7 öflugar fæðutegundir sem efla ónæmiskerfið
2 mín æfing sem hjálpar þér að elska líkama þinn
25th February 2020
Minni kviðfita og meiri orka
Hvað á að borða fyrir orku og minni kviðfitu?
23rd March 2020
2 mín æfing sem hjálpar þér að elska líkama þinn
25th February 2020
Minni kviðfita og meiri orka
Hvað á að borða fyrir orku og minni kviðfitu?
23rd March 2020
Show all
Deildu á facebook
Facebook

7 fæðutegundir sem efla ónæmiskerfið

Á tímum kórónuvírussins hefur landlæknir tekið fram mikilvægi þess að efla ónæmiskerfið. Að sjálfsögðu ættum við alltaf huga að ónæmiskerfinu okkar og stuðla að heilbrigðu varnarkerfi líkamans en á tímum sem þessum er það einstaklega mikilvægt. Hér koma því nokkrar frábærar fæður sem styrkja ónæmiskerfið.

Fæðutegundirnar munu hagnast þér best samhliða því að halda sykri, streitu og áfengi í lágmarki, passa uppá svefninn og að hreyfa sig reglulega. Einnig er vert að minnast á að D-vítamín, góðgerlum og Omega-3 fitusýrur eru einnig nauðsynlegar öllum.

Höfum það einnig hugfast að jákvætt hugarfar skiptir sköpum!

Lesa einnig

5 hugmyndir að hollum morgunmat
10 hlutir sem næra líkama og sál á tímum Covid
Orkuskot Júlíu

7 fæðutegundir sem efla ónæmiskerfið

Hvítlaukur

Hvítlaukur inniheldur allísín sem er ónæmisstyrkjandi efnasamband sem hjálpar hvítu blóðkornunum að berjast gegn flensu og vírusum, og hjálpar til við að fyrirbyggja bakteríumyndun. Hvítlaukur hefur einnig jákvæð áhrif á frumur í líkamanum sem berjast gegn utanaðkomandi ógnum. Notkun: Bætið við í pottrétti eða dressingar. Einnig er hægt að taka inn hvítlauk sem bætiefni í hylkjaformi frá ýmsum framleiðendum.

Laukur

Laukur inniheldur kversetín (quercetin) sem er andoxunarefni sem kemur í veg fyrir slímmyndun á meðan það styrkir ónæmiskerfið á sama tíma. Kversetín er líka bólgueyðandi, vinnur gegn krabbameinsfrumum og hjálpar líkamanum að stjórna blóðsykrinum. Að borða hráann lauk gefur ónæmiskerfinu búst á aðeins nokkrum klukkutímum. Notkun: Bætið við útí pottrétti eða steikjið á pönnu með grænmeti eða kjúkling/tófu.

ónæmiskerfið

Sítrus ávextir

Flestir eru vanir að fá sér C-vítamín þegar þeir fá kvef og það er góð ástæða fyrir því vegna þess að það styrkir ónæmiskerfið svo um munar. C-vítamín er einnig talið auka framleiðslu á hvítum blóðkornum líkamans sem eru lykilatriði þegar kemur að því að berjast gegn smiti. C-vítamín má finna í miklu magni í t.d. Mandarínum, appelsínum, sítrónum, límónum og vínberum. Notkun: Borðið eitt og sér eða setjið út á salatið.

Rauð paprika

Ef þú hélst að sítrus ávextir innihéldu mesta magnið af C-vítamíni þá er það ekki alveg rétt. Rauð paprika er hreinlega stútfull af þessu krafmikla vítamíni. Rauða paprikan er einnig góð uppspretta af beta-karótín sem hjálpar t.d. að viðhalda heilbrigðri húð og augum. Notkun: Bætið við í salöt eða borðið eitt og sér.

Túrmerik (kúrkúmín)

Túmerikrótin hefur verið notuð í mörg ár í lækningarskyni og vinnur gegn bólgum og bjúg og eflir ónæmiskerfið. Túrmerikrótin er einnig andoxunarík sem hjálpar við hreinsun líkamans. Túrmerik er einnig talið öflugt vopn í að hjálpa til að koma í veg fyrir hjartasjúkdóma, krabbamein, þunglyndi og liðagigt. Notkun: Túrmerikduft útí pottrétti, búst, soðið kínóa eða kaupið rótina og djúsið. Ef þið djúsið rótina passið ykkur á því guli liturinn sem rótin smitar frá sér og gæti ollið því að djúserinn ykkar litist. Ef það gerist má losna við litinn með því að láta könnuna standa úti í sól í smá tíma.

ónæmiskerfið

Engifer

Engifer hefur svipuð bólgueyðandi áhrif og túrmerik en er einnig frábært við meltingartruflunum, ógleði, loftmyndun og krampa í maganum. Einnig er engiferjurtin örvandi fyrir blóðrásina og rík af B-vítamíni, járni, mangan, magnesíum og sinki. Notkun: Bætið við í búst, pottrétti eða grænmeti á pönnu. Æðislegt að taka skot með túrmerik, engifer og svörtum pipar (svartur pipar bætir upptöku túrmeriks).

Brokkolí

Brokkolí er önnur frábær uppspretta af C-vítamíni. Það inniheldur líka öflug andoxunarefni eins og t.d. súlfórafan. Súlfórafan hindrar m.a. hrörnun fruma í líkamanum og er bólgueyðandi. Brokkolí er frábært grænmeti til að neyta reglulega til að styrkja ónæmiskerfið. Ef þér líka engan veginn við brokkolí, prófaðu þá spínat sem hefur einnig góð áhrif á ónæmiskerfið. Veljið lífrænt hér þegar það er í boði. Notkun: Bætið við frosnu eða fersku lífrænu brokkolí/spínat í bústinn. Léttsteikið með lauk og/eða hvítlauk á pönnu. Bakið í ofni.

ónæmiskerfið

Ég vona að þessi fæðutegundalisti komi sér vel elsku vinkona og vinur!

En segðu mér….

Hefur þú prófað ýmislegt þegar kemur að breyttu mataræði og er ekkert að virka fyrir þig og þú léttist ekki, sama hvað?

Hefur líkami þinn breyst (halló hormónar!) og það sem virkaði hér áður fyrr er ekki að virka lengur?

Þráir þú meiri orku og loks að getað öðlast sátt í eigin skinni?

 

Viltu fríska upp á líkamann og fá meiri orku?

Komdu á ókeypis fyrirlesturinn á netinu 3 einföld skref til að tvöfalda orkuna, losna við sykurlöngun og auka brennslu náttúrulega” en þar fer ég yfir þær leiðir sem ég notast við til að viðhalda orku, vellíðan og jafnvægi alla daga og gef betri innsýn í mataræði, sætugjafa sem eru góðir og ráð sem koma orkunni strax af stað!

Smelltu hér til að skrá þig á ókeypis fyrirlesturinn –  þú færð uppskrift sem svínvirkar á sykurpúkann

Heilsa og hamingja

Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?

Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.

Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *