
Uppskriftirnar sem slóu í gegn 2024
3rd March 2025
Orkugefandi og fljótlegur kínóagrautur!
17th March 2025
Uppskriftirnar sem slóu í gegn 2024
3rd March 2025
Orkugefandi og fljótlegur kínóagrautur!
17th March 2025Í síðustu viku deildi ég 8 vinsælustu uppskriftir frá árinu 2024, en núna langar mig að deila með ykkur vinsælustu og jafnframt fróðlegustu bloggunum sem komu út á síðasta ári. Hér eru allskonar blogg sem gott er að lesa yfir aftur eða kannski fór eitthvað framhjá þér.
–

–
Kvöldrútína fyrir betri svefn
Góður svefn er lykillinn að vellíðan og orku dagsins. Í þessu bloggi deili ég einfaldri kvöldrútínu sem hjálpar þér að slaka á, sofa betur og vakna endurnærð. Með róandi tei, góðum svefnvenjum og nokkrum einföldum skrefum geturðu bætt svefngæði þín verulega!
–

–
7 hlutir sem geta gerst þegar þú sleppir sykri
Sykur hefur áhrif á allt frá húðinni og svefni til orkustigs og andlegrar heilsu. En hvað gerist þegar þú sleppir honum? Hér eru 7 óvæntar breytingar sem geta átt sér stað, frá betri svefni og stöðugri orku, í að hægja á öldrun og minnka líkur á sjúkdómum. Kannski er kominn tími til að endurskoða sykurneysluna.
–

–
Árlega blóðprufan
Blóðprufur eru lykillinn að því að skilja líkamann betur og styðja við heilsuna. Hér deili ég hvað ég læt mæla árlega, hvernig niðurstöðurnar hjálpa mér að hámarka vellíðan og af hverju persónuleg nálgun á heilsu skiptir öllu máli. Ferð þú reglulega í blóðprufur?
–

–
5 ráð fyrir konur sem vilja fasta
Flestar rannsóknir á föstum eru gerðar á körlum, en kvenlíkaminn fylgir allt öðrum hormónasveiflum. Í þessu bloggi deili ég hvernig þú getur fastað í takt við tíðahringinn, stutt hormónajafnvægið og fengið alla kosti föstu án þess að skaða líkamann.
–
Lestu einnig
Vinsælustu bloggin 2023
Af hverju sumir hafa hægari brennslu en aðrir og hvað þú getur gert!
Mikilvægi þess að setja sig í forgang og hvernig á að fara að því
–
–

–
Mikilvægi D-vítamíns fyrir andlega og líkamlega heilsu
D-vítamín er lykilþáttur í bæði andlegri og líkamlegri heilsu, sérstaklega yfir dimmasta tíma ársins. Hér fer ég yfir hvernig D-vítamín styrkir ónæmiskerfið, bætir svefn, stuðlar að þyngdartapi og hvers vegna það er mikilvægt að taka inn rétt magn og tegund af D-vítamíni.
–

–
Uppáhalds vörurnar mínar
Hér eru uppáhalds vörurnar mínar sem ég nota á hverjum einasta degi! Frá kollageni og þorskalýsi yfir í macaduft og sykurlaust súkkulaði. Þessar vörur hafa reynst mér ómissandi í daglegri rútínu. Vonandi finnur þú nýtt uppáhald.
–

–
Meltingargerlar sem hjálpa við bólgum og hægðatregðu
Meltingargerlar geta verið lykillinn að betri meltingu, minni bólgum og bættri heilsu. Í þessu bloggi fer ég yfir hvernig góðgerlar eins og Acidophilus og Lactobacillus geta styrkt meltinguna, dregið úr bjúg og stuðlað að betri vellíðan.
–

–
Járnskortur og þreyta
Járnskortur er einn algengasti næringarskorturinn og getur leitt til þreytu, einbeitingarskorts og minni orku. Hér deili ég því hvernig þú getur bætt járnbirgðir þínar með fæðu og bætiefnum til að styrkja líkamann og vellíðan þína.
–
–
Var einhver grein sem fór framhjá þér?
Var eitthvað nýtt sem þú lærðir? Endilega láttu vita í spjallið hér að neðan.
Áttu vin eða hinkonu sem gæti gagnast af þessari grein? Endilega deildu þessu með þeim yfir á Facebook og Instagram.

Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?
Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.
Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!
