Þessi hummus hér að neðan er alveg skotheldur og einn af mínum uppáhalds! Ég tók hann með í matarboð um daginn, allir þar töluðu um hvað hann væri góður og kláraðist hann nánast strax!
Byrjið að baka kjúklingabaunir í ofni.
Næst má gera Túrmerik hummusinn
Túrmerik er æðisleg kryddjurt sem getur dregið úr bólgum. Túrmerik er frábært gegn liðagigt og inniheldur það öflug andoxunarefni.
Steinselja og allar kryddjurtir innihalda öflug andoxunarefni sem hjálpar líkamanum að losa sig við eiturefni og fríska upp á heilsuna. Þegar líkaminn er hreinsaður af eiturefnum reglulega er blóðsykurinn stöðugri sem leiðir til minni sykurlöngunnar.
240 gr. eða 1 dós soðnar kjúklingabaunir
3 msk tahini
1 sítróna, kreist
1-2 hvítlauksrif
3 msk olífuolía
1/4 bolli vatn (eða meira)
1 tsk tamarisósa
2 tsk túrmerikduft
1 tsk papríkuduft
1 tsk svartur pipar
1/2 tsk kúmen
salt eftir smekk
örlítið af engiferdufti (val)
240 gr eða 1 dós kjúklingabaunir soðnar
1/2 tsk papríkuduft
1/2 tsk chilli
salt og pipar eftir smekk
1 msk olífuolía
Handfylli steinselja
Handfylli klettasalat
Handfylli konfekttómatar
1/4 bolli rauðlaukur
1 hvítlauksgeiri, pressaður
1 msk sítrónusafi
1 msk ólífuolía
Salt og pipar
Glúteinlaust kex (Ég notaði frá simple mills með sólþurrkuðu tómatbragði, fæst í Gló Fákafeni)
Njótið sem veislumat eða fyrir saumaklúbbin. Einnig má gera þrefalt steinseljusalat og njóta sem léttan rétt eða meðlæti.
Hefur þú prófað túrmerik? Segðu mér endilega frá í spjallinu hér að neðan hver reynsla þín er.
Endilega deildu svo sykurleysinu á samfélagsmiðlum!
Skráðu þig í gómsæta 14 daga sykurlausa áskorun og fáðu uppskriftir, innkaupalista og fróðleik, allt ókeypis!