Bestu vítamínin eftir fertugt
Einfaldasta leiðin til að hreinsa líkamann eftir páska
14th April 2017
Bestu vítamínin eftir fertugt (síðari hluti)
2nd May 2017
Show all

Bestu vítamínin eftir fertugt

Deildu á facebook

Vítamín spila lykilhlutverk í að jafna orku, matarlanganir og sykurlöngun líkamans.

Eftir því sem árin líða verður sífellt mikilvægara að hugsa um breytingar á næringu m.a. vegna breytinga á hormónum og eru nokkur vítamín sem eru góð samhliða hollu mataræði.

Hér eru bestu vítamínin fyrir konur eftir fertugt.

—-

B12

Eftir fertugsaldur og sérstaklega eftir fimmtugsaldurinn er æskilegt að taka inn B12 vítamín. B12 spilar lykilhlutverk í orku, eðlilegri blóðrás og heilastarfsemi. Skortur á B12 er meðal hárlos, minnisleysi og auknum stresseinkennum.

B12 finnst í dýraafurðum eins og kjúkling, egg og fisk. Upptaka líkamans á B12 er einnig algengt að fari versnandi með árunum, sérstaklega í kringum fimmtugt. Fyrir bestu  upptöku á B12 er gott að taka það inn með mat og í fljótandi eða uppleysanlegu formi eins og með sprey eða freyðitöflu.

—-

Magnesíum

Eitt af því sem magnesíum gerir fyrir okkur er að jafna blóþrýstinginn, sem er sérstaklega mikilvægt fyrir konur yfir fertugt þar sem þær eru í áhættuhópi fyrir of háan blóðþrýsting. Ef þú upplifir mikið af bólgum eða streitu getur magnesíum einnig verið frábært bætiefni að taka þar sem magnesíum kemur á jafnvægi og hjálpar að stjóra streituhormónum. Magnesíum styður einnig við upptöku  líkamans á kalsíum og spilar lykilhlutverk í heilbrigðri vöðva-tauga og hjartastarfsemi.

Það gæti komið þér á óvart að magnesíum finnst í grænu laufgrænmeti, baunum, hnetum, fræum og avókadó til dæmis. En það er eitthvað af mínum uppáhalds fæðutegundum og auðvelt að gera úr góðan drykk eða seðjandi salat eins og má finna margar uppskriftir af í bókinni minni Lifðu til fulls. Smellið hér kíkja inn í hana.

Ráðlagður dagsskammtur eftir fertugt er 320 mg. Magnesíum fæst í töflu eða duft formi og eitt besta magnesíum sem ég veit til er frá Dr. Mercola og tek ég það samhliða slökunardufti á kvöldin. Hlustið á líkamann eftir magnesíumþörf eða leitið til læknis fyrir ráðleggingar þar sem ofneysla getur orsakað ógleði, niðurgang og krampa.
—-

—-

D-vítamín

D-vítamín er lífsnauðsynlegt og spilar lykilhlutverk í upptöku á öðrum næringarefnum. D-vítamín hefur áhrif á ónæmiskerfi, blóð-æða-vöðva-og taugakerfi og talið sporna fyrir ýmsum aldurstengdum heilsukvillum eins og sykursýki og hjartasjúkdómum.

D-vítamín er í fáum fæðutegundum og helst þá í feitum fisk eins og síld, lax, silung, lúðu eða sardínum en það eru þær fæðutegundir sem innihalda mest af D-vítamíni. Algengt er að D-vítamín sé að auki viðbætt lýsi og mjólkurafurðir sem dæmi. Fæst D-vítamín í dropum eða töfluformi.

—-

Það getur verið sniðugt að taka vítamínstöðu líkamans hjá lækni til að sjá ef það er eitthvað sem þú þarft að bæta við.

Fylgstu svo með næsta þriðjudag fyrir næsta helming greinar en þar deili ég 3 vítamínum í viðbót sem eru nauðsynleg hjá konum eftir fertugsaldur!

Ég er viss um að þú sitjir sjálf á einhverjum hollráðum um hvað virkar fyrir þig og hvað hefur alls ekki virkað.

Deildu þeim endilega í spjallið hér að neðan! 🙂

Mundu svo að líka og deila á samfélagsmiðlum!

Heilsa og hamingja,
jmsignature

7 Comments

 1. Sigríður Valdís says:

  Júlóa bókin þín er æðisleg fékk bókina í dag gaman að skoða og láta sér dreyma og njóta takk takk

 2. Sigríður Valdís says:

  Hvar fæ ég þetta sprey af B12 eða er betra að taka inn töflur af b 12

 3. Már Sveinsson says:

  Er það rétt skylið að þú teljir að lýsi sé ekki með d-vítamíni öðruvísi að það sé d-vítamíns bætt?

  Kveðja Már Sveinsson.

  • Júlía heilsumarkþjálfi says:

   Hæ Már 🙂
   Nei. D-vítamín er í fáum fæðutegundum. Lýsi og feitur fiskur, eins og síld, lax, silungur, sardínur
   og lúða, eru þær fæðutegundir sem innihalda mest af D-vítamíni. Lýsi og mjólkurvörur eru oft viðbættar.

   Ég sá einmitt að greinin gæti verið vilandi hvað þetta varðar og bætti við þessum texta bút.

   Heilsukveðja
   Júlía

 4. Már Sveinsson says:

  Takk fyrir svarið Júlía.
  Ég hef spurt aðeins fyrir um þetta og mér skylst að í stað þess að framleiða lýsið úr einstökum tegundum t.d. Ufsalifur þorkal.eða lúðul. o.s.frv. Eins og gert var lengst af í upphafi. Sé nú allt sett í einn pott og síðan vítamín bætt ef þarf, þar sem tegundirnar innihalda mismikið af vítamínum.
  Kveðja Már.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *