Vinsælustu bloggin 2023
Vinsælustu uppskriftirnar 2023 
3rd June 2024
Meltingargerlar sem hjálpa við bólgum og hægðatregðu
19th August 2024
Vinsælustu uppskriftirnar 2023 
3rd June 2024
Meltingargerlar sem hjálpa við bólgum og hægðatregðu
19th August 2024
Show all
Deildu á facebook
Facebook

Vinsælustu bloggin 2023

Í síðustu viku tók ég saman átta vinsælustu uppskriftirnar 2023 og vakti það mikla lukku. Nú langar mig að deila með ykkur átta mest lesnu bloggunum fá því í fyrra. Þetta er skemmtileg leið til að rifja upp árið og mögulega finnur þú blogg sem fór framhjá þér.

Ég er spennt að heyra, hvert er þitt uppáhalds blogg ?

10 lausnir við hægðatregðu

Hér fór ég yfir nokkrar fæðutegundir ásamt náttúrulegum úrræðum sem léttir á hægðatregðu. Melting hefur áhrif á skap, vellíðan, orku, einbeitingu og líkamsþyngd og því er mikilvægt að meltingin okkar sé góð og hægðir reglulegar. Smelltu hér til að lesa 10 lausnir við hægðatregðu.

Allt um Chia fræ

Hérna tók ég saman allt sem þú þarft að vita þegar kemur að chia fræjum. Hvernig best er að meðhölda þau ásamt fjölda allra chia uppskriftirnar sem við höfum birt á heimasíðunni okkar. Smelltu hér til að lesa allt um chia fræ, ég trúi því að þessi grein mun kom þér á óvart.

6 fæður til að borða yfir breytingaskeiðið

Hér deildi ég með ykkur lykilatriðum þegar kemur að mataræði hjá konum á breytingaskeiðinu. Ásamt sex fæðutegundum sem stuðla að hormónajafnvægi yfir breytingaskeiðið. Smelltu hér til að lesa um þær 6 fæður til að borða yfir breytingaskeiðið.

Bestu bætiefnin eftir fertugt (uppfært)

Fyrir nokkrum árum skrifaði ég grein í tveimur hlutum um bætiefni fyrir konur eftir fertugt ,Bestu vítamín eftir fertugt
Bestu vítamín eftir fertugt II sem vakti mikla lukku.
Þar af leiðandi ákvað ég að uppfæra greinina þar sem við erum alltaf að læra meira um þessi mál og rannsóknir sífellt að verða betri og nákvæmari. Smelltu hér til að lesa uppfærða grein um bestu bætiefnin eftir fertgut, tilvalin grein fyrir konur yfir 40 sem vilja eldast eins og gott vín. 


Lesa einnig:
Þórdís upplifði mikla orku og losnaði við bjúg með 3 daga hreinsun
Kaffi og kortisól
5 ráð fyrir konur sem vilja fasta

11 ráð fyrir holl og ódýr matarinnkaup

Hér tók ég saman 11 ráð fyrir ódýr matarinnkaup þar sem ég fæ reglulega spurninguna “Er heilbrigður lífsstíll ekki dýr?”. Hann getur vissulega verið það, en þarf þess ekki og hef ég komið mér upp allskyns ráðum til þess að halda í hollustuna á kostnaðarvænan hátt. Smelltu hér til að lesa ráðin og byrjaðu að spara.


Hægðatregða og meltingin

Hér fór ég yfir einkenni hægðatregðu og hver orsök hennar gætu verið. Einnig fór ég yfirhvað einkennir heilbrigða meltingu og hvernig hægt er að koma henni í heilbrigðara ástand. Smelltu hér til að lesa um hægðatregðu og meltingu.

Keypti nýja vigt því ég ætlaði ekki að trúa þessu!

Hér deildi Guðrún Eir með okkur sinni árangursögu sem er hreint út sagt mögnuð, Guðrún tók þátt í Frískari og orkumeiri námskeiðinu hjá okkur. Hún fær okkur til að trúa á eigin getu, sjá hvernig við miklum hlutina fyrir okkur og hversu auðveld lífstílsbreyting getur raunverulega verið með réttum tólum og stuðning.  Smelltu hér til að lesa árnagurssögu Guðrúnar.

Sparaðu í matarinnkaupum með fjárhagsáætlun

Hér deildi ég með ykkur aðferð sem ég uppgötvaði sem gerir mér kleipt að setja mér fjárhagsáætlun og fylgja henni eftir í hverjum mánuði. Smelltu hér til að lesna nánar um þessa aðferð og byrjaðu að spara í matarinnkaupum með fjárhagsáætlun.



Nú langar mig að heyra frá þér, hvert var þitt uppáhalds blogg ?

Deildu svarinu þínu í spjallinu hér að neðan!

Deildu þessu bloggi endilega yfir á Facebook og/eða Instagram til þess að við getum náð til fleiri og haldið áfram að deila heilsu tengdum ráðum til ykkar.



Heilsa og hamingja

Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?

Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.

Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *