Eru sætar kartöflur hollari en venjulegar?
skothelt kaffi
Skothelt kaffi
29th August 2022
fyllt sæt kartafla
Fyllt sæt kartafla með hvítlaukssósu
12th September 2022
skothelt kaffi
Skothelt kaffi
29th August 2022
fyllt sæt kartafla
Fyllt sæt kartafla með hvítlaukssósu
12th September 2022
Show all
Deildu á facebook
Facebook

Eru sætar kartöflur hollari en venjulegar?

kartöflur

Hvort eru venjulegar kartöflur eða sætar kartöflur hollari? Og eru venjulegar kartöflur fitandi?

Venjulegar kartöflur hafa verið fastur liður í íslenskri matargerð um árabil en á undanförnum árum hafa hins vegar margir sagt að sætar kartöflur eru hollari kostur.

Í dag ætla ég að brjóta niður næringarlega muninn á venjulegum og sætum kartöflum fyrir þig ásamt því að sýna þér hollari aðferðir til eldunar.

Lesa einnig:

Hollari valkostir fyrir óholla ánægju

Vegan burger með “kokteilsósu” og sætkartöflufrönskum (djúsí og glútenfrítt)

Vetrarsalat með graskeri, linsum og grænkáli

Næringarmunurinn á hvítum og sætum kartöflum 

Berum saman næringargildi í 100g af hvorri tegund. Hafið í huga að 100g af kartöflum eru eins og ein lítil kartafla, c.a. 2 dL. Tölur að neðan eru fengnar frá Bandaríska Landbúnaðarráðutneytinu.

Hitaeiningar Venjulegar innihalda 125 kaloríur á meðan sætar innihalda 108 kaloríur.

Prótein Venjulegar innihalda 1.9 gr af próteini á meðan sætar innihalda 1.3 gr.

Fita Bæði venjulegar og sætar innihalda 4.2 gr af fitu.

Kolvetni Venjulegar innihalda 20.4 gr á meðan sætar innihalda 16.9 gr.

Trefjar Venjulegar innihalda 1.4 gr trefja á meðan sætar innihalda 2.4 gr.

Sykur Venjuelgar innihalda 1.6 gr af sykri á meðan sætar innihalda 5.5 gr.

Kalíum Venjulegar innihalda 372 mg á meðan sætar innihalda 291 mg.

C vítamín Bæði venjulegar og sætar innihalda 12.1 mg.

í samanburðinum má sjá að venjulegar kartöflur innihalda fleiri hitaeiningar og meira kolvetni en sætar kartöflur. Sætar kartöflur innihalda meira af trefjum en aftur á móti minna af próteini. Báðar tegundir innihalda C vítamín. Hvítar kartöflur innihalda þó meiri sterkju sem getur hækkað blóðsykursmagn.

Venjulegar kartöflur flokkast sem einföld kolvetni en sætar kartöflur teljast sem flókin kolvetni. Flókin kolvetni fara hægar í gegnum líkamsstarfsemina og eru almennt talin hollari kostur. Þegar yfir heildina er litið þá eru sætar kartöflur því hollari kostur þar sem þær innihalda færri hitaeiningar og minni sterkju.

Ég er með sykursýki – má ég borða kartöflur?

Sætar kartöflur, í hófi, eru almennt taldar vera betri kostur fyrir þá sem eru með sykursýki. 

Ég spurði þó vin minn sem glímir við sykursýki hvort hann fái sér venjulegar kartöflur. Hann segist borða venjulegar kartöflur en alltaf bakaðar í heilu lagi. Sumir segja að það sé hægt að minnka magnið af sterkju í kartöflunum með því að skola þær vel en það eru þó engin vísindi sem sanna það. 

Það eru því ýmsar kenningar í gangi í tengslum við kartöflur og sykursýki en þegar öllu er á botni hvolft þá er það afar einstaklingsbundið og skammtastærðin skiptir alltaf miklu máli. 

Hollasta leiðin til að gæða sér á kartöflum, óháð tegund 

Mismunandi eldunaraðferðir hafa ólík áhrif á líkamann. 

Djúpsteiktar franskar og kartöfluflögur eru sístu kostirnir þegar kemur að kartöflum. Þær innihalda mikið af salti og mettaðri fitu og það getur haft neikvæð áhrif á bæði heilsu okkar og þyngd.

Það eru þó margar hollar leiðir til þess að gæða sér á kartöflum. Það er til dæmis hægt að skera þær í sneiðar eða bita (eins og franskar eða kartöfluflögur), velta þeim upp úr góðri olíu, kryddjurtum og baka þær í ofni. Einnig er hægt að baka þær í heilu lagi, jafnvel með öðru grænmeti. Svo er auðvitað hægt að steikja þær á pönnu eða sjóða þær í potti. Einnig er hægt að blanda saman sætum og venjulegum kartöflum til að aðlagast sætum betur.

Bestu olíur til að elda kartöflur upp úr væru t.d. kókosolía og avokadóolía, en þær þola mikinn hita. Þar á eftir kæmi t.d olífuolía.  Ef þú ert hrifin af salti mæli ég með að prófa himalaya salt eða herbamare salt, en það eru aðeins hollari kostir!

Það er hægt að borða kartöflur og léttast, það snýst allt um magnið og hvernig þú eldar þær

 

Sætar eða venjulegar kartöflur : Hver er niðurstaðan? 

Sætar kartöflur eru taldnar hollari þar sem þær eru lægri í kolvetnum og innihalda minni sterkju og hafa þar af leiðandi betri áhrif á blóðsykur. 

Þó er mikilvægt að hafa í huga að flest fæða sem kemur beint úr náttúrunni er okkur holl og góð. Fjölbreytni í mataræði er mikilvæg, bæði hvað varðar ánægju og næringu. 

Kolvetni, sem bæði venjulegar og sætar kartöflur flokkast undir, eru nauðsynleg fyrir heilbrigða heila- og taugastarfsemi, vöðva og almenna heilsu og ættu því ekki að vera algjörlega undanskildar í mataræði okkar. Munum þó ávallt að hafa gott jafnvægi milli kolvetna, próteins og fitu. 

Ef hvítar kartöflur eru í uppáhaldi hjá þér skaltu njóta þeirra en vertu meðvituð/aður um hvernig þú eldar þær og mundu eftir hófseminni.

 

Nú langar mig að heyra frá þér

Í þessari viku prófaði ég eitthvað nýtt og kafaði dýpra í svarið við þessari algengu spurningu. Var þessi grein gagnleg? Hvað vakti athygli þína? Láttu mig vita í spjallinu fyrir neðan! 


Ekki gleyma svo að deila þessari færslu á Facebook, sérstaklega ef þú átt vinkonu sem elskar kartöflur!

Heilsa og hamingja,

Heilsa og hamingja

Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?

Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.

Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!

1 Comment

  1. Vigdis Hinriksdottir Olsson says:

    Ég elska kartöfflur, em er meir hrifinn af sætum en hvitum, finnst þær góđar bra sođnar, blanda þeim smn i pott eđ skàl fyrst )međ gulrætum og parsnipp, áđur en ég set þær i ofninn nota ég ólifuolju spray ( eitt spray gefur eina kalorier) legg þær svo i ofnskúfunna og krydda međ smá (mjög litlu ) salti og pipari ( er ekki svo hrifinn af hvorugu, algjör gikkur) og svo hvitlauki eđa geri kartöflumús af þeim, stundum blanda ég þeim međ venjulegum kartöflum eđa gulrætum svo þaď verđi ekki of sætt eđa nota smá af chili púlfri og međ þvi oft buff gerđ ur kálfa hakki međ salti og pipari ( wallenbergare kallađ her I sviþjóđ ) rétt steiki þær međ til ađ halda þeim saman of nota svo ofninn og geri sveppa sósu međ lauki svo verđi ekki of sætt…..hlakka til ađ sjá fyrirlesturinn!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *