Ráð til að að hugsa um heilsuna á tímum Covid
Orkulaus og nærð ekki að léttast? Þetta gætu verið ástæðurnar
1st April 2020
Rútína mín í samkomubanni
26th May 2020
Show all

Ráð til að að hugsa um heilsuna á tímum Covid

Deildu á facebook

Það er alveg ljóst að það sé orðið frjálslyndara um þjóðina okkar. Það er að létta á samkomubanninu og góða veðrið er farið að láta sjá sig.

Það er þó ekki síður mikilvægt að hlúa að heilsunni og gera allt sem við getum til þess að komast út úr Covid ástandinu heilsuhraust og full af vellíðan. Ég tók því saman nokkrar færslur frá blogginu sem ég taldi geta hentað sérstaklega vel í kringumstæður okkar og má líta á þetta sem nokkurskonar leiðarvísi með ráðum til að hugsa um heilsuna á tímum Covid.

Ráð sem hjálpa okkur að minnka ferðir í nammiskápinn, minnka streitu, hætta ofáti og styrkja ónæmiskerfi okkar vel. 

 

Magnesíum drykkur gegn sykurþörf á kvöldin

Hver kannast ekki við að detta meira í nammiskápinn á kvöldin? Ástæðan fyrir því gæti verið skortur á magnesíum. Þessi saðsami drykkur er kjörinn þegar sykurþörfin grípur um þig, og hjálpar þér að sofa betur.  Sjá uppskrift hér.

 

Einföld og orkurík millimál til að eiga heima

Þegar maður er meira heima hjá sér en vanalega, eins og nú á tímum Covid, þá getur verið auðvelt að detta í nart og óhollustu yfir daginn. Þess vegna er kjörið að eiga heima tilbúið hollt og orkuríkt millimál sem maður getur gripið í þegar nartþörfin gerir vart við sig. Smelltu hér fyrir 7 hugmyndir af hollu og góðu millimáli.


 

Ráð sem vinna á streitu

Það er skiljanlegt að ástandið í heiminum í dag vekji upp streitu hjá mörgum einstaklingum og því er mikilvægt að temja sér leiðir til að koma í veg fyrir að streitan hafi áhrif á heilsu okkar og vellíðan. Hér finnuru 5 ráð sem sem vinna á streitu.


Fæðutegundirnar sem efla ónæmiskerfið

Vegna kórónuvírussins hefur landlæknir tekið fram mikilvægi þess að efla ónæmiskerfið. Að sjálfsögðu ættum við alltaf huga að ónæmiskerfi okkar og stuðla að heilbrigðu varnarkerfi líkamans en á tímum sem þessum er það einstaklega mikilvægt. Þær 7 fæðutegundir sem styðja við ónæmiskerfið eru m.a. hvítlaukur, brokkolí, túrmerik, rauð paprika o.fl.. Hægt að sjá meira um þær hér.

 

Meðvitað át til að stoppa ofát

Meðvitað át snýr að því að virkja öll skilningarvit okkar þegar við borðum og þannig komast í betri tengslum við hver raunverulegi matarskammtur okkar er. Þegar við borðum með sjónvarpskjá eða síma fyrir framan okkur eða því okkur einfaldlega leiðist eða langar að líða betur er auðvelt að borða meira en við þurfum. Í staðinn getur meðvitað át hjálpað okkur að átta okkur á því þegar við erum södd og líka njóta matarins betur. Kynntu þér betur um meðvitað át og hvernig þú getur tileiknað þér það hér.

Segðu mér í spjallið að neðan hvað af þessum ráðum þú vilt tileinka þér?

Ekki gleyma svo að  deila færslunni með vinum á Facebook og endilega taggaðu okkur á Instagram Lifðu til fulls ef þú prófar einhverjar uppskriftir eða ráð! 

 

Viltu ráð að meiri orku og minni sykurþörf? Ókeypis net-fyrirlestur haldinn aftur vegna vinsælda

 

Ég er að bjóða ókeypis fyrirlestur á netinu 3 einföld skref til að tvöfalda orkuna, losna við sykurlöngun og auka brennslu náttúrulega” en þar fer ég yfir þær leiðir sem ég notast við til að viðhalda orku, vellíðan og jafnvægi alla daga og gef betri innsýn í mataræði, sætugjafa sem eru góðir og ráð sem koma orkunni strax af stað!

Smelltu hér til að skrá þig á ókeypis fyrirlesturinn –  þú færð uppskrift sem svínvirkar á sykurpúkann!

Heilsa og hamingja,

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *