Túrmerik hummus með steinseljusalati
Chiagrautur með himneskum chai kókosrjóma
24th January 2017
lúxus hafragrautur
Lúxus hafragrautur með bananamjólk
6th February 2017
Show all

Túrmerik hummus með steinseljusalati

Túrmerik hummus
Deildu á facebook

Ert þú með?

Fyrsti dagurinn í “Sykurlaus í 14 daga” áskorun hófst í gær með yfir 25.000 þátttakendum!

En það er ennþá tími fyrir þig að vera með!
Smelltu hér núna til að skrá þig og fáðu fyrstu uppskriftirnar og innkaupalistann sent strax!

 

DSC_0698-min

 

Að sleppa sykri hefur sjaldan verið eins einfalt og hvað þá bragðgott! Taktu áskorunina eins langt og þú vilt!

Núna er þitt tækifæri til að fá sykurlausar uppskriftir, innkaupalista, millimáls hugmyndir og ráð að hvaða sætugjafa á að nota, ÓKEYPIS!

14 dagar eru lítið í samanburði við þann ávinning sem þú getur fengið. Margir sem hafa tekið áskorunina tala um aukna orku, bætta einbeitingu og jafnvel kílóamissi!

Fáðu aukna orku með ókeypis áskorun, smelltu hér fyrir tafarlausan aðgang uppskrifta!

Þessi hummus hér að neðan er alveg skotheldur og ein af uppskriftunum í sykurlausri áskorun! Ég tók hann með í matarboð um daginn, allir þar töluðu um hvað hann væri góður og kláraðist hann nánast strax!

 

DSC_0627

 

Byrjið að baka kjúklingabaunir í ofni.

DSC_0651-min

Næst má gera Túrmerik hummusinn

Túrmerik

Túrmerik er æðisleg kryddjurt sem getur dregið úr bólgum. Túrmerik er frábært gegn liðagigt og inniheldur það öflug andoxunarefni.

 

DSC_0621

 

Steinselja

Steinselja og allar kryddjurtir innihalda öflug andoxunarefni sem hjálpar líkamanum að losa sig við eiturefni og fríska upp á heilsuna. Þegar líkaminn er hreinsaður af eiturefnum reglulega er blóðsykurinn stöðugri sem leiðir til minni sykurlöngunnar.

 

DSC_0669-min

 

Túrmerik hummus með steinseljusalati

Túrmerik hummus

240 gr. eða 1 dós soðnar kjúklingabaunir
3 msk tahini
1 sítróna, kreist
1-2 hvítlauksrif
3 msk olífuolía
1/4 bolli vatn (eða meira)
1 tsk tamarisósa
2 tsk túrmerikduft
1 tsk papríkuduft
1 tsk svartur pipar
1/2 tsk kúmen
salt eftir smekk
örlítið af engiferdufti (val)

 

Kryddaðar kjúklingabaunir

240 gr eða 1 dós kjúklingabaunir soðnar
1/2 tsk papríkuduft
1/2 tsk chilli
salt og pipar eftir smekk
1 msk olífuolía

 

Steinseljusalat

Handfylli steinselja
Handfylli klettasalat
Handfylli konfekttómatar
1/4 bolli rauðlaukur
1 hvítlauksgeiri, pressaður
1 msk sítrónusafi
1 msk ólífuolía
Salt og pipar

Glúteinlaust kex (Ég notaði frá simple mills með sólþurrkuðu tómatbragði, fæst í Gló Fákafeni)

 

    • 1. Byrjið að baka kjúklingabaunir í ofni. Forhitið ofninn við 180 gráður. Skolið af kjúklingabaunum og setjið í eldfast mót eða á ofnplötu með bökunarpappír. Kryddið, hellið olíu yfir og hrærið örlítið svo allar kjúklingabaunirnar taki við kryddum. Eldið í ofni í 40 mín eða þar til þær eru stökkar og góðar.
    • 2. Setjið öll hráefni nema túmerikduft í matvinnsluvél og maukið vel. Hellið í skál og hrærið túrmerik kryddinu vel saman við með sleif. Hummusinn geymist vel í kæli (það þarf að fara varlega með túrmerikduftið og bæta því eftir á því annars festist liturinn í blandaranum).
    • 3. Saxið steinselju, rauðlauk og tómata smátt og sameinið í skál með rest af innihaldsefnum. Blandið saman í skál. Salatið geymist ferskt í 2 daga í kæli.
    • 4. Setjið hummus á disk, bætið kjúklingabaunum og steinseljusalati yfir og borðið með glúteinlausu kexi.

 

Njótið sem veislumat eða fyrir saumaklúbbin. Einnig má gera þrefalt steinseljusalat og njóta sem léttan rétt eða meðlæti.

 

Fáðu fleiri uppskriftir eins og þessa í ókeypis 14 daga sykurlausri áskorun, á meðan enn gefst tími!
Smelltu hér fyrir aðgang að uppskriftum og innkaupalista vikunnar.

Þú getur þetta og ég lofa að þetta verði minna mál en þú heldur!

Hefur þú prófað túrmerik? Segðu mér endilega frá í spjallinu hér að neðan hver reynsla þín er.

Endilega deildu svo sykurleysinu á samfélagsmiðlum!
Heilsa og hamingja,
jmsignature

Skráðu þig í gómsæta 14 daga sykurlausa áskorun og fáðu uppskriftir, innkaupalista og fróðleik, allt ókeypis!

 

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *