Vetrarsalat með graskeri, linsum og grænkáli
16 kílóum léttari og uppgötvaði leyndarmálið að hinni fullkomnu húð!
16th December 2020
Súkkulaði uppskriftir fyrir Valentínusardaginn!
9th February 2021
Show all

Vetrarsalat með graskeri, linsum og grænkáli

Deildu á facebook

Þetta vetrarsalat hefur fljótt orðið uppáhald hjá mér.

Það er með elduðu graskeri og skallot-lauk fyrir hlýju og sætleika, mjúkum linsubaunum, grænkáli, íslenskum geitaosti og ristuðum pistasíuhnetum … svo fer 2 hráefna dressingin mín yfir allt saman.

En best af öllu, það er fljótlegt og bragðgott!

Ég hef bæði haft réttin sem aðalrétt en einnig sem meðlæti með lambaprime í matarboði og olli það mikilli lukku. 

Vetrar salat með graskeri, linsubaunum og grænkáli 

1 skammtur, þú getur auðveldlega tvöfaldað uppskriftina og borið fram fyrir 2

Grænmeti:

½ eða minna af miðlungs graskeri

3-4 miðlungs gulrætur

1/2 rauð paprika (valfrjálst)

1 skalott-laukur (eða notaðu annan lauk en skalott-laukur gefur góða sætu)

Ólífuolía eftir smekk

Krydd að eigin vali: Ég hef notað 1 tsk grænmetiskryddblöndu og ½ tsk reykta papríku frá kryddhúsinu. Einnig má nota ½ tsk rósmarín, ½ tsk papriku, svartan pipar, himalayasalt, og rautt chillikrydd.

Linsubaunir:

1 bolli soðnar brúnar linsubaunir (um það bil 1/4 bolli þurrkaðir linsubaunir soðnir í vatni eða notið í kringum 1/3 linsubaunir sem eru forsoðnir í dós)

Salatbotn:

3-5 grænkálsblöð, fjarlægðu stilkinn (ef grænkál fæst illa, notið spínat eða klettasalat)

⅓ af gúrku (í kringum 100gr, það er ráðlagt magn, en ekki hika við að bæta við það)

1 tómatur (ráðlagt magn, ekki hika við að bæta við það)

Dressing:

1-2 msk af majónesi (vertu viss um að það sé ekki viðbættur sykur. Ég nota gjarnan avocadó majóness sem fæst í costco.)

1-2 msk kreistur sítrónusafi (notið meira fyrir þynnri dressingu)

Svartur pipar eftir smekk (ég set nóg af svörtum pipar)

Ofaná, skreytingin er það sem gerir þetta salat fullkomið:

50gr ristaðar, ósaltaðar pistasíuhnetur (ekki hika við að setja meira ef þú vilt)

30gr geitaostur (ég hef bæði notað rifinn geitaost og íslenskan geita feta-ost frá Jóhönnu sem fæst m.a í verslun Gott og blessað í Hafnarfirði)

Fersk mynta eða steinselja

Aðferð:

 1. Linsubaunir: Til að elda linsubaunir settu 1/4 bolla þurrkaðar ósoðnar linsubaunir í pott. Bættu a.m.k 3x meira vatni en linsum (1:3) eða 3/4 -1 bolla af vatni í pottinn. Láttu sjóða og lækkaðu hitann í lága suðu. Bættu meira vatni út í ef þörf er á, horfðu bara á pottinn af og til til að sjá hvort linsubaunirnar þurfa meira vatn. Láttu malla í u.þ.b 15-20 mínútur eða þar til þú getur auðveldlega kreist eina linsu! Ef þú ert að nota forsoðnar linsubaunir í dós þarftu ekki að elda þær, hitaðu þær aðeins ef þú vilt.
 2. Grænmeti eldað: Skerðu graskerið og gulræturnar í ca 2 cm bita. Ef þú vilt elda í bakarofni, setjið á bökunarpappír, kryddið og setjið olíu yfir og eldið í ofni á 180-200 °c í u.þ.b 25-30 mín, hrærið öðru hvoru svo grænmetið eldist jafnt.
  Ef þú vilt grilla grænmetið á útigrilli mæli ég með að sjóða grænmetið í vatni fyrst. Fylltu þá pott 3/4 af vatni og láttu sjóða, settu grænmetinu í pottinn í um það bil 10 mínútur eða þar til þú nærð gafflinum auðveldlega í gegn. Fjarlægðu grænmeti úr sjóðandi vatni og setjið í skál. Kryddaðu og settu olíu yfir.  Settu grænmeti á grillbakka og grillaðu í c.a 15 mín eða þar til það fer að verða stökkt og ristað.
 3. Salatið: Rífðu grænkálslaufin, kreistu 1/2 sítrónu yfir, skerðu gúrku, tómata og settu ofan á grænkálið. Setja til hliðar.
 4. Dressing: Blandaðu mæjónesið og sítrónusafa saman og settu til hliðar.
 5. Borið fram: Núna  ættu linsubaunir þínar að vera tilbúnar! Kryddaðu með salti og pipar eftir smekk og settu linsubaunir og því næst grænmetið yfir salatið. Skreyttu með pistasíuhnetum, steinselju og geitaosti. Njóttu!

Viltu auka orkuna og léttast án öfga, vesens eða megrunarkúra?

Kynntu þér ókeypis fyrirlesturinn ,,3 einföld skref til að losna úr vítahing sykurs, tvöfalda orkuna og léttast náttúrulega”

Þú munt læra: 

 • Algeng mistök í breyttu mataræðinu sem leiða til fitugildru
 • Betri sætugjafar og aðrir sem eru VERRI en sykur
 • Einfalt “próf” sem sýnir þér bestu nálgun á sykurlöngun áfram
 • Uppáhalds drykk minn fyrir aukna orku! (algjör dúndur)

Takmörkuð pláss í boði, ekki missa af þessu tækifæri!

Smelltu hér til að skrá þig!

Aðeins í boði núna og takmörkuð pláss bjóðast

Ég vona að þú njótir þessa hlýlega vetrar salats og endilega deildu með vinum á Facebook svo fleiri getað notið af þessara hollustu 🙂 

Ef þú prófar, ekki hika við að segja mér hvernig smakkast hér undir blogginu!

Heilsa og hamingja,

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *