Rútína mín í samkomubanni
Ráð sem hjálpa heilsunni á tímum Covid
14th May 2020
Uppáhalds Acai skál eiginmannsins
3rd June 2020
Ráð sem hjálpa heilsunni á tímum Covid
14th May 2020
Uppáhalds Acai skál eiginmannsins
3rd June 2020
Show all
Deildu á facebook
Facebook

Rútína mín í samkomubanni

                               

“Júlía ég er búinn að fitna. Vogaídýfan og snakkið hefur tekið yfir.” sendi góður vinur á mig á facebook um daginn og mér datt í hug að fleiri væru í sömu sporum.

Jú líkamsræktarstöðvar hafa opnað á ný en mörg okkar hafa farið alveg gasalega útaf sporinu og eigum erfitt með að koma okkur aftur á heilsubrautina sem við vorum á. 

Kannski ert þú bara í ágætis málum og hefur náð að halda góðu jafnvægi yfir samkomubanns tíman.

Hvort sem á við þig datt mér í hug að deila með þér hvernig ég er að hátta deginum í samkomubanni, í von um að veita þér innblástur og hugmyndir til að skapa heilsusamlegar venjur.

Rútínan mín í samkomubanninu:

  • Ég byrja alla daga á stóru vatnsglasi og tek inn meltingargerla. Þetta styður við meltingu og getur dregið úr bólgum og bjúg.
  • Strax þar eftir er ég rokin út og byrja alla morgna á röskri 10-15 mínútna göngu. En þar sem ég vinn heim við þá er þessi ganga mín leið til þess að “labba í vinnuna” eða koma mér aðeins út og fá ferskt loft. Í þessari göngu hugsa ég gjarnan um hvað ég er þakklát fyrir og setja mér ásetning fyrir daginn. Þetta er regla hjá mér, hvort sem það sé rigning eða sól, ég fer alltaf út.
  • Ef veður leyfir finn ég mér griðarstað og tek 10-20 mín hugleiðslu. Annars tek ég hugleiðsuna heima.
  • Um leið og ég kem aftur heim kveiki í katlinum og les aðeins í orði Guðs eða í Daily devotional (núna er ég að lesa bókina Jesus Calling og er hún með orð guðs til þín fyrir hvern dag á árinu) og skrifa stundum í dagbók samhliða því.
  • Þessi morgunrútína tekur í kringum 30-40 mín og svo sest ég við skrifborðið mitt með tebolla og byrja að vinna í 1-2 klst áður en ég fæ mér síðan morgunmat. Ef ég er mjög svöng fæ ég mér grænan djús.
  • Í morgunmat fæ ég mér yfirleitt það sama því það er svo hentugt, chiagrautur með kókosjógúrti sem ég geri sjálf, hempmjólk eða kakóhempmjólk, berjum og múslí. Eða þá að ég fæ mér morgunmat eins og smoothie/graut úr Lifðu til fulls bókinni.
  • Held svo áfram að vinna og tek æfingu í hádeginu.
  • Mér finnst æðislegt að æfa í hádeginu, ég er með alls konar mismunandi prógröm sem ég fylgi og passa vel uppá fjölbreyttni. Ef það er t.d. gott veður þá fer ég stundum út að hjóla. Að hreyfa mig í hádeginu hefur hjálpað mér að brjóta upp daginn, forðast of langar kyrrsetur, halda betri fókus og hafa meiri orku í þau verkefni sem ég er að sinna. Ekki síst finn ég hvað ég á auðveldara með að finna lausnir og losa um streitu þegar ég hreyfi mig.
  • Svo fer ég í sturtu og fæ mér hádegismat. 
  • Held síðan áfram að vinna eftir hádegið og hef það sem reglu að eftir hádegið standi ég við skrifborðið, annars er ég sitjandi allan daginn.
  • Fyrir kvöldmat finnst mér gott að eyða tíma í einhvers konar lærdóm, podcöst viðtöl, hringja í vinkonu eða gefa mér smá stund áður en ég fer að elda. Ókeypis fyrirlesturinn sem ég er að bjóða núna “3 skref til að losna við sykurlöngun og hefja orkuríkara líf!” er kjörin til að hlusta á.
  • Svo tekur við kvöldmatur.
  • Mér finnst líka æðislegt þegar það er svona gott veður að fara í 10 mínútna göngu eftir kvöldmat en það er þó ekki alltaf. Mér finnst mjög gott að fara allavegana í göngu 2 sinnum yfir daginn, á morgnanna og svo fyrir/eftir kvöldmat.

                                   

Þar sem ég hef unnið að heiman í meira en 10 ár hef ég ítrekað fínpússað hin og þessi atriði sem ég minntist ekki á eins og að vinna með pomodoro (í 25-50 mín bútum ótruflað yfir daginn) og hentar þetta mér langbest.

Ég vona að þetta hafi gefið þér innblástur með hvernig þú getur háttað rútínunni þinni á meðan þú ert meira heima við. 

Helsta gildran sem mörg okkar falla í er að vera stanslaust að narta í eitthvað yfir daginn, en fyrir mitt leyti hentar best að vera með fastar máltíðir og fastan tíma þar sem ég tek mér tíma og borða, s.s. morgunmatur, hádegismatur og kvöldmatur. Ég er því ekki eins mikið að narta á millimála. Oftast borða ég ekkert milli mála en stundum fæ ég mér eitthvað smá eins og t.d. döðlu með möndlusmjöri og einum Balance súkkulaðimola eða eitthvað svoleiðis eftir kvöldmat, ef mig langar í eitthvað. Mér finnst þetta hjálpa mér mjög mikið og útivera er svo nauðsynleg til að halda góðri geðheilsu og jákvæðni.

                                   

Var greinin gagnleg? Hvernig ert þú að hagræða rútínu þinni í samkomubanni?

Endilega deilið með mér í spjallinu hér að neðan.

Ef ykkur líkaði þessi færsla, endilega deilið henni með vinum á facebook og veitið öðrum innblástur fyrir sína daglegu rútínu. Þið finnið okkur á facebook hér.

Heilsa og hamingja

Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?

Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.

Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *