Keypti nýja vigt því ég ætlaði ekki að trúa þessu!
Berjabúst fyrir breytingaskeiðið
25th April 2023
breytingaskeiðið
6 fæður til að borða yfir breytingaskeiðið
16th May 2023
Berjabúst fyrir breytingaskeiðið
25th April 2023
breytingaskeiðið
6 fæður til að borða yfir breytingaskeiðið
16th May 2023
Show all
Deildu á facebook
Facebook

Keypti nýja vigt því ég ætlaði ekki að trúa þessu!

Guðrún Eir Björnsdóttir lauk Frískari og Orkumeiri á 30 dögum námskeiðið nýverið og saga hennar er svo ótrúlega mögnuð að ég verð að deila henni með þér! 

Hún fær okkur til að trúa á eigin getu, sjá hvernig við miklum hlutina fyrir okkur og hversu auðveld lífstílsbreyting getur raunverulega verið með réttum tólum og stuðning. 

Skráning í Frískari og Orkumeiri á 30 dögum stendur nú yfir en þó aðeins í örfáa daga til viðbót og býðst sérstöku tilboðsverði. Ekki er víst hvenær skráningar opna á ný eða hvort verð námskeiðs haldi sér.

Frestun og mynstur var að draga hana niður

Áður en ég skráði mig í Frískari og Orkumeiri á 30 dögum glímdi ég við það mikla nart og sykurþörf á kvöldin, að klára heilan snakkpoka á kvöldstund var algengt. 

Ég var of góð við sjálfa mig og vantaði allan aga.

Mér fannst ég vera komin í munstur sem var að draga mig niður.

Ég var lengi búin að vera að skoða Frískari og Orkumeiri á 30 dögum námskeiðið en hausinn á mér sagði alltaf, ,,æji þetta verður og erfitt, mun ég nenna þessu, verður ekki bara maus að versla inn” og ég dró úr þátttöku minni. 

í þetta sinn sem ég sá námskeiðið hugsaði ég að ef ég geri þetta ekki núna þá geri ég þetta aldrei enda verða hlutirnir mikið erfiðari því meira sem þú bíður, líffræðin segir það bara.

Enda ef heilsan verður ekki betri, verð ég dauð langt fram yfir aldur! Það var því ekkert annað í boði en að taka af skarið.

Þurfti ekki að sleppa öllu góðu eins og ég hélt

Ég játa að ég glímdi við mikinn ótta við að þurfa að sleppa öllu góðu, það var því mjög ánægjulegt að uppgötva að ég þurfti ekki að neita mér um neitt gott og þegar sykur-þörfin kom yfir á kvöldin var ég búin að útbúa mér hollar kókoskúlur sem ég fékk mér.

Uppskriftirnar voru góðar og bæði ég og strákurinn minn notum þær enn í dag.

Ég uppgötvaði einnig að þó að maður lenti útaf sporinu eða detti í nammipokann þá er það ekki heimsendir, það er ekki allt ónýtt.

Lesa einnig:
16 kílóum léttari og uppgötvaði leyndarmálið að hinni fullkomnu húð!
11 kílóum léttari, sjálfsöruggari og sterkari á 30 dögum : Árangurssaga Guðrúnar
Árangurssaga Þorgerðar : Aldrei of seint að breyta um lífsstíl

Keypti mér nýja vigt því ég hélt mín væri orðin biluð

Ég ætlaði ekki að trúa vigtinni aðeins nokkrar vikur inn í námskeiðið og hélt satt að segja að vigtin væri að segja mér vitlaust, svo ég endaði á að fara út í búð að kaupa mér nýja. 

Nýja vigtin jú sýndi mér svo það sama, ég var búin að léttast um 15 kíló. Ég ætlaði bara ekki að trúa því!

Áhrifin á líkamann eru allt önnur,  ég er miklu orkumeiri, á auðveldara með að fara framúr á morgnanna og ekki eins þrútin, blóðþrýstingurinn hefur minnkað, svo eru bólgur og verkir mun minni.

Fyrirmynd fyrir strákinn minn

Ég finn það að ég er að hafa góð áhrif á strákinn minn. Hann er orðin meðvitaðari um mataræðið og sagði stoltur við mig eitt kvöldið  “ég borðaði ekkert óhollt í dag” 

Ég finn líka hvað ég er jákvæðari í alla staði og duglegri að fara út að og spila fótbolta við strákinn. Þetta allt hvetur mig til að halda áfram. 

Svo fegin að hafa tekið af skarið

Ég er svo fegin að hafa tekið af skarið og loksins sett mig í fyrsta sæti.  

Ég mun klárlega halda áfram með þennan lífstíl, ég er ánægðari með sjálfan mig og lít lífið bjartari augum.

Ég mæli sko hiklaust með námskeiðinu og hvet konur að fresta ekki, heldur taka af skarið strax enda til mikils að vinna.

Skráning í næsta hóp var að opna

Frískari og Orkumeiri á 30 dögum gefur þér þriggja skrefa formúluna sem ég hef sannreynt síðasta áratugin og gefur árangur í hvert einasta sinn.

Er þetta bæði blíð en þó afar áhrifarík leið að varanlega enda sykurstríðið, fyllast orku og léttast án öfga eða vesens!

Mín þrá er að stytta þér leiðina að orkumiklu lífi þar sem þú viðheldur kjörþyngd og ert sátt við spegilmyndina. Ert laus við bjúg, bólgur og verki og leyfa þér að kynnast þeirri hreinu vellíðan sem fylgir því að vera laus undan sykurpúkanum og með stjórn á eigin heilsu!

Skránigar standa yfir í aðeins örfáa daga til viðbótar.

Heilsa og hamingja

Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?

Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.

Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *