
Ókeypis rafbók
Inniheldur uppskriftir af sykurlausum eftirréttum sem allir elska


Það má aldeilis segja að ég hafi meistarað acai-berjaskálagerð þegar maðurinn minn missir sig yfir hverju hann hefur verið að missa af síðustu árin.
Þetta var aldeilis raunin síðasta sunnudag þegar ég gladdi hann í hádeginu með svona skál. En þetta var nú afmælishelgin hans svo kallinn átti það skilið.
Ég gerði skálina öðruvísi en ég geri mína og notaði ég allar uppáhalds fæðutegundirnar hans – hnetusmjör, jarðaber, banana og jú hunang því hann er svo sætur þessi elska. Sleppið hunanginu ef þið viljið eða ykkur finnst ekki þurfa.
2-4 msk chia fræ lögð í bleyti
¼ bolli kókosmjólk og meira eftir þörfum
1 pakki acai (eða notið frosin skógarber)
¼ bolli jarðaber frosin
½-1 banani frosinn
1 msk hunang
1 skammtur af vegan próteini frá Vivolife með vanillu (fæst hér)
1 skammtur Feel Iceland collagen duft (sjá hér)
1 tsk hnetusmjör (notið möndlusmjör í staðinn ef þið viljið)
1. Hrærið öllu saman í kröftugum blandara t.d Vitamix eða Nutribullet.
1. Bætið við meiri kókosmjólk hægt og bítandi eftir þörfum.
Ath:
Ég keypti acai frosið í Hagkaup, það er óljóst hversu lengi birgðir endast hérlendis en þá má alltaf nota frosin ber í staðinn.
Ég vona að þið prófið, deilið og njótið!
Láttu vita hvernig smakkast í spjallið að neðan!
Ef þér líkaði greinin smelltu á like, deildu á Facebook og taggaðu mig á instagram ef þú prófar að útbúa svona skál, ég elska að sjá ykkar útgáfur af uppskriftum mínum :).
Heilsa og hamingja,