Uppáhalds vörurnar mínar
Candida og sykur
8th April 2024
Pitaya sumarskál full af orku
24th April 2024
Candida og sykur
8th April 2024
Pitaya sumarskál full af orku
24th April 2024
Show all
Deildu á facebook
Facebook

Uppáhalds vörurnar mínar

Myndir fyrir fréttabréf - 55

Í dag deili ég með ykkur uppáhalds vörum mínum og jafnframt þeim sem ég nota daglega.

Mér finnst alltaf mjög gaman að sjá aðra deila slíku svo ég ákvað að gera það sama. Mér datt í hug að það gæti gefið ykkur innsýn inn í minn lífsstíll.

Feel Iceland Kollagen

Ég hef lengi notað kollagen duftið frá Feel Iceland. Mér finnst  bæði bragðið vera hlutlaust og því auðvelt að hræra út í búst drykki, safa eða jógúrt sem ég geri oftast. Í einum skammti af kollagen dufti frá Feel Iceland er um 9,4 gr af próteini og því enn frekari ástæða að bæta við út í mataræðið.

Kollagenið frá Feel Iceland er framleitt úr íslensku fiskroði og framleiðsluferli þeirra eitt af því best sem völ er á til að tryggja bæði gæði og hámarks næringu. 

Kollagen er talið m.a hægja á einkennum öldrunar, bæta húð-, hár og neglur,  minnka liðaverki og bæta meltingu. Ég er hrifin af duftinu frá Feel Iceland en það er líka hægt að kaupa hylki. Feel Iceland fæst á vefsíðu þeirra og helstu matvöruverslunum og apótekum.

Dropi þorskalýsi

Dropi þorskalýsi er önnur vara sem ég hef núna notað í góðan tíma og er það eina fiskiolían sem ég nota. Mér finnst spearmint töflurnar frá þeim algjör snilld þar sem maður nær að forðast svona óþarfa “rop-bragð” sem oft kemur eftir að taka fiskiolíu. 

Ég rótera á milli þess að taka olíuna í töfluformi með spearmint eða að taka hreina olíuna í skeið þá annaðhvort hreina eða með engifer- eða fennel bragði sem kemur skemmtilega á óvart. 

Dropi er kaldunnið þorskalýsi sem er unnið innan 48 klst frá því að fiskurinn kemur úr sjónum. Bakvið hverja einustu flösku er QR kóði sem mun gefa þér upp rekjanleika vörunnar s.s hvenær, hvar og í hvaða báti fiskurinn var veiddur sem sýnir hreinleika og heiðarleika. Dropi fæst á vefsíðu þeirra ásamt helstu matvöruverslunum og apótekum.

Maca duft frá Vivolife

Maca duftið frá Vivolife er eina macaduftið sem ég þoli þar sem duftið er gelatinised. Það þýðir að meltingin þolir duftið betur. En þar sem ég hrjáðist af iðruólgu sem barn hef ég alltaf þurft að passa sérstaklega vel upp á meltingu og hreint maca duft, s.s ekki gelantenises hefur ollið því hreinlega að ég kasta því upp.

Maca duft er hægt að setja út í búst drykki, jógúrt, hrákökur eða hráfæðis orkukúlur ef eitthvað er nefnt en svo má alltaf láta hugmyndaflugið ráða. Byrjið á ¼  tsk og ef þess er þolað vel aukið smá hægt og bítandi upp í ½ tsk og svo jafnvel 1 tsk.

Ég mæli oft með maca dufti fyrir konur á breytingaskeiðinu þar sem jurtin er talin stuðla að jafnara hormónaflæði og bætir minni. Macaduftið er einnig orkugefandi og þekkt sem “náttúrulegt viagra “ þar sem hún getur aukið löngun til kynlífs. Macaduftið fæst í vefverslun yogi.is.

Lesa einnig:
Árlega blóðprufan
Mikilvægi D-vítamíns fyrir andlega og líkamlega heilsu
5 ráð fyrir konur sem vilja fasta

Fjölvítamín frá Heilsubarnum

Fyrir einfaldleika þá gríp ég oft í fjölvítamín, það einfaldar bætiefna málin og ég mæli sérstaklega með fyrir þá sem eru gjarnir á því að gleyma að taka inn bætiefni sín reglulega.  Ég hef verið að taka frá Seeking health sem dekkar þá d-vítamín, K-2, C-vítamín, járn og öll önnur helstu vítamín.

Ekki eru öll fjölvítamín eins og er það oft þannig að maður borgar meira fyrir betri gæði. Þá sérlega að uppruninn er af betri gæðum og upptakan vítamína aðgengilegu formi fyrir líkaman. 

Seeking health og thorne sem dæmi eru flott vörumerki sem bjóða gæða fjölvítamín og fást hjá netverslun heilsubarinn.

Balance súkkulaði

Má ég segja þér leyndarmál, ég fæ mér oft súkkulaði í morgunmat. Yeps. Ég set þá lítinn bút af þessu æðislega súkkulaði út í hafragrautinn. Mér finnst líka æði að bræða þetta súkkulaði yfir jarðarber, hrákökur eða hvað sem er eða hreinlega njóta þess eitt og sér. 

Það má segjast að Balance súkkulaðið hefur orðið eitt af mínu allra uppáhalds þegar kemur að dökku sykurlausu súkkulaði og á ég það alltaf til. 

Sætugjafarnir í þessu Belgíska súkkulaði eru þá helst stevia og bragðið sérstaklega vel samsett. Balance súkkulaðið fæst í flestum matvöruverslunum.

Ég vona að þessi færsla hafi gefið þér hugmyndir og innblástur inn í heilbrigða lífsstíl.

Nú langar mig að heyra frá þér, hverjar eru ykkar uppáhalds vörur? Eigum við einhverjar sameiginlegar?

Láttu mig vita í spjallið að neðan.

Deildu svo gleðinni áfram með því að senda þetta blogg á vinkonu, deila yfir á facebook síðuna hjá þér eða tagga okkur á instagram @lifdutilfulls.

Heilsa og hamingja

Hreint mataræði þarf ekki að vera flókið! Langar þig að læra meira?

Skráðu þig á ókeypis net-fyrirlesturinn minn “3 leiðir til þess að losna við sykurþörfina og öðlast orku náttúrulega”.

Gegn skráningu færðu líka aðgang að spennandi uppskrift sem slær á sykurþörf og ásamt öðrum ráðum sem bætir mataræði þitt til muna!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *