Uppáhalds Acai skál eiginmannsins | Fljótleg Uppskrift
Rútína mín í samkomubanni
26th May 2020
Hugaræfing sem hjálpar þér að brjótast úr gömlu fari
30th June 2020
Rútína mín í samkomubanni
26th May 2020
Hugaræfing sem hjálpar þér að brjótast úr gömlu fari
30th June 2020
Show all
Deildu á facebook
Facebook

Uppáhalds Acai skál eiginmannsins

Góð Acai skál er það besta sem maðurinn minn fær úr eldhúsinu mínu.  Ég get með sanni sagt að ég hef meistarað uppskriftina sem hann hefur vrið að missa sig yfir síðustu árin og í dag langar mig að deila uppskriftinni með ykkur svo hér kemur hún…. Uppáhalds Acai skál eiginmannsins!

Þessi skál er öðruvísi en sú sem ég persónulega elska mest en í þessa set ég allar uppáhálds fæðutegundirnar hans: Hnetusmjör, jarðaber, banana og jú hunang því hann er svo sætur þessi elska. Sleppið hunanginu ef þið viljið eða ykkur finnst ekki þurfa.

Acai

Þessi skál er öðruvísi en sú sem ég persónulega elska mest en í þessa set ég allar uppáhálds fæðutegundirnar hans: Hnetusmjör, jarðaber, banana og jú hunang því hann er svo sætur þessi elska. Sleppið hunanginu ef þið viljið eða ykkur finnst ekki þurfa.

Lesa einnig:

Sumarskál sem skorar
Kókosjógúrt með ananas, granóla og ferskri myntu
Hvað á að borða fyrir minni kviðfitu og meiri orku?


Uppáhalds Acai skál eiginmannsins

2-4 msk chia fræ lögð í bleyti

¼ bolli kókosmjólk og meira eftir þörfum

1 pakki acai (eða notið frosin skógarber)

¼ bolli jarðaber frosin

½-1 banani frosinn

1 msk hunang

1 skammtur af vegan próteini frá Vivolife með vanillu (fæst hér)

1 skammtur Feel Iceland collagen duft (sjá hér)

1 tsk hnetusmjör (notið möndlusmjör í staðinn ef þið viljið)

1. Hrærið öllu saman í kröftugum blandara t.d Vitamix eða Nutribullet.

2. Bætið við meiri kókosmjólk hægt og bítandi eftir þörfum.

Ath:

Ég keypti acai frosið í Hagkaup, það er óljóst hversu lengi birgðir endast hérlendis en þá má alltaf nota frosin ber í staðinn.

Ég vona að þið prófið, deilið og njótið!

Láttu vita hvernig smakkast í spjallið að neðan!

Ef þér líkaði greinin smelltu á like, deildu á Facebook og taggaðu mig á instagram ef þú prófar að útbúa svona skál, ég elska að sjá ykkar útgáfur af uppskriftum mínum :).

Heilsa og hamingja

Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?

Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.

Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *