10 hlutir sem næra líkama og sál á erfiðum tímum | Hugmyndir
Hugaræfing sem hjálpar þér að brjótast úr gömlu fari
30th júní 2020
Áföll og áhrif á heilsu okkar með Dr. Don Wood
18th ágúst 2020
Show all

10 hlutir sem næra líkama og sál á erfiðum tímum

Á erfiðum tímum eins og Covid er mikilvægt að næra það sem veitir þér hamingju.  Persónulega finnst mér frískandi að skella mér út í náttúruna! Við erum öll mjög lánsöm hvað Ísland er að jafna sig vel eftir þennan heimsfarald sem er í gangi.

Ég og maðurinn minn ákváðum að leigja þennan notalega sumarbústað, aðeins tveggja tíma akstur úr bænum (á Hellu) og VÁ hvað það var þess virði!

Þetta var hin fullkomna leti-dekur vika í burtu sem minnti mig á að slaka á og þjálfa núvitund.

Salöt sem næra

 

Á meðan ég var í bústaðnum grillaði ég grænmeti nánast daglega. Hér er réttur með linsubaunum, gulrótum og villtum sveppum borinn fram með hvítlaukssósu frá Frískari og orkumeiri námskeiðinu (sjá hér um námskeiðið) og geitaosti.

Lesa einnig
5 ráð að raunhæfum markmiðasetningum
Allt um streitu og magnesíum
2 mínútna æfing sem hjálpar þér að elska líkamann þinn

 

Acai skálar sem næra

 

Hér fórum við hjónin í spontant lautaferð við repjuræktun á Hellu með Acai skál.

 

útsýni sem næra

 

Hér borðuðum við úti eitt kvöldið,. Það toppar ekkert gott útsýni á íslenska náttúru yfir kvöldmatnum!

 

Hér eru nokkrir hlutir sem ég gerði í sumarfríinu mínu. Ég vona að þeir veiti ykkur innblástur fyrir dekur og sjálsumhyggju!

 

 1. Sjálfsspeglun. Hugleiða. Skrifa. Það getur verið svo endurlífgandi fyrir sálina og líkamann að komast í jafnvægi við þarfir þínar og langanir.
 2. Jóga. Barre. Æfingar. Hoppa á stóra trampólíninu sem við vorum með í bakgarðinum!
 3. Grilla fullt af grænmeti og gæða íslenskum fisk.
 4. Skoða fallega fossa og fara upp fjöll.
 5. Búa til sektarlaus sætindi, ég bjó til 3 uppskriftir úr Sektarlausu rafbókinni, súkkulaði fudge og 2 útgáfur af orkukúlunum
 6. Týna íslenskar kryddjurtir (t.d. blóðbergi) sem hægt er að þurrka og nota í te og eldamennsku.
 7. Hlæja og leika sér! (t.d. er hægt að mála, prjóna og fara á hestbak)
 8. Lesa og læra. (ég á mörg net-námskeið og þetta gaf mér tækifæri til að mennta mig og fá innblástur. Ef þú ert t.d. á Frískari og orkumeiri á 30 dögum námskeiðinu er sumarfríið kjörinn tími til þess að rifja upp kennslur þar)
 9. Horfa á gamlar og góðar kvikmyndir, því kvikmyndaframleiðsla er auðvitað í hléi svo engar nýjar myndir eru að koma út (nema nokkrar Netflix myndir, eins og fyndna Eurovision myndin auðvitað) en líka vegna þess að ég elska að horfa aftur á klassískar kvikmyndir (ég horfði á t.d.  Dirty dancing, Grease og Pitch perfect;))
 10. Andlitsmaski (ég notaði maska frá Sóley, sá maski sem ég notaði var úr íslenskum eldfjalla leir og þið getið notað afsláttarkóða: lifdutilfulls20 fyrir 20% afslátt og fría heimsendingu:))

 

Hvernig ætlar þú til þess að dekra við sjálfa þig?

Deildu á Facebook ef greinin vakti áhuga, sérstaklega ef þú átt vinkonu sem elskar heimadekur og vantar innblástur og taggaðu mig endilega á instagram ef ætlar að nýta þér eitthvað af þessum hugmyndum þá er alltaf gaman að sjá!:)

Heilsa og hamingja

Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?

Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.

Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!

2 Comments

 1. guðlaug snorradóttir skrifar:

  Sammála þessu öllu hjá þér þetta eru mínar sælu og gleðistundir og afslöppun í sælureitnum mínum dásamlegt takk takk?

 2. Lóa+Helgadóttir skrifar:

  Sæl Júlía .þetta hefur verið dásemdar frí hjá ykkur hjónum, matseldin eftir því.. Mitt frí samanstendur af rólegheitum heima við,notið af hluta til með minni yndislegu fjölskyldu i
  Í mat og drykk, ?uppskrifta frá 30 daga námskeiðinu, og góðu bústanna,ekki má gleyma nokkrum gönguferðum.Kær kveðja.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.