá Marko Cheseto sem setti heimsmet fatlaðra í maraþonihlaupi árið 2019.

Hvar getur fólk kynnt sér þjálfun ykkar frekar?

Við höfum gert sérstaka vefsíðu til þess að þið sem komið yfir frá Lifðu til fulls getið kynnt ykkur fyrirtækið og fengið sérstakt tilboð á námskeiðinu! Það felur í sér 21 dags námskeiðið og kaupaukann „Persónuleg heilsuþróun” hljóðupptöku syrpu (e. Fitness Score Personal Development audio series) að verðmæti $495 (u.þ.b. 70.000kr)!
Ef þið skráið ykkur hér getið þið fengið kaupauka að verðmæti $495 (rétt tæplega 70.000kr)!

Þið getið einnig fundið okkur á Facebook, YouTube og Instagram.

Nú viljum við endilega heyra í þér

Hefur þú lent í áfalli? Telurðu að lífsgæði þín gætu batnað með því að vinna úr áföllum?

Endilega láttu mig vita í spjallinu hér fyrir neðan!

Ég kann mikið að meta þegar þú deilir blogginu og ef greinin í dag vakti áhuga, þá máttu endilega smella á Facebook hnappinn og deila á Facebook og hjálpa þannig fleirum sem kljást við áföll að sjá þessa grein 🙂

Heilsa og hamingja

Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?

Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.

Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *