
Ókeypis rafbók
Inniheldur uppskriftir af sykurlausum eftirréttum sem allir elska


Þetta vetrarsalat hefur fljótt orðið uppáhald hjá mér.
Það er með elduðu graskeri og skallot-lauk fyrir hlýju og sætleika, mjúkum linsubaunum, grænkáli, íslenskum geitaosti og ristuðum pistasíuhnetum … svo fer 2 hráefna dressingin mín yfir allt saman.
En best af öllu, það er fljótlegt og bragðgott!
Ég hef bæði haft réttin sem aðalrétt en einnig sem meðlæti með lambaprime í matarboði og olli það mikilli lukku.
1 skammtur, þú getur auðveldlega tvöfaldað uppskriftina og borið fram fyrir 2
Grænmeti:
½ eða minna af miðlungs graskeri
3-4 miðlungs gulrætur
1/2 rauð paprika (valfrjálst)
1 skalott-laukur (eða notaðu annan lauk en skalott-laukur gefur góða sætu)
Ólífuolía eftir smekk
Krydd að eigin vali: Ég hef notað 1 tsk grænmetiskryddblöndu og ½ tsk reykta papríku frá kryddhúsinu. Einnig má nota ½ tsk rósmarín, ½ tsk papriku, svartan pipar, himalayasalt, og rautt chillikrydd.
Linsubaunir:
1 bolli soðnar brúnar linsubaunir (um það bil 1/4 bolli þurrkaðir linsubaunir soðnir í vatni eða notið í kringum 1/3 linsubaunir sem eru forsoðnir í dós)
Salatbotn:
3-5 grænkálsblöð, fjarlægðu stilkinn (ef grænkál fæst illa, notið spínat eða klettasalat)
⅓ af gúrku (í kringum 100gr, það er ráðlagt magn, en ekki hika við að bæta við það)
1 tómatur (ráðlagt magn, ekki hika við að bæta við það)
Dressing:
1-2 msk af majónesi (vertu viss um að það sé ekki viðbættur sykur. Ég nota gjarnan avocadó majóness sem fæst í costco.)
1-2 msk kreistur sítrónusafi (notið meira fyrir þynnri dressingu)
Svartur pipar eftir smekk (ég set nóg af svörtum pipar)
Ofaná, skreytingin er það sem gerir þetta salat fullkomið:
50gr ristaðar, ósaltaðar pistasíuhnetur (ekki hika við að setja meira ef þú vilt)
30gr geitaostur (ég hef bæði notað rifinn geitaost og íslenskan geita feta-ost frá Jóhönnu sem fæst m.a í verslun Gott og blessað í Hafnarfirði)
Fersk mynta eða steinselja
Aðferð:
Viltu auka orkuna og léttast án öfga, vesens eða megrunarkúra?
Kynntu þér ókeypis fyrirlesturinn ,,3 einföld skref til að losna úr vítahing sykurs, tvöfalda orkuna og léttast náttúrulega”
Þú munt læra:
Takmörkuð pláss í boði, ekki missa af þessu tækifæri!
Aðeins í boði núna og takmörkuð pláss bjóðast
Ég vona að þú njótir þessa hlýlega vetrar salats og endilega deildu með vinum á Facebook svo fleiri getað notið af þessara hollustu 🙂
Ef þú prófar, ekki hika við að segja mér hvernig smakkast hér undir blogginu!
Heilsa og hamingja,