Fljótlegt salat með kínóa, eggjum og balsamik gljáa
súkkulaðilöngun
Magnesíum og súkkulaðilöngun
30th May 2022
Pizza á grillið
Holl pizza á grillið
4th July 2022
súkkulaðilöngun
Magnesíum og súkkulaðilöngun
30th May 2022
Pizza á grillið
Holl pizza á grillið
4th July 2022
Show all
Deildu á facebook
Facebook

Fljótlegt salat með kínóa, eggjum og balsamik gljáa

salat

Sem kokkur gerist það ekki oft að ég nenni ekki að elda en það kemur auðvitað stundum fyrir, eins og með okkur öll. Þá sérstaklega ef mjög langur dagur er að baki. Það er á slíkum dögum sem ég hendi í þetta salat en það er næringarríkt, fljótlegt og bragðgott.

Salatið krefst ekki mikillar eldamennsku og því er einnig frábært að útbúa það í útilegunum í sumar.

Kínóa er eitthvað sem ég á ávallt til heima. Kínóa er auðmeltanlegt, próteinríkt og tekur aðeins 15 mín að sjóða.  Hægt að nota t.d. kínóa í stað hrísgrjóna með fisk, kjöt eða grænmetisréttum.

Fyrir ykkur sem hafa smakkað kínóa en fannst það bragðast illa mæli ég með að lesa athugasemdirnar vel hér að neðan. 

Lesa einnig:

Kókosjógúrt með ananas, granóla og ferskri myntu

Sumarsalat með jarðaberjadressingu

Túrmerik latte á tvo vegu

Fljótlegt salat með kínóa, eggjum og balsamik gljáa

½ bolli kínóa (sjá athugasemdir)

2 egg 

Íssalat og spínat (eða annað salat sem er í boði)

¼ sítróna kreist

½ gúrka

1-2 tómatar

½ avókadó (val)

Ólífur, úrsteinaðar

Salt og pipar

Mulinn geita- eða fetaostur

Balsamic gljái (frá Olitalia, sjá athugasemdir) 

1. Byrjið á því að sjóðið kínóa með því að setja ½ bolla af kínóa á móti 1 ½ bolla af vatni í pott. Þegar byrjar að sjóða má lækka undir og síðan elda í 15 mín. 

2. Sjóðið egg. Byrjið á því að setja vatn í pott og bíðið eftir suðu. Þá má bæta eggjunum ofan í vatnið og sjóða í 7 mín (6 mín ef þið viljið aðeins linsoðnari egg). Þegar eggin eru tilbúin má afhýða og skera til að hafa klárt í salatið.

3. Veljið fallega salatskál, skerið salatið eða rífið og setjið í skálina. Kreistið sítrónu yfir.  Skerið gúrku og tómata og geymið á skurðarbrettinu.

4. Þegar allt er tilbúið, setjið kínóa yfir salatið sem er í skálinni og kryddið með salt og pipar. Bætið í gúrku og tómötum, ostinum, eggjunum, skornu avókadó og balsamik gljáa. Njótið.

Athugasemdir

Fyrir þá sem vilja flýta enn frekar fyrir er hægt að sjóða kínóa og egg og geyma í ísskápnum. Kínóa og egg geymast í allt af 5 daga eftir eldun.

Ekki öllum líkar við bragðið af kínóa. Mér persónulega finnst það dásamlegt en ekki eru allir sammála. Ef þér líkar illa við bragðið er hægt að sjóða kínóa uppúr grænmetis- eða lamba/kjúklingasoði. Einnig er hægt að krydda vel og kreista sítrónu yfir eða setja pestó. 

Ég mæli með að kaupa balsamik gljáa frá Olitalia sem fæst í svörtum, mjóum og löngum fernum í t.d Nettó. Sú tegund er án viðbætt sykurs. Einnig er hægt að nota balsamik edik en það er einnig án viðbætts sykurs.

Aukin orka og minni sykurþörf. Ókeypis fyrirlestur.

Vegna eftirspurna höfum við ákveðið að halda einn fyrirlestur til viðbótar, á morgun 15.júní kl 20:00! Það er því upplagt að gera þér þetta bragðgóða salat og njóta með mér í beinni. 

Þessi fyrirlestur getur breytt sköpum fyrir þig þegar kemur að léttari líkama, stjórn á sykurlöngun (að leyfa sér án þess að missa sig algjörlega) og líkama fullum af ORKU!

Smelltu hér fyrir ókeypis skráningu.

Þú munt læra:

  • 3ja skrefa formúlu til að losna við sykurlöngunina…án þess að mega aldrei aftur borða nammi
  • Hvaða sætugjafa á að nota og hverja EKKI
  • Algengustu mistökin í breyttum lífsstíl sem geta leitt okkur í fitugildru
  • 5 orkuríkar fæðutegundir sem slá á sykurlöngun nær samstundis 
  • Drykkjaruppskrift sem er skotheld gegn sykurlöngun

Ekki gleyma svo að like-a færsluna og deila á Facebook með því að smella hér!

Heilsa og hamingja

Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?

Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.

Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *