Bleikur þeytingur fyrir bleikan október
Sparaðu í matarinnkaupum með fjárhagsáætlun
9th October 2023
Pumpkin spice latte
31st October 2023
Sparaðu í matarinnkaupum með fjárhagsáætlun
9th October 2023
Pumpkin spice latte
31st October 2023
Show all
Deildu á facebook
Facebook

Bleikur þeytingur fyrir bleikan október

Í tilefni af bleikum október og bleika dagsins næstkomandi föstudag deli ég með ykkur bleikum drottningarlegum þeytingi með fæðutegundum sem styðja við heilsu kvenna og eru talin vera fyrirbyggjandi gegn krabbameini.

Bleiki þeytingurinn er stútfullur af andoxunarefnum og færir þér ferskleikann beint í æð. 

Lesa einnig:
Bleikar uppskriftir fyrir bleikan október
Berjabjúst fyrir breytingarskeiðið
Ofurfæðið chia fræ

Ber

í þeytingnum er að finna gómsæt kirsuber og brómber. Bæði rík af andoxunarefnum sem getað dregið úr bólgum, vernda líkaman gegn sjúkdómum og hjálpað húðinni að haldast ungleg. Eitthvað sem við viljum öll ekki satt?!

Auk þess innihalda kirsuber efni Quercetin sem rannsóknir benda til að getað verið fyrirbyggjandi gegn krabbameini. (sjá hér og hér)

Rauðrófur

Rauðrófur eru einnig ríkar af andoxunarefnum og eru talin auka framleiðslu á ónæmisfrumum sem m.a hjálpa við að berjast gegn þróun krabbameins.

Auk þess auka rauðrófur blóðflæði sem margir tala um að hafi jákvæð áhrif á orku og þrek fyrir æfingar. í þeytinginn nota ég rauðrófuduft einfaldlega vegna þess að það er þægilegt í notkun. (sjá hér)


Bleikur þeytingur með rauðrófum og krisuberjum

1 bolli ósæt kókosmjólk,  möndlumjólk eða kókosvatn

lúka af lambhagasalati, spínat eða grænkál 

3 msk chia fræ útbleytt

½  banani eða avocadó

½ bolli frosin brómber

½ bolli frosin kirsuber 

Klakar eftir smekk

1 daðla eða nokkrir dropar stevia (val fyrir sætara bragð)

Bætt útí undir lok:

1 tsk rauðrófuduft t.d frá vivolife

Prótein að eigin vali: 3 msk hemp fræ, 2 skúppur Feel Iceland kollagen eða hreint vanillu prótein t.d frá Vivolife

Setjið öll innihaldsefnin fyrir utan rauðrófuduftið í blandara og hrærið vel. Bætið rauðrófuduftinu út í að lokum og hrærið aftur. Njótið!

Uppskriftin er aðlöguð út frá einni góðri í uppskriftabók Lifðu til fulls. Bókin er uppseld eins og er, þú getur skráð þig hér á biðlista.

Nú væri gaman að heyra frá þér

Vissir þú að ber og rauðrófur hafa þessa frábæru eiginleika?

Ef þér líkaði þessi færsla, endilega deildu henni með vinkonu eða öðrum sem þú heldur að muni gagnast.

Þú finnur fleiri ráð, uppskriftir og innblástur af breyttum lífsstíll með því að fylgja okkur á samfélagsmiðlum hér á Facebook og Instagram. 

Heilsa og hamingja

Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?

Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.

Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *