Orkuskot Júlíu | Öflug og einföld blanda fyrir frískari kropp
Jólasmákökurnar mínar
11th desember 2019
7 einfaldir hlutir sem slá á sykurlöngun
14th janúar 2020
Show all

Orkuskot Júlíu

Gott orkuskot gerir kraftaverk fyrir þreytta kroppa! Hér er uppáhálds blandan mín sem við hjónin fáum okkur reglulega þegar við þurfum að fríska upp á líkamann.

Stundum þarf maður að kick-starta líkamann í gang eftir langa hvíld, veikindi, langar vinnutarnir eða frí. Þegar ég finn að ég þarf á extra orku á að halda  finnst mér geggjað að gefa líkamanum orkuskot og fylla hann af vellíðan!  

Það er gott að gera hreinsanir reglulega.  Þegar það er kominn tími á það hjá okkur hjónum þá bý ég til græna djúsa sem við drekkum yfir daginn og síðan endum við dagana yfirleitt á léttum kvöldverðum. 

Grænir drykkir fara svo vel í magann og geta verið sérstaklega vatnslosandi og hreinsandi sem hjálpar gegn uppþembu og bjúgsöfnun. Basísku eiginleikar græna drykksins hjálpa líkamanum einnig að losna við sykurlöngun.

Komdu hreinsunardeginum þínum í gang með græna orkudrykknum mínum! 

orkuskot

Ég elska myntu og nota hana því óspart í drykkina mína enda er mynta frábær fyrir bætta meltingu og einbeitingu. Það má sjálfsagt nota steinselju í staðinn eða jafnvel bæði fyrir ævintýragjarna en steinselja er talin vera ein helsta fegurðarfæðan.

Bæði mynta og steinselja eru mjög góðar kryddjurtir til að nota í græna djúsa.

Lesa einnig

5 mínútna heilsuskot gegn kvefi og flensum
5 ráð til þess að efla meltingu og brennslu á 48 klst
Svona lítur hreinsunardagur Júlíu út!

orkuskot

Notið það íslenska græna salat sem fæst hverju sinni í drykkinn.

orkuskot

Orkuskot Júlíu 

1 gúrka
2 græn epli
1 sítróna
1 límóna
handfylli spínat eða grænkál
handfylli fersk mynta
engiferbútur

1. Setjið allt í gegnum safapressu og njótið.

orkuskot

Ég mæli með og nota safapressu sem kaldpressar því hún varðveitir næringarefni betur og eykur geymsluþol drykkjar. Djúsinn geymist í 3 daga í kæli.

Ég vona innilega að þú prófir djúsinn! Endilega deildu uppskriftinni áfram á Facebook eða taggaðu mig á Instagram ef þú prófar.

Prófaðir þú Orkuskot Júlíu og vilt læra meira?

Frískari og orkumeiri á 30 dögum námskeiðið inniheldur allt sem þú þarft til að segja skilið við sykurpúkann fyrir fullt og allt og öðlast varanlega orku. Fylgt er eftir 30 daga bragðgóðum matseðli sem er sérsniðinn að annríku líferni og losar sykur úr líkamanum.

Námskeiðið er kjörið fyrir þig ef þú vilt taka breyttan lífsstíl alla leið en upplifir skipulagsleysi og óöryggi með hvar og hvernig þú átt að byrja. Því miður er lokað fyrir skráningar eins og er en þú getur skráð þig á biðlista HÉR og fengið póst um leið og við opnum fyrir næsta hóp!

Heilsa og hamingja

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.