Mín persónulega reynsla við að vinna úr áföllum
Áföll og áhrif á heilsu okkar með Dr. Don Wood
18th August 2020
16 kílóum léttari og uppgötvaði leyndarmálið að hinni fullkomnu húð!
16th December 2020
Áföll og áhrif á heilsu okkar með Dr. Don Wood
18th August 2020
16 kílóum léttari og uppgötvaði leyndarmálið að hinni fullkomnu húð!
16th December 2020
Show all
Deildu á facebook
Facebook

Mín persónulega reynsla við að vinna úr áföllum

Í síðustu viku fékk ég Dr. Don Wood til að vera gestur á bloggi Lifðu til fulls. 

Þessa viku langar mig að deila með ykkur persónulegri reynslu minni eftir að hafa unnið með honum vegna þess að ég tel það geta hjálpað þér að uppgötva hvernig þú getur sjálf átt þína persónulegu umbreytingu.

Ég kynntist Dr. Don Wood á ráðstefnu í San Diego í nóvember 2019, hann var fenginn sem einn af talsmönnum ráðstefnunnar og byrjaði á að útskýra áhrif sem áföll geta haft á daglegt líf fólks. 

Ég hef gert allskonar hluti fyrir minn persónulega vöxt í gegnum árin, t.d. með Tony Robbins og Katie Byron. Ég leitast alltaf eftir að verða betri útgáfa af sjálfri mér (ein ástæða þess að ég varð heilsumarkþjálfi).

Dr. Don Wood greip því athygli mína strax með því sem hann var að tala um og þegar kom að síðdegistímanum spurði Don hvort einhver í salnum vildi koma upp og vera sýnidæmi.

Ég bókstaflega hefði ekki getað teygt meira úr höndinni þegar ég rétti hana upp, sem varð til að hann sagði „Unga konan þarna aftast, komdu upp”.

Þar sem ég labbaði inn á sviðið fyrir framan salinn hugsaði ég með mér „Hvað í ósköpunum er ég nú búin að koma mér út í?”

Dr. Don bað mig að velja atvik frá æsku sem hafði valdið áfalli (hafið í huga að atburðirnir þurfa ekki endilega að vera úr æsku, þeir geta líka verið frá táningsárum eða jafnvel síðar).

Ég valdi atburð sem hafði gerst þegar ég var í sjötta bekk í grunnskóla. Ég fer ekki út í smáatriði vegna þess hve persónulegt það er.

Dr. Don bað mig um að brjóta atburð minn niður í 10 hluta sem hann endurraðaði síðan í huganum mínum þannig atburðurinn gerðist í annari röð. 

Eftir það gerðum við nokkrar æfingar til viðbótar.

Þegar við kláruðum fann ég fyrir mikilli vellíðan, ég fann fyrir aukinni friðsæld gagnvart fólkinu sem tók þátt í atvikinu (vil taka fram fyrir þá sem hafa áhyggjur af mér að atvikið var ekki kynferðislegs eðlis og ekki líkamlegt ofbeldi).

Flest höfum við gengið í gegnum ýmislegt í lífinu, þó mismikið. En jafnvel þótt þér finnist þú hafa gengið í gegnum svo margt og að það tæki heila eilífð að fara yfir hvern atburð að þá er svo áhugavert að um leið og við förum yfir sirka 3 áföll að þá fer undirmeðvitund okkar sjálfkrafa að vinna úr öllum öðrum áföllum með sama hætti.

Þetta kvöld sagði Dr. Don að undirmeðvitund mín myndi fara í að uppfæra og vinna úr nýju upplýsingunum og ég vaknaði næsta dag algjörlega endurnærð og hress.


Læt ekkert stoppa mig í dag!

Þegar ég horfi nú til baka til síðustu ára sé ég að svo alltof oft hafði ég afsakanir fyrir að gera ekki hluti sem ég vildi og afsakanir fyrir að eltast ekki við draumana mína. En í dag hefur viðhorf mitt til sjálfs míns gjörbreyst. Núna finnst mér kjánalegt að hafa trúað þessum ranghugmyndum sem ég hélt í áður en ég vann úr minni fortíð.

Til að gefa ykkur persónulegt dæmi að þá má nefna að í janúar 2019 sagði ég sjálfri mér að ég þyrfti 10 árangurssögur í viðbót frá kúnnum til þess að geta farið með fyrirtæki mitt og þjónustu á alþjóðamarkað (þrátt fyrir að hafa ógrynni af árangurssögum nú þegar frá frábærum konum alls staðar úr þjóðfélaginu). Það sem bjó að baki var einfaldlega sú trú að ég væri ekki nógu góð og ég var lömuð af ótta við hvernig aðrir myndu líta á mig. 

Mig hafði langað að fara á alþjóðamarkað með starfsemi mína (stofna annað fyrirtæki og gera það sem ég geri á ensku) í nokkur ár. Af hverju hafði ég ekki gert það?

Einfaldlega vegna viðhorfa sem voru alltaf til staðar, grafin í huganum, vegna áfalla í æsku. Eitthvað sem hafði gerst þegar ég var í 6. bekk og hafði enga stjórn á. Atburður sem í undirmeðvitund minni fékk mig til þess að trúa því að ég væri ekki nógu góð og hefði ekki það sem til þyrfti. 

Það var ástæðan fyrir því að ég reyndi stöðulega að fresta markmiðum mínum. Ég reyndi að telja mér trú um að nokkrar árangurssögur til viðbótar myndu ná að stappa í mig stálinu og að þá yrði ég kannski þess virði og gæti haldið áfram. En auðvitað var það bara afsökun í undirmeðvitund minni til að bíða með að eltast við mína drauma..

Þetta hefur bókstaflega verið lífsbreytandi reynsla fyrir mig og ég get sagt full sjálfstrausts að ég er nú aðeins nokkrum vikum frá því að opna þetta alþjóðlega fyrirtæki og uppfylla það sem ég veit að ég er hér á jörðinni til að gera: hjálpa konum að verða heilbrigðasta útgáfan af sjálfum sér og stuðla þannig að heilbrigðari heimi fyrir komandi kynslóðir.

Ég deili þessari sögu til að hvetja þig til að skoða áföll eða atburði í þínu lífi sem eru óleyst og geta á einhvern hátt verið að hafa áhrif á þig í dag.

Áhrifin geta brotist út í formi streitu, neikvæðra viðbragða í daglegu lífi (t.d. komumst auðveldlega í uppnámi, erum auðveldlega pirruð), bakverki, maga- eða meltingarvandamál, liðverki og neikvæða sjálfsmynd o.s.frv.

Ég hélt áfram að taka þátt í þjálfun Dr. Don og í sumar notaði ég tímann til þess að vinna úr öðrum atburði sem kom í ljós. 



Upp í bústað að fylgja Dr. Don Wood kúrsinum núna í sumar.

Dr. Don hefur gert sérstaka vefsíðu til þess að þið sem komið yfir frá Lifðu til fulls getið kynnt ykkur fyrirtækið og fengið sérstakt tilboð á námskeiðinu! Það felur í sér 21 dags námskeiðið hans og kaupaukann „Persónuleg heilsuþróun” hljóðupptöku syrpu (e. Fitness Score Personal Development audio series) að verðmæti $495 (u.þ.b. 70.000kr)!
Ef þið skráið ykkur hér getið þið fengið kaupauka að verðmæti $495 (rétt tæplega 70.000kr)!

Þið getið einnig fundið hann á FacebookYouTube og Instagram.

Nú vil ég endilega heyra frá þér!

Hvaða hluti heldurðu að óleyst áföll hafi áhrif á í þínu lífi?

Hvernig hefur þú tekist á við þín áföll áður og gætirðu hugsað þér að nýta þér aðferð Dr. Don?

Ég kann mikið að meta þegar þú deilir blogginu og ef greinin í dag vakti áhuga, þá máttu endilega smella á Facebook hnappinn og deila á Facebook og hjálpa þannig fleirum sem kljást við áföll að sjá þessa grein 🙂

Heilsa og hamingja

Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?

Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.

Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *