Skothelt kaffi
kaffi
Kaffi og kortisól
22nd August 2022
kartöflur
Eru sætar kartöflur hollari en venjulegar?
5th September 2022
kaffi
Kaffi og kortisól
22nd August 2022
kartöflur
Eru sætar kartöflur hollari en venjulegar?
5th September 2022
Show all
Deildu á facebook
Facebook

Skothelt kaffi

skothelt kaffi

Hefur þú heyrt um skothelt kaffi eða “bullet-proof” kaffi? 

Það er sérstakur kaffidrykkur sem er talinn geta aukið einbeitingu, bætt brennslu og jafnað blóðsykur. 

Það sem aðskilur skothelt kaffi frá hefðbundnu kaffi er að það inniheldur Mct olíu og smjör, sem bæði flokkast sem holl fita. Fitan hjálpar við að gefa manni seddutilfinningu og minnkar sykur- og nartþörf. Smjörið er einnig talið gefa kaffinu einstaklega rjómakennda áferð. 

Mct olían stendur fyrir “medium-chain triglycerides” og er ákveðin tegund af kókosolíu. Hún er auðmeltanleg og talin veita hraða, varanlega orku og örva brennslu. 

Byrjað er á að hella uppá kaffi eins og þér þykir best.

 

 

Svo næst er kaffi, mct olía, smjör og kollagen duft sett í blandara eins og vitamix og hrært saman.

Margir hafa hrósað því að setja kollagen duft í kaffi og því hef ég bætt því við upprunalegu uppskriftina. Kollagen er frábært fyrir meltingu, liði, hár og vöðva og getur hægt á öldrun húðar. Það gerir kaffið aðeins þykkara og getur einnig gefið því rjómakennd áferð, ef því er þeytt saman við kaffið eða mjólk. Kollagen inniheldur líka prótein sem veitta seddu, Feel Iceland kollagen duftið sem ég nota inniheldur 9.4 gr af próteini í einum skammti.

 

  

Þetta ætti að hrærast þar til þið sjáið gylltan lit og fallega froðu myndast. Margir hafa líka notað töfrasprota í stað blandara en mér þykir blandarinn gera þetta aðeins betur og minni subbugangur.

Upprunalega uppskriftin er fengin frá Bulletproof. Til þess að gera kaffið algjörlega að þínu eigin mæli ég með að þú kynnir þér vel athugasemdirnar um mismunandi útfærslur. 

 

Lesa einnig:

Matcha orka í tveimur útgáfum

Túrmerik latte á tvo vegu

Heitt chaga kakó

  

 

Skothelt kollagen kaffi  

1 bolli uppáhellt kaffi (15 g nýmalað kaffi & 230 ml. sjóðandi vatn eða 1 espresso) 

1 tsk – 2 msk MCT olía 

1-2 msk ósaltað smjör eða ghee 

1 mæliskeið Feel Iceland kollagen (val) 

 

1. Hellið uppá kaffi

2. Bætið smjöri, olíu og kollagen dufti út í

3. Setjið í blandara og blandið í 20-30 sek (passið að það gjósi ekki uppúr). Einnig er hægt að nota lítinn písk til að blanda saman. 

4. Hellið í bolla og njótið

  

Athugasemdir:

Ef þú ert ekki vön að nota MCT olíu eða ósaltað smjör getur verið gott að byrja á einni tsk og vinna sig svo rólega upp í fullan skammt, ef melting þolir.  

Fyrir þá sem eru vegan eru ósaltað smjör, ghee og kollagen frá Feel Iceland ekki vegan afurðir. Þið getið prófað að nota MCT olíu, vegan smjör og kollagen sem er unnið úr plönturíkinu.

Ef þú ert vön að nota mjólk í kaffi er hægt að prófa að nota haframjólk, oatly barista eða aðra jurtamjólk sem flóar vel. Þrátt fyrir að mjólk sé ekki í uppskriftinni er sjálfsagt hægt að fikra sig áfram með valmöguleikana og gera kaffið að þínu.

Fyrir þá sem vilja sætara kaffi er hægt að prófa að setja nokkra dropa af stevíu t.d með vanillu eða karamellubragði út í kaffið. Við hjá Lifðu til fulls erum afar hrifin af steviunni sem fæst frá goodgoodbrand

Einnig er hægt að bæta kakó út í kaffið fyrir þá sem vilja gera sér dagamun.

Einnig getur þú fikrað þið áfram og prófað jafnvel að bæta við kollagen eða/og MCT olíu og séð hvernig þér finnst

Hafið ávallt í huga að of mikil kaffidrykkja er aldrei ákjósanleg fyrir heilsuna þrátt fyrir að þetta kaffi sér aðeins innihaldsmeira af orkuríkri fæðu, fitu og próteinum.

  

 

Láttu mig svo vita í spjallinu hér að neðan hvort þú hefur prófað bullet-proof kaffi áður! Og hvernig finnst þér best að drekka kaffi ? 

Ekki gleyma að  deila færslunni á Facebook og tagga okkur á Instagram ef þú prófar uppskriftina! 

Heilsa og hamingja

Heilsa og hamingja

Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?

Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.

Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *