Magnesíum og súkkulaðilöngun
detox
10 mín detox kvöldrútína fyrir betri svefn
23rd May 2022
salat
Fljótlegt salat með kínóa, eggjum og balsamik gljáa
13th June 2022
detox
10 mín detox kvöldrútína fyrir betri svefn
23rd May 2022
salat
Fljótlegt salat með kínóa, eggjum og balsamik gljáa
13th June 2022
Show all
Deildu á facebook
Facebook

Magnesíum og súkkulaðilöngun

súkkulaðilöngun

Glímir þú oft við súkkulaðilöngun?

Að neyta súkkulaðis í hófi er í fullkomlega góðu lagi en hins vegar, ef þú finnur fyrir stöðugri löngun í súkkulaði gæti það bent til þess að þú glímir við magnesíumskort sem líkaminn er að reyna að uppfylla.

Enda er súkkulaði sérlega ríkt af magnesíum.

Lesa einnig:

Magnesíum drykkurinn sem slær á sykurþörf og bætir svefn!

10 mín detox kvöldrútína fyrir betri svefn

7 einfaldir hlutir sem slá á sykurlöngun

Magnesíum spilar stórt hlutverk þegar kemur að líkamanum, m.a. styður það við vöðva, taugaboð og orku.

Magnesíumskortur er í flestum tilvikum án einkenna en ef um langvarandi skort er að ræða getur það ýtt undir háan blóðþrýsting, hjartasjúkdóma, sykursýki 2 og beinþynningu. 

Magnesíum er einnig mikilvægt fyrir þá sem glíma við mikla streitu enda framleiðir líkaminn streituhormón þegar hann er undir álagi sem dregur úr magnesíumforða líkamans.

Magnesíum er einnig mikilvægt fyrir þá sem æfa mikið þar sem það bætir endurhæfingu eftir erfiðar æfingar. 

Magnesíum  jafnar blóðsykurinn og hjálpar líkamanum að vinna úr frúktósa, sem finnst í sykri. 

Ef þú ert rík af magnesíum ert þú þá ólíklegri til þess að upplifa sykursjokk eftir mikla sykurneyslu.

Eftirfarandi einkenni gætu þýtt að þú glímir við magnesíumskort eða þurfir að inntaka magnesíum í meira magni.

  • Sterk löngun í súkkulaði eða kasjúhnetur (báðar ríkar af magnesium)
  • Sykurlöngun
  • Stirðir vöðvar
  • Krampar í vöðvum
  • Óróleiki
  • Kvíði
  • Streita
  • Erfiðleiki með afslöppun og svefn
  • Orkuleysi og þreyta

Við erum öll mismunandi og sumir þurfa meira magnesíum en aðrir. Aðrir getað tengt súkkulaði- eða sykurlöngun sína við önnur lykil-steinefni sem þeim skortir.

Tengir þú við?

Ef þig langar til þess að vita hver séu orsök sykurlöngunnar þinnar, koma líkamanum þínum í jafnvægi og dýpka þekkingu þína á fæðutegundum, komdu þá á fyrirlesturinn minn “Meiri orka og Minni sykurlöngun” sem verður haldinn í beinni í kvöld, 31.maí kl 20:00 og næstkomandi fimmtudag 2.júní kl 10:00! 

Með því að skrá þig munt þú einnig læra…

  • 3ja skrefa formúlu til að losna við sykurlöngun…án þess að neita þér um sælgæti
  • Hvaða sætugjafa á að nota og hverja EKKI
  • Leiðir til að léttast með heilbrigðum hætti 
  • 5 orkuríkar fæðutegundir sem slá á sykurlöngun nær samstundis enda skotheld vörn gegn sykurlöngun
  • Uppskrift að undra-drykknum sem vinnur gegn sykurlöngun

Smelltu hér til að skrá þig á ókeypis net-fyrirlesturinn.

Þessi fyrirlestur verður dúndur skemmtilegur með vinningum frá sóley organics og tækifæri á að fá bónusinn “Orkurík millimál”.  Engin upptaka verður þó send út og því eini sjensin að fá þessa þekkingu er að skrá sig og mæta.

Ég hvet þig því að taka af skarið enda gæti þessi fyrirlestur breytt lífi þínu til hins betra og sett þig í réttan gír fyrir sumarið.

Ef þér líkaði greinin væri ég afar þakklát ef þú deildir henni yfir á Facebook, sérstaklega ef þú átt vinkonu sem glímir við sykurlöngun vegna streitu!

Heilsa og hamingja

Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?

Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.

Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *